Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 8
11. júní 2012 MÁNUDAGUR8 UMHVERFISMÁL Tekinn hefur verið í notkun nýr flutningabíll sem gengur bæði fyrir dísilolíu og metangasi. Hann keyrir milli Reykjavíkur og Akureyrar og er fyrsti „græni“ trukkurinn í flota Landflutninga, að því er fram kemur í tilkynningu Land- flutninga-Samskipa. Bíllinn er af gerðinni MAN TGX 26.480. Með því að nota bæði gas og olíu er mengun bílsins sögð í lágmarki um leið og notaður sé innlendur orku- gjafi í bland. „Vélin, sem er sex strokka, notar alltaf dísilolíu en hlutfall metans getur mest orðið um 50 prósent af heildar orku- þörfinni.“ Reynist bíllinn vel áformar fyrirtækið að fjárfesta í fleiri slíkum bílum. - óká Grænn trukkur í flutningum: Blandar metan- gasi við olíuna 14,5 TONNA TRUKKUR Ingi Stefán Ólafs- son við nýja trukkinn sem með öllum búnaði kostar um 31 milljón króna. MYND/LANDFLUTNINGAR-SAMSKIP VIÐSKIPTI Slitastjórn Kaupþings hefur sent út tugi riftunartilkynn- inga í tengslum við endurkaup Kaupþings á eigin skuldabréfum frá því á árinu 2008. Kaupin áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en Kaupþing féll og sum þeirra áttu sér stað mjög nálægt falli bank- ans, samkvæmt Feldísi Óskarsdóttur, sem situr í slitastjórn hans. Riftunar- frestur Kaupþings rennur ekki út fyrr en í lok júní og því hefur slitastjórnin út þennan mánuð til að höfða mál ef ekki semst um niðurstöðu. Í kynningu sem slita- stjórn Kaupþings hélt á kröfuhafafundi þann 31. maí kom fram að „slita- stjórn hefur á síðustu mánuðum sent út allmarg- ar riftunartilkynningar í tengslum við endurkaup Kaupþings á eigin skuldabréfum frá því á árinu 2008“. Feldís segir að um tugi mála sé að ræða. Aðspurð vildi hún þó ekki segja hvert umfang endurkaupanna var né gegn hverjum málin beinast. „Ég vil ekki tjá mig frekar um þetta en kemur fram í kynningunni að svo stöddu. Það verða einhver af þessum málum þingfest, ef ekki nást sættir, núna í júní.“ Í fundargerð kröfuhafafundar slitastjórnar sem fór fram í des- ember 2011 kom fram að hún hafi lagt á það áherslu í störfum sínum að rannsaka ráðstafanir sem áttu sér stað í bankanum síðustu mánuðina fyrir frestdag, einkum með til- liti til þess möguleika að höfða riftunarmál. End- urskoðunarfyrirtækið Grant Thornton í Bret- landi hafði þá unnið að rannsókninni í nokkra mánuði og byggði sú skoðun á vinnu frá Price- waterhouseCoopers og starfsmönnum Kaup- þings. Í fundargerð- inni kom einnig fram að slitastjórnin hefði „að mestu lokið skýrslutök- um af fyrrverandi starfs- mönnum og yfirmönnum Kaupþings“. Slitastjórn Glitnis þingfesti um 20 riftunarmál gegn ýmsum innlendum og erlendum aðilum 24. maí síðastliðinn. Í þeim vill hún endurheimta um 20 millj- arða króna. Landsbankinn var einnig búinn að koma tugum rift- unarmála í gang áður en að máls- höfðunarfrestur hans til þess rann út í apríl. Flest þeirra voru einnig vegna skuldabréfa. thordur@frettabladid.is Slitastjórn vill rifta kaup- um á eigin skuldabréfum Slitastjórn Kaupþings hefur sent út tugi riftunartilkynninga vegna kaupa bankans á eigin skuldabréfum rétt fyrir fall hans. Byggja á skoðun Grant Thornton. Landsbankinn og Glitnir hafa höfðað tugi slíkra mála. Í kynningunni kemur einnig fram að slitastjórn Kaupþings hafi náð sam- komulagi í 51 af 67 málum sem varða niðurfellingu á persónulegum ábyrgð- um til hlutafjárkaupa. Slitastjórnin