Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 32
6 • LÍFIÐ 15. JÚNÍ 2012 Barnalán leikur við þau hjónin Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Bubba Morthens en þau eign- uðust gullfallega dóttur þann 7. maí síðastliðinn og eiga því nú saman alls sex börn. Saman eiga þau dótturina Dögun París þriggja ára og fyrir á Hrafn- hildur Isabellu Ósk sjö ára og Bubbi þau Hörð 21 árs, Grétu 19 ára og Brynjar 14 ára. Lífið náði tali af Hrafnhildi í Kjósinni við Meðalfellsvatn þar sem þau hjón búa. Haldið var upp á skírn dóttur þeirra um síðastliðnu helgi en sú litla fékk nafnið Aþena Lind. Hrifin af grískri goðafræði Lífið spurði Hrafnhildi út í nafngift- ina „ Ég hef ávallt heillast af grískri goðafræði og gyðjunni Aþenu sem er visku- og stríðsgyðja Grikkja. Þegar við fjölskyldan vissum að von væri á lítilli stelpu sátum við ófáar kvöldstundir inni í eldhúsi með börnunum og allir fengu að strika undir uppáhaldsnöfnin sín í Mannanafnabókinni. Eftir að nafnið Aþena datt inn hjá okkur kom ekk- ert annað til greina. Nafn Dögunar Parísar kemur einnig fyrir í grískri goðafræði og fannst okkur teng- ingin falleg milli systranna og nöfn- in bæði hljómfögur og sterk.“ Þegar Hrafnhildur og Bubbi voru í brúðkaupsferðinni sinni í París árið 2008 komust þau að því að von væri á litlum gullmola. „París var einnig nafn í uppáhaldi og fannst mér hún kalla það nafn svolítið til sín með því að láta vita af sér í borg ástarinnar. Dögun var einnig gyðja í grískri goðafræði og er fátt feg- urra en að horfa á sólaupprásina – sjá daginn taka við af nóttinni. Hún ber þetta nafn svo sannarlega með rentu því þegar hún brosir þá lýsir hún upp allt í kringum sig. Frá því ég var stelpa langaði mig í litla Isa- bellu og því kom aldrei annað nafn til greina á hana. Systurnar bera því allar gyðju og drottningarnöfn, enda miklar prinsessur. Bubbi býr svo sannarlega í kvennaríki í Kjós- inni,“ segir Hrafnhildur og brosir. Prinsessur sem safna kóngulóm Spurð hvort Aþena Lind líkist ein- hverjum úr fjölskyldunni segir Hrafn- hildur hana mjög líka eldri systir sinni Dögun París. „Ég held samt að þessi verði bláeygð en Dögun er með dökkbrún augu eins og ég. Isabella er með fallega blágræn augu þannig að það er smá keppni milli systranna hvaða lit hún fær en þær keppast við að eiga alls konar hluti í henni. Isabella á tær eins og hún, Dögun eyrun o.s.frv. Þær eru ótrúlega góðar við litlu systur en ég reyndi að undirbúa sérstaklega þá litlu eins og ég gat með því að sýna henni myndir og myndbönd frá því þær voru litlar þannig að þær tengja við þegar þær voru einu sinni mið- punktur athyglinnar. Það hefur einn- ig hjálpað að Aþena er ótrúlega vær og góð og því hefur þetta gengið mjög vel.“ Þrátt fyrir prinsessufansinn segir Hrafnhildur þær systur mikl- ar sveitastelpur. „Þær eru mikl- ar áhugamanneskjur um orma og kóngulær. Dögun París safn- ar kóngulóm þessa dagana og kemur með þær inn í hús og slepp- ir þeim svo aftur út við mikinn fögn- uð mömmu sinnar. Þær tína orma og veiða með pabba í vatninu, gefa hestunum brauð sem búa fyrir ofan húsið okkar Fagraland en handan girðingarinnar er að finna kindur með nýfædd lömb, hesta og kýrn- ar mæta í halarófu og það er hægt að stilla klukkuna eftir því hvenær þær halda aftur heim að Meðalfelli sem er næsti bóndabær.“ Draumur í Kjós Þegar Hrafnhildur er spurð hvernig lífið sé í Kjósinni skortir ekki svörin og ánægjutónninn í röddinni leynir sér ekki. „Það er yndislegt að búa í Kjósinni og vera í svo mikilli snert- ingu við náttúruna og tengingin við sjálfið sterk. Einnig finn ég hvernig böndin á milli okkar í fjölskyldunni styrkjast. Að sjálfsögðu eru kostir og gallar við að vera 45 mínútur að komast í bæinn en kostirnir eru svo margfalt stærri. Það sem mér finnst einnig gott við að búa hér er fólk- ið. Þegar eitthvað ber út af eins og t.d. í vetur þegar allt var ófært út af snjó, þá voru bændur ekki lengi að mæta á traktorum og moka mann út. Þegar eitthvað kemur upp á þá finnur maður hve dýrmætt er að búa í litlu samfélagi þar sem vel- vilji er mikill milli fólks og það dug- legt að hjálpast að.“ Hrafnhildur viðurkennir að það muni óneitanlega um fjölgunina í fjölskyldunni og handtökin væg- ast sagt ófá þessa dagana. „Það er í nógu að snúast hjá okkur en ég ætla að njóta sumarsins fram í fingurgóma eftir langan og snjó- þungan vetur hér í sveitinni. Stelp- DRAUMUR Í KJÓS UPPÁHALDS HREYFINGIN Cross Fit – skemmtilegasta og erfiðasta sem ég hef gert. DEKRIÐ Nudd, fót- og handsnyrting og stelpudagur með vinkonum. MATURINN Inverskur er bestur og verður að vera logandi sterkur. SLÖKUNIN Hugleiðsla er mikilvæg og ég hugleiði á hverjum degi. HEIMASÍÐAN pinterest.com – Þessi síða er snilld en systir mín benti mér á hana. Hugmyndir að öllu milli himins og jarðar. TÍMARITIÐ Lifandi vísindi – elska þessa fróðleiksmola. SJÓNVARPSÞÁTTUR Boardwalk Empire og How I met your mother. Framhald á síðu 8 MYND/ELENA LITSOVA Hrafnhildur og Bubbi með þeim Isabellu Ósk, Dögun París og Aþenu Lind. Laugavegi 178 - Sími: 568 9955 www.tk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.