Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 2
11. júní 2012 MÁNUDAGUR2 EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig- fússon, efnahags- og viðskipta- ráðherra, segir það ómaklegt og fáránlegt hjá þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins að kenna rík- isstjórninni um óvænt útgjöld vegna yfirtökunnar á SpKef. Ríkið hafi fengið þar vanda í fangið sem skapaðist vegna þess hvernig sparisjóðnum var stýrt. Frá þessu var greint í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 í gærkvöld. Niðurstaða úrskurðarnefndar sem fjallaði um ágreining milli ríkisins og Landsbankans um verðmæti eigna SpKef var að ríkið þyrfti að greiða Lands- bankanum 19 milljarða k rón a me ð þeim innistæð- um sem bank- inn tók yfir við sameininguna. Guðlaugur Þór Þórðar- son, þingmað- ur Sjálfstæð- isflokks, vill rannsókn á aðkomu fjármálaráðuneytisins að SpKef í tíð Steingríms. „Ríkið kemur að málinu þegar allt er búið og gert og kemur að starfsemi sparisjóðsins þegar engu verður um hið liðna breytt. Þess vegna er það feiknalega ósanngjarnt og ómaklegt að koma með ásakanir af því tagi sem í reynd láta að því liggja að ábyrgðin á þessum ósköpum sé hjá ríkinu, sem fær þetta í fang- ið, en ekki hjá þeim sem stýrðu sparisjóðnum,“ sagði Steingrím- ur í viðtalinu við Stöð 2. Í haust kemur út skýrsla þar sem ítarlega verður fjallað um lánveitingar SpKef. - þþ FÓLK Sex vaskar konur undirbúa nú göngu þvert yfir landið í annað sinn. Lagt verður af stað frá Horn- vík á Vestfjörðum á miðvikudag og endað í Hornsvík á suðausturhorni landsins um miðjan júlí. Áætlað er að gengnir verði um það bil 650 kílómetrar. „Við erum sex konur á besta aldri í gönguhóp og búnar að ganga saman í átta ár,“ segir Kristín Jóna Hilmarsdóttir göngu- garpur. „Fyrir fjórum árum fórum við fjórar úr hópnum til Afríku og gengum á Kilimanjaro. Okkur fannst það svo mögnuð upplifun að við ákváðum að fara í stóra göngu annað hvert ár.“ Fyrir tveimur árum gengu þær alla leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Þær munu því mynda kross yfir landið að göngunni lok- inni. Kristín Jóna segir ferðina vel undirbúna. „Þegar við fórum að skipuleggja næstu göngu kom- umst við að því að þessi leið sem við förum nú hefur aldrei verið farin, að okkur vitandi. Við höfum alla gönguleiðina merkta í GPS- tæki og vitum nákvæmlega hvar við gistum og hvað við göngum á hverjum degi.“ Þær hafa fengið góða styrki til ferðarinnar. 66° norður styrkir þær um fatakaup og bílaleigan Geysir útvegaði þeim stórt tjald sem þær geta allar gist í. Allar eru þær í góðu líkamlegu formi og hafa gengið nánast allt sem hægt er að ganga. „Við erum með tjald sem við gistum í yfir- leitt en það eru skálar á leiðinni sem við fáum að gista í. Það taka okkur allir þvílíkt vel og við erum alls staðar velkomnar.“ „Andlega hliðin er stór þáttur,“ segir Kristín Jóna. „Maður er með Ganga landshorna á milli í annað skipti Sex konur á besta aldri ætla að ganga frá Hornströndum að Hornsvík á suð- austurhorninu. Gangan er um það bil 650 kílómetrar og tekur rúman mánuð. MEÐ ALLT Á BAKINU Þær Anna Lára, Emilía, Guðrún, Kristín Jóna og Margrét ætla að ganga saman yfir landið þvert með allan farangur á bakinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ekki vera. „Nei, næsta ferð verður örugglega ákveðin í þessari ferð,“ segir Kristín Jóna að lokum. birgirh@frettabladid.is Mynda kross yfir Ísland Gangan er rúmlega 650 kílómetrar. Lagt er af stað á miðvikudag frá Hornvík á Hornströndum og endað í Hornsvík við Klifjatind um miðjan júlí. sömu manneskjurnar með sér öllum stundum. En við tökum þetta á léttleikanum og erum bara nógu kærulausar.“ „Við eigum allar tvö til þrjú börn og sumar barnabörn og að ferðin hefði aldrei orðið að möguleika stæðu eiginmenn þeirra ekki við bakið á þeim. „Þeir koma náttúrulega og hitta okkur og hafa allir verkefni. Þeir þurfa að koma upp á hálendi með vistir og grillkjöt, vonandi. Maður verður að hafa fullt af gulrótum í svona ferð.