ákvað á sínum tíma að rifta ákvörðun stjórnar Kaupþings frá 25. september 2008 sem heimilaði Hreiðari Má Sig- urðssyni, þáverandi forstjóra bankans, að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmannanna. Þann 10. maí 2012 staðfesti Hæstiréttur að um ólögmæta ráðstöfun hefði verið að ræða þegar hann gerði fyrrum starfsmanni bankans að greiða slitastjórninni 6,6 milljónir króna vegna lána til hlutabréfakaupa. Talið er að málið hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum sambærilegum málum. Tæpri viku síðar var Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaup- þings, gert að greiða þrotabúi bankans 550 milljónir króna, eða tíu prósent af 5,5 milljarða króna láni sem hann hafði tekið til að kaupa hlutabréf í bankanum. Samkomulag hefur náðst við 51 af 67 SLITASTJÓRN Feldís Óskarsdóttir vildi ekki segja hvert umfang endurkaupanna á skuldabréfunum var né gegn hverjum málin beinast. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að börn sem búa í þéttbýli fá frekar ofnæmi en börn í dreifbýli. Rannsóknin er sú fyrsta í Bandaríkjunum sem kort- leggur ofnæmi barna landfræði- lega. Sérstaklega benda niðurstöð- urnar til þess að börn sem búa í stórum borgum þrói frekar með sér hnetu- og skelfiskofnæmi en jafnaldrar þeirra í dreifbýli. „Þetta þýðir að umhverfi hefur áhrif á ónæmiskerfi barna,“ segir stjórnandi rannsóknarinnar. - bþh Borgarbörn fá frekar ofnæmi: Umhverfið or- sakar ofnæmi www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.990.000 kr. (kr. 2.382.470 án vsk) *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Fæst einnig fjórhjóladrifinn Það verða einhver af þessum mál- um þingfest, ef ekki nást sættir, núna í júní. FELDÍS ÓSKARSDÓTTIR SITUR Í SLITASTJÓRN KAUPÞINGS HEILSA Neysla Vopnfirðinga á gos- drykkjum og sælgæti hefur dreg- ist saman um tugi prósenta síðan í apríl, en sala á ávöxtum og græn- meti hefur aukist mikið á sama tíma. Heilsuátak á vegum sjávar- útvegsfyrirtækisins HB Granda á staðnum er talið sennileg ástæða þessa. Stjórnendur HB Granda ákváðu fyrr á þessu ári að bjóða öllu starfs- fólki félagsins upp á heilsufarsskoð- un því að kostnaðarlausu. Marg- ir hafa þegar nýtt sér þetta tilboð og á Vopnafirði hafa flestir starfs- mannanna nú þegar farið í skoðun á heilsugæslustöð HSA á staðnum og fengið niðurstöður mælinga. Þá fékk félagið Sonju Sif Jóhanns- dóttur, forvarnafulltrúa hjá TM, til að halda fyrirlestra um heilsufar, hreyfingu og mataræði. Samkvæmt upplýsingum Árna S. Róbertssonar, kaupmanns á Vopna- firði, dróst sælgætissala í verslun- inni saman um rúm 26% í aprílmán- uði og sala á gosdrykkjum um 21%, en það var fyrsti heili mánuður heilsuátaksins. Sala á ávöxtum og grænmeti jókst hins vegar um 17% og sala á ávaxtasöfum um 12% á sama tíma, að því er kemur fram á síðu fyrirtækisins. Töluvert dró úr sölu á tóbaki á sama tíma, að sögn Árna. - shá Heilsuátak á vegum HB Granda á Vopnafirði hafði óvænt áhrif á bæjarlífið: Sala óhollustu hrundi eftir átak FRÁ VOPNAFIRÐI Heilsuátak starfsfólks HB Granda sést líka í auknum áhuga á útivist. MYND/HBGRANDI VEISTU SVARIÐ? 1. Hvers konar líffæri var grætt í Andemariam Beyene fyrir ári? 2. Hvar verður leikritið Karma fyrir fugla sýnt næsta vetur? 3. Með hvaða félagsliði leikur Aron Pálmarsson handbolta? SVÖR: 1. GERVIBARKI 2. ÞJÓÐLEIKHÚSINU 3. THW KIEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.