Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.06.2012, Qupperneq 10
2. júní 2012 LAUGARDAGUR10 SÝRLAND, AP „Það eru ýmsir hags- munir í húfi í átökunum og maður þarf að finna þau svæði þar sem þessir hagsmunir fara saman, og fá síðan alla aðila til að setjast að sama borði,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti um ástandið í Sýr- landi, sem farið hefur hríðversn- andi undanfarna daga og vikur. „Það þarf ákveðna fagmennsku til og þolinmæði,“ bætti Pútin við og lofaði að beita sér fyrir því að jákvæð niðurstaða fáist. Pútín var staddur í Þýskalandi í opinberri heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Bandaríkin og fleiri ríki hafa gagnrýnt Rússa harðlega fyrir að standa í vegi fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti Sýrlandsstjórn meiri þrýstingi. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gær og for- dæmdi fjöldamorðin í Houla, sem framin voru í síðustu viku, þegar meira en hundrað manns voru drepnir. Navy Pillay, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagði á fundi ráðsins að aðildarríki þess ættu að styðja kröfur um að gerð verði óháð rannsókn á því sem gerðist í Houla. „Að öðrum kosti getur ástandið í Sýrlandi snúist upp í hamslausa styrjöld og framtíð landsins, sem og þessa heimshluta alls, getur verið í mikilli hættu,“ sagði hún. Í gær fréttist svo af því að á Pútín segir pólitíska lausn vel mögulega í Sýrlandi Rússlandsforseti ætlar að beita sér fyrir jákvæðri niðurstöðu í Sýrlandi. Kofi Annan segist hins vegar orð- inn óþolinmóður út af síversnandi ástandinu í Sýrlandi. Mannréttindaráð SÞ fordæmir Sýrlandsstjórn. Vitni, sem lifað hafa af fjöldamorðin í Houla og fleiri voðaverk í Sýr- landi, segja hrottasveitir á vegum stjórnar Assads forseta hafa gengið hús úr húsi og myrt alla sem á vegi þeirra urðu, jafnt börn sem aldraða, konur sem karla. Þessar sveitir vígamanna ganga undir heitinu „shabiha“ í Sýrlandi, en það orð þýðir „skuggi“ eða „vofa“. Orðið hefur í seinni tíð tekið á sig merkinguna „hrotti“ og notkun þess einkum verið bundin við þessar vígasveitir. Liðsmenn þeirra eru málaliðar, sem stjórnarherinn hefur oft fengið til liðs við sig, að því er virðist einkum þegar ganga þarf harðar fram en góðu hófi gegnir. EVRÓPUMÁL Alþingi hefur úthlut- að styrkjum að upphæð 19 millj- ónir króna til að stuðla að „opin- berri og upplýstri umræðu og fræðslu“ um ESB. Styrkjum er skipt jafnt milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga. Í fyrri hópnum fær Sterkara Ísland fimm milljónir og Evr- ópusamtökin, Sjálfstæðir Íslend- ingar og Ungir Evrópusinnar fá 1,5 milljónir hvert. Í þeim seinni fær Heimssýn 4,5 milljónir, Evrópuvaktin og Ísafold fá 1,5 milljónir hvort og Samstaða þjóðar og Samtök um rannsóknir á ESB fá 1 milljón hvort. Verkefnin eru margvísleg, meðal annars fundaraðir, gerð kynningarefnis og úttektir á kostum og göllum ESB-aðildar. - þj Styrkir frá Alþingi: 19 milljónir í ESB umfjöllun FINNLAND Afbrotum sem rekja má til Rúmena hefur fjölgað verulega í Finnlandi eftir að Rúmenía varð aðili að Evrópusambandinu árið 2007. Rúmensku afbrotamenn- irnir í Finnlandi eru í mörgum til- fellum grunaðir