Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 6
11. júní 2012 MÁNUDAGUR6 EVRÓPUMÁL Innan við helmingur Íslendinga, um 44 prósent, telur sig vel upplýstan um Evrópu- mál, að því er fram kemur í nýrri könnun Eurobarometer sem var kynnt á málstefnu Evrópustofu og Háskólans á Akureyri á föstudag. Þetta er talsverð aukning frá síðustu könnun, sem gerð var árið 2010, en þá taldi um þriðjungur sig vel upplýstan um málaflokkinn. Þetta er þó ekki lágt hlutfall miðað við ESB-ríki, en aðeins Finnland og Lúxemborg státuðu af hærra hlutfalli. Íslenskir svarendur voru hins vegar almennt á því að þeir væru betur upplýstir en aðrir lands- menn. Alls töldu 74 prósent að Íslendingar væru almennt illa upp- lýstir um Evrópumál. Sitthvað fleira kemur í ljós í könnuninni, þar á meðal að Íslend- ingar standa öðrum Evrópubúum framar í notkun samfélagvefja. Rúm 54 prósent segjast nota sam- félagsvefi daglega eða allt að því, en aðeins 21 prósent notar aldrei slíka vefi. Lettar koma næstir, en 38 pró- sent nota samfélagsvefi daglega og 37 prósent Dana. Meðaltal í ríkjum ESB er 20 prósent. Þá fannst svarendum almennt of lítil umfjöllun um ESB í frétta- miðlum hérlendis. Alls telja 42 pró- sent umfjöllun í sjónvarpi of litla en 9 prósent of mikla. - þj Ný viðhorfskönnun Eurobarometer um Ísland og Evrópumál gerð opinber: Tæpur helmingur vel upplýstur MENNTAMÁL Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um skólavist í Háskólanum í Reykjavík og fyrir næstu haustönn. Alls bárust skól- anum 2.100 umsóknir. Samkvæmt upplýsingum Háskólans í Reykjavík er þetta aukning um 22 prósent frá síð- asta hausti og 44 prósenta aukn- ing frá haustinu þar á undan. For- ráðamenn skólans rekja þennan vöxt til „vaxandi áhuga á þeim námsleiðum sem háskólinn býður upp á í tækni, viðskiptum og lögum“. - þj Háskólinn í Reykjavík: Aldrei fleiri umsóknir í HR NEYTENDUR „Magntollar á sykur er það eina sem virkar til þess að stýra neyslunni þannig að hún minnki. Með magntolli skattlegg- ur maður magnið af óhollustunni í vörunni. Virðisaukaskattur hvet- ur bara til kaupa á stærri einingu þar sem hún er hlutfallslega ódýr- ari en lítil eining.“ Þetta segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sem í leiðara í nýjasta tölublaði samtak- anna bendir á að um leið og virð- isaukaskattur á matvælum var lækkaður á Íslandi árið 2007 hafi verið felld niður vörugjöld af mat- vælum öðrum en sykri, sykurvör- um og súkkulaðivörum. Við þessa aðgerð hafi virðisaukaskattur á gosdrykkjum lækkað úr 24,5 pró- sentum í 7 prósent og vörugjöld verið afnumin af þeim en hafi verið hækkuð á ný 2009. „Þótt Íslendingar séu opinber- lega feitasta Norðurlandaþjóðin höfum við enn ekki tekið það skref að skattleggja óhollustuna sjálfa, eins og nágrannalöndin hafa gert,“ segir Guðmundur. Hann getur þess að í Danmörku hafi til dæmis svokallaður súkku- laðiskattur verið lagður á í allmörg ár. „Hann var upphaflega bara á sælgæti, gosdrykki og ís en nú á að útvíkka hann þannig að hann leggist almennt á viðbættan sykur. Danir eru að útvíkka þetta vegna þess að þeir telja að árangur af skattlagningunni hafi verið góður.