Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 02.06.2012, Síða 42
2. júní 2012 LAUGARDAGUR42 RÚSSLAND Alan Dzagoev Miðjumaður | CSKA Moskva | 21 árs | 1,79 m Dzagoev varð yngsti útivallarleikmaðurinn til að spila með rússneska landsliðinu aðeins átján ára og 116 daga. Þykir hógvær og hvetjandi fyrir liðsfélaga sína. Kolbeinn Tumi: „Sóknarþenkjandi miðjumaður og hjartað í sóknarleik Rússa. Fjölhæfur leikmaður sem skapar færi fyrir félaga sína og stórhættulegur klárari hvort sem er innan eða utan teigs.“ GRIKKLAND Sotiris Ninis Miðjumaður/Hægri kantmaður | Parma | 22 ára | 1,73 m Leikni Ninis á boltanum hefur verið lýst sem „svimandi“. Spilar með Parma á næstu leiktíð eftir að hafa gert garðinn frægan með Panathinaikos síðustu ár. Kolbeinn Tumi: „Frábær skot- og sendingarmaður með rándýran hægri fót. Ekki líkamlega sterkur en afar snöggur.“ FRAMHALD AF SÍÐU 40 Marco Reus Framherji | Borussia Mönchengladbach/Borussia Dortmund | 23 ára | 1,80 m Andre Schürrle Framherji/Kantmaður | Bayer Leverkusen | 21 árs | 1,84 m Mario Götze Miðjumaður/Kantmaður | Borussia Dortmund | 19 ára | 1,76 m Toni Kroos Miðjumaður/Kantmaður | FC Bayern | 22 ára | 1,82 m Flestir veðbankar spá Þýskalandi sigri á Evrópumótinu og ef fram heldur sem horfir munu Þjóðverjar vera í verðlaunasæti á stórmótum næstu tíu árin. Í 23 manna leikmannahópi Þýska liðsins eru 15 leikmenn 25 ára eða yngri og tólf af þeim eru 23 ára eða yngri. Til samanburðar eru fimm í enska hópnum 25 ára eða yngri og sjö í þeim spænska. Miðvallarleikmaðurinn Mario Götze er yngsti leikmaður liðsins, tvítugur að aldri. Hann er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður heims í dag og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann tvívegis orðið þýskur meistari með Dortmund. Götze er þessi týpa sem labbar fram hjá mönnum. Toni Kroos, leikmaður Bayern Munchen, er 22 ára miðvallarleikmaður með ótrúlega öflugan hægri fót. Hann mun væntanlega fá að spila mikið því í undankeppninni tók hann þátt í átta af tíu leikjum Þjóðverja. Kroos fær kannski ekki alltaf það hrós sem hann á skilið. Marco Reus er 23 ára framherji skástrik kantmaður sem skoraði 18 mörk og lagði upp níu með Borussia Monchengladbach í þýsku deildinni í vetur. Hann er eldsnöggur, leikinn og jafnvígur með hægri og vinstri fæti. Dortmund hefur keypt Reus. Hinn 21 árs gamli André Schürrle, sem spilar með Bayer Leverkusen, mun leika í treyju númer níu á EM. Líkt og Reus getur hann leikið sem framherji eða kantmaður. Þó hann hafi ekki skorað nema sex mörk með félagsliði sínu í vetur er tölfræði hans með þýska landsliðinu ótrúleg. Hann skoraði 10 mörk í 11 leikjum með U19-liðinu, fimm mörk í fimm leikjum með U21-liðinu og hann hefur þegar skorað sjö mörk í 14 leikjum með aðalliðinu. Nýr Klose? Kannski. Kolbeinn Tumi: „Sú staðreynd ein að ekki er pláss fyrir alla leikmennina í byrjunarliði Þjóðverja gefur til kynna hve ógnarsterkt landsliðið er. Kroos er þegar orðinn lykilmaður og Schürrle virðist skora í hvert skipti sem hann klæðist búningnum. Hinum léttleikandi Götze og Reus er hrein unun að fylgjast með. Þeirra kynslóð gerir það að verkum að Þýskaland er líklegt til afreka á öllum stórmótum næsta áratuginn.“ ÞÝSKA ÜBER-KYNSLÓÐIN MARCO REUS ANDRE SCHÜRRLE MARIO GÖTZE TONI KROOS FRAKKLAND Yann M‘Vila Miðjumaður | Rennes | 21 árs | 1,82 m Þrátt fyrir ungan aldur er M‘Vila af mörgum talinn einn besti varnarsinnaði miðjumaður Evrópu. Yfirgefur Rennes nánast örugglega í sumar fyrir stærra lið og hafa bæði Arsenal og Inter Milan sýnt áhuga. M’Vila meiddist í æfingaleik gegn Serbum í fyrradag og enn er óljóst hversu alvarleg þau meiðsl eru. Kolbeinn Tumi: „Djúpi miðjumaðurinn sem varnarlína Frakka saknaði sárlega gegn Íslandi. Þekkir sín takmörk og skilar boltanum vel frá sér á sóknarsinnaðri samherja. Svo sannfærðir eru forráðamenn Rennes um ágæti M‘Vila að þeir neita að hlusta á tilboð stórliða þar til eftir að hann slær í gegn á EM.“ ÚKRAÍNA Andriy Yarmolenko Framherji/Vinstri kantmaður | Dynamo Kyiv | 22 ára | 1,87 m Yarmolenko fæddist í Rússlandi en fluttist ungur að árum til Úkraínu. Ekki minni maður en nafni hans Shevchenko hefur lýst honum sem „framtíð úkraínskar knattspyrnu“. Skoraði fljótasta markið í sögu Úkraínska landsliðsins eftir aðeins fimmtán sekúndur gegn Uruguay á síðasta ári. Hefur verið orðaður við Arsenal. Kolbeinn Tumi: „Ótrúleg tækni og hraði gera Yarmu- lenko að martröð varnarmannsins í stöðunni maður gegn manni. Örvfættur kantmaður sem á að sjá Shevchenko fyrir mörkum eða, eins og hann gerir ekki minna af, skora þau sjálfur.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.