um vasaþjófnað, stuld úr verslunum og svindl við greiðslu vegna viðskipta. Lögreglumaður frá Rúmeníu hefur nú komið til Finnlands til þess að aðstoða lögregluna þar við að hafa hendur í hári rúmen- skra afbrotamanna. Ráðgert er að rúmenski lögreglumaðurinn verði Finnum til aðstoðar í þrjá mán- uði, að því er segir á vef Hufvud- stadsbladet. - ibs Afbrotum Rúmena fjölgar: Finnska lögregl- an fær aðstoð EFNAHAGSMÁL Samhljómur var í peningastefnunefnd Seðlabank- ans um að myndarleg hækkun vaxta væri nauðsynleg við síðustu vaxtaákvörðun nefndarinnar þann 16. maí. Einn nefndarmaður vildi hækka vexti um 0,75 prósentur en fjórir um 0,5 prósentur. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar vegna vaxtaákvörð- unarinnar. Í fundargerðinni kemur einnig fram að versnandi verðbólguhorfur voru meginrök- in fyrir hækkun vaxta. Hækkun myndi styðja við gengi krónunnar og stemma stigu við verðbólgu- þrýstingi frá vinnumarkaði. - mþl Peningastefnunefnd SÍ: Allir vildu hækka vexti SEÐLABANKINN Lögum samkvæmt er fundargerð peningastefnunefndar birt tveimur vikum eftir vaxtaákvörðun. Hrottasveitir Assads fimmtudag hafi enn á ný verið framin fjöldamorð í Sýrlandi. Ell- efu verkamenn voru myrtir úti á götu í borginni Homs, þar sem þeir voru á leið til vinnu sinnar. Kofi Annan, erindreki SÞ og Arababandalagsins, sagðist síðan í gær vera orðinn býsna óþolinmóður út af ástandinu í Sýrlandi, það sé farið að valda sér skapraun hve illa gangi að hrinda friðaráætlun Sam- einuðu þjóðanna og Arababanda- lagsins í framkvæmd. Hann sagði að Assad Sýrlands- forseti verði nú að gefa skýr merki þess, bæði til þjóðar sinnar og alþjóðasamfélagsins, „að hann sé ákveðinn í að hrinda áætluninni í framkvæmd og að hann ætli að taka skref áfram í leit að friði“. gudsteinn@frettabladid.is VLADIMÍR PÚTIN Í ÞÝSKA- LANDI Hann er nýtekinn við forsetaembættinu í Rússlandi á ný, en Rússar hafa verið gagn- rýndir fyrir að standa gegn aðgerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna gegn Sýrlandi. NORDICPHOTOS/AFP Landey ehf. er dótturfélag Arion banka og fer með eignarhald bankans á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum. Hátúni 2b | 105 Reykjavík | Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | www.landey.is Mánatún og Lýsisreitur GRANDAVEGUR EIÐ ISG RAN DI H R IN G B R A U T FRA MN ESV EGU R Mánatún Um er að ræða byggingarrétt að þremur byggingum: Mánatún 1, um 23 íbúðir (Hús C). Mánatún 7-17, um 90 íbúðir (Hús A). Sóltún 1-3, um 40 íbúðir (Hús D). Lýsisreitur Um er að ræða byggingarrétt fyrir tvær byggingar: Fjölbýlishús við Eiðisgranda, stærð um 13.250 m², um 100 íbúðir. Hjúkrunarheimili við Grandaveg, stærð um 5.800 m². Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins að Hátúni 2b í síma 594 4210/660 4210, netfang: landey@landey.is Hús A Hús D Hús C Leiksvæði N Ó A TÚ N SÓLTÚN ÍS LE N SK A /S IA .I S/ L A E 5 99 35 0 6/ 12Landey býður til sölu eftirtalin lóðarréttindi: BOLTALEIKUR Í SÆDÝRASAFNI Tveir mjaldrar fengu mikinn áhuga á fótbolta sem settur var út í fiskabúrið þeirra, áhorfendum til skemmtunar í stóra sædýrasafninu í Peking. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.