“ Spurð hvort búið sé að skipu- leggja næstu ferð segir hún svo LONDON, AP William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist ekki geta útilokað hernaðar- íhlutun í Sýrlandi. Hann sagði jafnframt að ástandið þar væri farið að líkjast því sem var í Bosníu á níunda áratugnum. Hague sagði tíma alþjóðlegrar sendinefndar Kofi Annan vera að renna út. Sendinefndin reynir að semja um vopnahlé í Sýrlandi. Stjórnvöld í Sýrlandi hófu árásir á ný í Homs í gær. Árásirnar gerir stjórnarherinn til þess að ná yfirráðum á svæði sem andspyrnuhreyfingin hefur lagt undir sig. Forsvarsmenn andspyrnuhreyfingarinnar telja að 38 manns hafi fallið í sprengjuárásum stjórnarhersins á borgina um helgina. Þá féllu sex manns í árásum á bæinn Qusair í gær, nærri landamærunum við Líbanon, og þrír til viðbótar í bænum Talbiseh. „Vígamennirnir komu til Qusair í tugum,“ sagði Abu al-Hoda, andspyrnumaður í Qusair. Hann segir konur og börn hafa falið sig í kjöllurum fjöl- býlishúsa í nokkra daga, of hrædd til að fara út. Stjórnarherinn hefur sent liðsauka á fjalla- svæðin og heldur áfram sprengjuárásum sínum á hundruð andspyrnumanna sem hafa komið sér upp búðum í fjöllunum. Gríðarlegir bardagar hafa staðið þar yfir dögum saman. - bþh Utanríkisráðherra Bretlands segir ástandið í Sýrlandi líkjast Bosníustríðinu: Útiloka ekki hernaðaríhlutun NEYTENDUR Matvælastofnun varar við neyslu á kræklingi sem safn- að er í Hvalfirði og Eyjafirði. Sjósýni þaðan benda til þess að þörungaeitur megi finna í kræk- lingi þaðan. Greiningin leiddi í ljós að PSP eitur var yfir mörkum í Eyja- firði en það getur valdið lömun. DSP eitur, sem valdið getur upp- köstum og niðurgangi, mældist í Hvalfirði. Kræklings úr Breiðafirði er þó í lagi að neyta því sjósýni þaðan benda til þess að engin hætta sé á þörungaeitri í krækling þaðan. - bþh Vara við neyslu á kræklingi: Eitrið getur valdið lömun KRÆKLINGUR Varað er við að borða krækling úr Eyjafirði og Hvalfirði. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Þingmaður Sjálfstæðisflokks fer fram á rannsókn vegna SpKef: Ráðherra segir málið fáránlegt BAREIN Ali Hasan, ellefu ára gamall drengur í Barein, situr í gæsluvarðhaldi fyrir að stofna til ólög- legrar sam- komu, að mati yfir- valda. CNN fréttastofan greinir frá þessu á vef sínum. Lögmað- ur fjöl- skyldu barnsins segir Ali aðeins hafa verið að leik með tveim- ur vinum sínum þegar lögreglan stöðvaði hann. Lögreglumenn- irnir hótuðu að skjóta hann með loftbyssum ef hann myndi hlaupa í burtu. Mannréttindasamtök sem sér- hæfa sig í málum Barein segja fjölda barna fangelsuð. Ali er yngsti fanginn í Barein. - bþh Ellefu ára í fangelsi í Barein: Hótað með loftbyssum við handtöku FRELSIÐ ALI Ungur drengur í Barein sendir skýr skilaboð með þessu skilti. VOPNAÐIR VÍGAMENN Stjórnvöld í Sýrlandi eru staðráðin í að berja niður alla andstöðu. Þessi mynd er skjáskot af mynd- bandi sem andspyrnumaður setti á YouTube-vefinn. SVEITARSTJÓRNARMÁL Lögfræðing- ur Orkuveitu Reykjavíkur hefur til umsagnar tillögu Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa um að gera opinber gögn um fjárfestingar Orkuveitunnar í gagnaveitu. „Í ljósi fyrri samþykktar og þess að gagnaveita er rekin á samkeppnismarkaði, vís- aði stjórn tillögu Kjartans til umsagnar lögfræðings OR. Verður sú umsögn lögð fyrir næsta fund stjórnar ásamt til- lögu Kjartans,“ segir í tilkynn- ingu Orkuveitunnar. - óká Gögn kannski gerð opinber: Lögfræðingur skoðar tillögu LÖGREGLUMÁL Kona tilkynnti nauðgun til lögreglu á Sauðár- króki um helgina. Aðfaranótt laugardags hringdi konan til lögreglu og sagði að vinkonu sinni hefði verið nauðgað í heimahúsi í bænum. Þegar búið var að taka skýrslu af fórnarlambinu fór lögreglan heim til meints geranda til að yfirheyra hann. Maðurinn var sofandi þegar lögreglu bar að garði, en var hann vakinn og skýrsla tekin af honum. Konan og karlinn, sem eru bæði um tvítugt, höfðu hist í samkvæmi fyrr um kvöldið. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri. - sv Í rannsókn á Akureyri: Tilkynnt um nauðgun í húsi SLYS Þrjú ungmenni slösuðust þegar bíll þeirra fór út af veginum og valt á Útnesi á Snæfellsnesi í gærkvöld. Tvö þeirra köstuðust út úr bílnum við slysið og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þremenn- ingana á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn læknis á vakt slysa- deildar meiddust ungmennin öll en ekkert þeirra með lífshættu- lega áverka. Þau voru enn til skoðunar í gærkvöld en voru sögð sæmilega hress miðað við það sem á undan var gengið. - sv Köstuðust út úr bílnum: Þyrlan sótti þrjá slasaða SPURNING DAGSINS ...við tökum þetta á léttleikanum og erum bara nógu kærulausar. KRISTÍN JÓNA HILMARSDÓTTIR GÖNGUGARPUR Gunnar Víking, er borgin að höggva ykkur í herðar niður? „Já, það er verið að vega mann og annan með niðurskurði.“ Gunnar Víking Ólafsson er formaður víkinga- félagsins Einherja. Félagsmenn eru ósáttir við Reykjavíkurborg sem styrkir þá ekki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.