“ Guðmundur vitnar í grein eftir lækna sem birtist í New England Journal of Medicine 2009. „Sam- kvæmt könnun sem þeir gerðu drógu þeir þá ályktun að sérstakur skattur á óhollar matvörur myndi draga úr neyslu þeirra um 10 pró- sent. Mat læknanna var að neyslu- stýring með sköttum virkaði betur en fræðsla.“ Vegna umræðunnar um of mikið sælgætisát íslenskra barna hafa verið sett upp skilti til leiðbein- ingar um hóflegt magn af sæl- gæti fyrir ákveðna aldurshópa við nammibari í þremur verslunum Krónunnar. Skilti verða komin upp í öllum verslunum nú í vikunni, að sögn Kristins Skúlasonar rekstrar- stjóra. „Við ákváðum að sýna þetta frumkvæði og gerðum þetta í sam- vinnu við næringarfræðing hjá Matís. Við munum sjá af sölutölum hvort þetta hefur áhrif.“ Kristinn segir að hvorki hafi komið til tals að hætta að bjóða helmingsafslátt á nammibarnum á föstudögum og laugardögum né að fjarlægja sælgæti frá afgreiðslu- kössunum. „Leiðbeiningaskiltin eru fyrsta skrefið,“ tekur hann fram. Setja á upp leiðbeiningaskilti við nammibari í verslunum Hagkaups. Í verslunum Víðis hefur nammi- barnum verið lokað. „Þetta var gert að ósk viðskiptavina auk þess sem við ætlum að leggja meiri áherslu á hollar vörur í verslunum okkar,“ segir Matthías Eiríksson kaupmað- ur. ibs@frettabladid.is Magntollur á sykur það eina sem virkar Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, segir að skattleggja þurfi óholl- ustuna burt eins og nágrannalöndin hafi gert. Leiðbeiningaskiltum um hóflegt magn komið fyrir við nammibari Krónunnar. Nammibarnum lokað hjá Víði. HÓFLEGT MAGN Leiðbeiningaskiltum um hóflegt magn sælgætis fyrir ákveðna aldurshópa hefur verið komið upp við nammibari Krónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NEYTENDUR Hættulegum kveikjur- um hefur snarfækkað á markaði í kjölfar átaks á vegum samevr- ópska verkefnisins PROSAFE, að því er fram kemur á vef Neytenda- stofu. Neytendastofa hefur tekið þátt í verkefninu frá árinu 2010. Niðurstöður eftirlits síðari hluta síðasta árs sýna að öryggi kveikj- ara er mun betra en fyrir tveim- ur árum. Um átta prósent höfðu hættulega annmarka, samanborið við 35 prósent árið 2009. Prófuð var 31 tegund kveikjara. - óká Hugað að öryggi neytenda: Kveikjarar eru orðnir öruggari SVÍÞJÓÐ Kannabisræktun í Svíþjóð fer vaxandi og lögreglan telur að neytendur þurfi varla að flytja inn maríjúana. Samtímis hefur heima- brugg minnkað verulega. Á fréttavefnum metro.se er haft eftir fíkniefnalögreglu í Stokk- hólmi að fyrir fáum árum hafi hún oftast verið að finna nokkrar plöntur í skápum eða slíku. Nú sé ekki óvenjulegt að menn slái upp ræktunartjöldum með hundruðum plantna. Í upphafi síðasta áratugar sam- svaraði heimabruggið um þremur prósentum af áfengisneyslunni í Svíþjóð. Nú samsvarar það um einu prósenti af neyslunni. - ibs Breyttar venjur í Svíþjóð: Landinn víkur fyrir kannabis STOKKHÓLMUR Ekki mun óvenjulegt að menn komi sér upp risastórum tjöldum undir kannabisræktun í Svíþjóð. FERÐAÞJÓNUSTA Gert er ráð fyrir því að um 2.500 ferðamenn muni í sumar nýta sér flugleið Icelandair á milli Akureyrar og Keflavíkur. Flugfélagið hóf flug á milli bæj- anna í síðustu viku og verður flog- ið fjórum sinnum í viku út sumar- ið. Um er að ræða tilraunaverkefni Icelandair til að auðvelda Norðan- mönnum að komast til útlanda sem og að bregðast við auknum vin- sældum Norðurlands hjá erlendum ferðamönnum. