Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.06.2012, Blaðsíða 16
29. júní 2012 FÖSTUDAGUR Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiði- stjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinn- ar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæða- greiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, inn- köllun og endurúthlutun afla- heimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinn- ar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breyting- um á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harð- vítugt málþóf stjórnarandstöð- unnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Sam- ráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarps- ins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núver- andi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæm- ar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofn- arnir umhverfis landið séu sam- eign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheim- ilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugð- ist verði frekar við áliti mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnu- frelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnota- réttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frum- varpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðana- kannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breyting- ar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efna- hagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikil- vægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórn- málamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikil- væga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verð- ur leitt til endanlegra lykta. Sjávarútvegsmál Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. HVERNIG ER VEÐRIÐ Í DAG? FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag EKTA ÍSLENSKT SUMAR F ÍT O N / S ÍA allt sumar er möguleiki á vinningum sinalco- Töppunum yfir 5.000 vinningar! Í öllum Sinalco-töppum er númer. Settu það inn í sumarleik Góu á Facebook-síðu Góu (www.facebook.com/goa.is) og þú veist strax hvort þú hefur unnið. Allir sem skrá sig gætu svo átt von á risavinningum til viðbótar á FM957 í allt sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.