Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 11.06.2012, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 11. júní 2012 19 FÓTBOLTI Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við meta- skrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikars- ins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tap- aði 8-0 fyrir FH á sama stað í deild- inni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Kristján sýnir snilli sína í vítakeppnum og það er orðið óhætt að kalla hann konung víta- spyrnukeppna á Íslandi. Kristján hefur nefnilega unnið allar fjórar vítakeppnir sínar í aðalkeppni bik- arsins og þetta var í þriðja sinn sem hann ver tvö víti eða fleiri í víta- keppni. Kristján vann einnig vítakeppni í 8 liða úrslitum 2006, 16 liða úrslit- um 2005 og í 8 liða úrslitum 1995 en í öll þau skipti var hann markvörður KR-liðsins. Kristján hefur gert gott betur en að stoppa vítaspyrnur andstæðing- anna því hann hefur einnig skor- að sjálfur í tveimur vítakeppnum. Kristján hefur samtals varið 8 af 19 vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í vítakeppnum í aðalkeppni bik- arsins en það gerir magnaða 42 pró- sent markvörslu. Kristján komst í hóp með fjórum öðrum markvörðum sem hafa náð að verja þrjú víti í einni vítaspyrnu- keppni en það eru þeir Gunnleifur Gunnleifsson (FH-Breiðablik 3-1, 2010), Amir Mehica (Haukar-Fram 4-3, 2007), Sandor Matus (KA-ÍBV 3-0, 2004) og Þorsteinn Bjarnason (Keflavík-Selfoss 2-1, 1990). Kristján setti einnig nýtt met með því að verða fyrsti markvörðurinn til að verja tvo víti eða fleiri í þrem- ur vítakeppnum. Hann átti áður metið með þeim Bjarna Sigurðssyni (1984 og 1990) og Hauki Bragasyni (1994). KR-ingar hafa sem dæmi farið í eina vítakeppni eftir að Kristján missti sæti sitt í aðalliðinu og sú vítakeppni tapaðist 0-3 á móti Val árið 2007. - óój VELKOMIN Á BIFRÖST Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is Frumgreinanám Nám í frumgreinadeild er góð leið fyrir fólk sem hefur ekki lokið stúdentsprófi, eða verið frá námi í langan tíma, til að bæta grunnmenntun sína áður en ráðist er í háskólanám. - skilvirkur undirbúningur fyrir háskólanám Kristján Finnbogason konungur vítakeppna á Íslandi: Hefur aldrei tapað KRISTJÁN FINNBOGASON Varði þrjú síðustu víti FH-inga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vítakeppnir Krisjáns Finnbogasonar: 2012 með Fylki á móti FH Varði 3 af 5 spyrnur, Fylkir vann 3-2 2006 með KR á móti ÍBV Varði 1 af 4 spyrnum, KR vann 4-2 2005 með KR á móti Víkingi Varði 2 af 7 spyrnum, KR vann 6-5 1995 með KR á móti Þór Ak. Varði 2 af 3 spyrnum, KR vann 3-1 Samtals 4 vítakeppnir - 4 sigrar 8 víti varin af 19, 42 prósent FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frá- bærlega á mjög sterku tugþraut- armóti í Kladno í Tékklandi um helgina en hann fékk 7.898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar bætti sinn besta árangur um 308 stig en hann náði lágmarki inn á EM í Helsinki í lok júní og var aðeins 52 stigum frá því ná lág- marki á Ólympíuleikana í London. Einar Daði varð í þrettánda sæti á þessu móti og er því búinn að bæta sig mikið á einu ári. Hann var með 19. besta árangurinn inn á mótið en það voru bara fjórir kappar sem gerðu betur en hann. Dmitriy Karpov sigraði í þraut- inni með 8.173 stig. Roman Ser- brle frá Tékklandi varð annar og náði lágmarki á Ólympíuleikana í fjórða sinn, með 8.097 stig. Pelle Rietveld frá Hollandi náði einnig Ólympíulágmarki en hann náði 3. sætinu með 8.073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu. „Það gekk bara allt upp. Þetta eru tíu greinar og stundum gerist þetta að allar greinarnar smella. Það er bara frábært að þetta skyldi ganga svona vel því það er ekki sjálfsagt að það gangi svona vel og að maður fari í gegnum þessar tíu greinar án þess að neitt klikki. það þarf mikið til,“ sagði Einar Daði sem var ánægður með þjálfara- liðið sitt. „Ég var meða þrjá með hér úti, Þráinn þjálfara minn sem hefur yfirumsjón með þjálfun- inni, Kristján Gissurarson stang- arstökksþjálfara og Stebba Má (Ágústsson nuddari og aðstoðar- maður) sem er gömul kempa. Það var þvílík stemning hjá okkur og sjúklega gaman,“ sagði Einar. „Ég vissi að þetta væri hægt en það er skemmtilegt að sjá þetta gerast. Það er eitt að vita að þetta sé hægt en það er annað að fram- kvæma þetta. Ég er búinn að vera að einbeita mér að þessu í fyrra og í ár. Það er frábært að það sé að skila sér og þetta er þvílíkt gaman,“ sagði Einar Daði kátur. „Ég hvíldi vel fyrir þessa þraut sem var gott. Ég tók því rólega síðustu vikuna fyrir mót þannig að það væri kraftur í mér. Það skilaði sér greinilega,“ sagði Einar. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslending- ar sem hafa náð flestum stigum í einni tugþraut. Einar Daði bætti besta árangur þjálfara síns Þrá- ins Hafsteinssonar. Þráinn náði mest 7.592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8.573 stig sett í Götzis 1998. Þráinn var ánægður með sinn mann. „Þetta var frábært. Hann hefur fært sig upp á annað getustig í þessu og er kominn í heimsklassaárang- ur. Einar var vel tilbúinn og var búinn að undirbúa sig. Hann hélt einbeitingu allan tímann í gegn- um allar þessar greinar. Það er rosalega erfitt að halda haus í þessu í tvo heila daga,“ sagði Þráinn og bætti við: „Hann bætti sig í hverri grein- inni á fætur ann- arri. Við vissum svo sem að hann ætti inni en það er mjög erfitt að raða því öllu saman í svona flotta þraut. Hann var bara 52 stig- um frá Ólympíulágmarkinu sem eru 7.950 stig en 52 stig er mjög lítið. Hann átti ógilt stökk í lang- stökkinu upp á 7,50 en fór 7,35. Það hefði dugað honum til þess að komast inn á leikana en það mun- aði hálfum sentímetra að hann næði gildu stökki,“ sagði Þrá- inn en Einar Daði mun reyna við Ólympíulágmarkið á EM í Hels- inki 27. til 28. júní. „Það yrði bara bónus að kom- ast til London. Maður er ennþá til- tölulega ungur í þessum tugþraut- arheimi og þetta tekur allt saman tíma. Það væri hrikalega gaman að komast á Ólympíuleik- ana en ég ætla ekki að setja þá pressu á mig eða vera eitthvað að svekkja mig á því að hafa ekki náð því núna,“ sagði E i na r Daði. ooj@frettabladid.is ÞAÐ VAR SJÚKLEGA GAMAN HJÁ OKKUR Einar Daði Lárusson var aðeins 52 stigum frá því að ná lágmarkinu fyrir tugþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í London. Hann bætti sig um 308 stig meðal stóru nafnanna í Kladno og er núna orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.