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, býst við því að verkefnið reynist vel. „Þetta lítur þokkalega vel út. Í raun erum við að bjóða upp á aukna þjónustu og sjáum til hvort fólk nýti sér það,“ segir hann. „Þetta er til- raun og við munum framkvæma próf á ferðunum bráðlega til að meta stöðuna.“ Stjórnarfundur Icelandair Group fundaði á Akureyri í síðustu viku og kom fram í máli Björgólfs þar að eftir góða reynslu á síðasta vetri hafi nú komið í ljós á vormánuðum að mjög mikill áhugi er erlendis á ferðum sem samanstanda af dvöl í Reykjavík og á Akureyri og dags- ferð að Mývatni í leit að norðurljós- um. Má gera ráð fyrir að margfalt fleiri muni njóta þessara ferða á næsta vetri en á þeim síðasta. Gert er ráð fyrir að um 80 pró- sent farþeganna verði erlend- ir ferðamenn. Búist er við því að Danir, Bretar, Svíar og Þjóðverjar verði fjölmennastir í hópnum. - sv Icelandair flýgur á milli Akureyrar og Keflavíkur fjórum sinnum í viku í allt sumar: Búist við mikilli aðsókn í flug FLOGIÐ BEINT TIL OG FRÁ AKUREYRI Búist er við því að erlendir ferðamenn muni nýta sér flugleiðina töluvert. BANDARÍKIN Þrír féllu í skotárás í Auburn í Alabama í Bandaríkjun- um á laugardag. Þrír til viðbótar særðust í árásinni. Lögreglan leitaði í gærkvöldi hins 22 ára gamla Desmonte Leonard sem talinn er hafa hleypt af byssu í slagsmálum sem brutust út í teiti. Fórnarlömbin eru karlar á tvítugsaldri. Lögreglan segist vita hvað manninum gekk til en vill ekki gefa út hver ástæðan fyrir árás- inni sé. „Sem samfélag verðum við að fara að virða mannslíf á ný,“ sagði Tommy Dawson yfir- lögregluþjónn í Auburn. - bþh Hóf skotárás í samkvæmi: Myrti þrjá og flúði vettvang SAMGÖNGUR Mikil aska safnaðist saman á vegum víða á Suðurlandi um helgina og skapaði töluverða hættu. Lögreglan á Hvolsvelli beinir því til ökumanna að fara með gát og hægja verulega á ef þeir koma auga á eitthvað brúnt á veginum. Stöð 2 greindi frá því í gær að ökumaður hefði misst stjórn á bíl sínum þegar hann ók í ösku- skafl á veginum skammt vestan við Gígjukvísl á laugardagskvöld. Hann líkti reynslunni við að lenda í snjóskafli og skemmdist bíllinn mikið. Vegagerðin hefur að undanförnu sett upp merking- ar og rutt ösku þar sem hún hefur safnast saman. - sv Missti stjórn á bílnum í ösku: Skaflar af ösku skapa hættu VETTVANGURINN Lögreglumenn lokuðu svæðið af. tvær nýjar bragðtegundir! E N N E M M / S IA / N M 46 40 7 E N N E M NÝ BRAGÐTEGUND- SÍTRÓNA OG KARRÍ NÝ BRAGÐTEGUND- BÉARNAISE KJÖRKASSINN Þótt Íslendingar séu opinberlega feitasta Norðurlandaþjóðin höfum við enn ekki tekið það skref að skattleggja óhollustuna sjálfa. GUÐMUNDUR LÖVE FRAMKVÆMDASTJÓRI SÍBS íslenskra svar- enda segjast nota samfélags- vefi daglega. KÖNNUN EUROBAROMETER 54% Telur þú mikil tækifæri felast í vinnslu olíu á Drekasvæðinu? Já 79,5% Nei 20,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Átt þú þér uppáhaldslið á EM í knattspyrnu? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.