Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 6
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR6 Kræsingar & kostakjör Léttlopi 228 KR ALLT Á PRJÓNANA Í NETTÓ! Garndeildir Nettó | Reykjanesbær | Grindavík | Egilsstaðir | Akureyri | Mjódd | Grafarvogur | Borgarnes LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu rannsakar nú árás á sex ára dreng síðastliðinn föstu- dag. Lögreglumenn lásu um það í Fréttablaðinu í gærmorgun að þrír piltar hefðu ætlað að stela bolta af dreng í Breiðholti og ráð- ist á hann. Þeir hefðu sparkað í kvið hans og andlit. Í kjölfar fréttarinnar í gær hófst lögreglurannsókn en engin kæra barst lögreglunni vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur embættið ávallt rannsókn leiði líkamsárás til bein- brots. Í þokkabót á barn í hlut. Fréttablaðið greindi frá því í gær að drengurinn hefði bein- brotnað í árásinni en í ljós hefur komið að hann er tognaður og fékk auk þess miklar blóðnasir. Þórarinn Engilbertsson íþrótta- þjálfari kom að árásinni og náði einum gerendanna. Lögregla tók af honum skýrslu í gær en ekki hafði tekist að hafa uppi á foreldr- um gerendanna síðdegis í gær. Þá virðist sem fjölskylda drengsins sem fyrir árásinni varð hafi farið af landi brott um helgina. Vísir greindi frá því í gær að foreldrar fórnarlambsins vilji leita lausna í málinu með for- eldrum piltanna sem réðust svo harkalega á drenginn. Lögreglan vann að rannsókn málsins í allan gærdag án árang- urs. Hún biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband í síma 444-1000. - bþh Lögreglunni hefur ekki orðið ágengt í rannsókn á árás á barn í Breiðholti: Árásin ekki tilkynnt til lögreglu Á LEIKVELLI Árásin á drenginn er litin alvarlegum augum hjá lögreglunni sem rannsakar málið. Myndin tengist frétt- inni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MENNTUN Átta íslenskir nemendur hefja á næstu dögum læknanám í Martin í Slóvakíu en inntökupróf í skólann þar voru haldin hér á landi fyrir skömmu. Ellefu íslenskir stúdent- ar þreyttu inntökuprófið. Átta þeirra stóðust prófið og fá þeir að vera saman í hópi. Runólfur Oddsson, ræðismað- ur Slóvakíu á Íslandi, segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð við námsleiðinni ytra og margir nemendur sem hefja nú sitt síð- asta ár í menntaskóla hafi haft samband og forvitnast um hvort námið verði í boði á næsta ári. „Á næsta ári verður boðið upp á mun fleiri sæti fyrir Íslend- inga,“ segir Runólfur. „HÍ á ekki möguleika á að taka inn nema lít- inn hluta af þeim sem hafa áhuga á þessu námi.“ - bþh Ellefu þreyttu inntökupróf: Átta stúdentar í nám í Martin PORTÚGAL, AP Skógareldar geisa víða í Portúgal vegna langvar- andi þurrka, sem spáð er áfram næstu daga. Stjórnvöld hafa leitað til nokk- urra Evrópuríkja um aðstoð við að halda eldunum í skefjum. Í gær lét bóndi nokkur lífið þegar hann reyndi að slökkva elda við bæ sinn skammt frá Ourem. Einnig varð slys á tveim- ur mönnum þegar þyrla, sem notuð var við slökkvistörf, hrap- aði á svipuðum slóðum. Meira en 1.700 slökkviliðsmenn hafa unnið við slökkvistarfið, með nærri 500 bifreiðar og þrett- án flugvélar til afnota. Portúgalar hafa meðal annars beðið um að fá að láni að minnsta kosti fjórar flugvélar, sem hægt væri að nota til að varpa vatni á eldana. - gb Portúgalar biðja um aðstoð: Erfið barátta við gróðurelda Á að vera ákvæði um þjóð- kirkjuna í stjórnarskránni? JÁ 56,6% NEI 43,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu eldað makríl? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN SKATTUR Skattaskjólsmálum sem komið hafa til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra fjölgar stöðugt og þau eru nú orðin sjö- tíu til áttatíu. „Þessi mál hafa verið að ber- ast embætt- inu jafnt og þétt frá hruni. Mér sý n i s t enn ekkert lát vera á þessu,“ segir Bryndís Kristjánsdótt- ir skattrann- sóknarstjóri. Rannsókn er lokið í rúmlega þrjátíu málum. Tæplega þrjátíu önnur eru til rannsóknar og er rannsókn sumra þeirra langt á veg komin. Til viðbótar bíða tíu til tuttugu rannsóknir, að sögn Bryndísar. Embætti skattrannsóknarstjóra telur að í stærstu málunum hafi ekki verið greiddur skattur af milljörðum króna. „Þetta er frá því að vera tiltölulega lágar fjár- hæðir upp í milljarða. Í flestum tilvikum er um að ræða aðila sem hafa fjárhagslega burði til að geyma fé í skattaskjólum og stofna félög þar. Slíkt kostar tals- vert.“ Bryndís getur þess að af þeim þrjátíu málum sem lokið er hafi verið fallið frá rannsókn í átta tilvikum. Sjö málum hefur verið vísað til sérstaks saksóknara. Búið er að leggja á skatt í lang- stærstum hluta þeirra mála sem lokið er. Nokkrir tugir mála vegna undan skots frá skatti í sambandi við afleiðuviðskipti og gjaldeyris- brask hafa verið til rannsóknar og er henni lokið í flestum þeirra. Í þeim málum hefur einnig verið um háar fjárhæðir að ræða, að því er Bryndís greinir frá. Hún segir hluta skattaskjóls- málanna hafa komið upp á yfir- borðið í kjölfar kreditkortamáls- ins svokallaða. „Ríkisskattstjóri óskaði eftir yfirliti frá kreditkortafyrirtækj- unum yfir aðila sem væru með erlend kreditkort hér. Meðal þeirra reyndist vera töluverður fjöldi Íslendinga. Það var hins vegar ekki nóg að fá upplýsingar um notkunina á Íslandi. Talið var að ef menn væru að nota nokkr- ar milljónir hér þá væri notkunin væntanlega ekki minni erlendis.“ Tengsl eru milli sumra skatta- skjólsmálanna. „Ýmis gögn og upplýsingar varðandi sum mál- anna hafa leitt okkur inn í önnur.“ Bryndís segir langflest mál- anna tengjast Lúxemborg. „Það hefur mikið farið í gegnum skattaskjólsfélög stofnuð þar eða í gegnum bankana þar þótt félögin tengist til dæmis Tortóla eða öðrum skattaskjólum.“ Embætti skattrannsóknarstjóra fær ekki upplýsingar frá Lúxem- borg en Bryndís vonast til að breyting verði á. „Það er búið að gera viðbætur við tvísköttunarsamninginn sem ættu að leiða til þess að hægt verði að fá upplýsingar frá tekju- árinu 2011. Við höfum gert samn- inga ásamt öðrum norrænum ríkjum við mörg af skattaskjól- unum. Hins vegar er ágreining- ur við til dæmis Bresku Jóm- frúareyjarnar um hversu langt aftur samningurinn eigi að gilda. Þeirra skilningur er að hann gildi ekki aftur fyrir gildistöku samn- ingsins.“ Það er ekki bara skortur á upp- lýsingum sem tafið hefur rann- sókn skattaskjólsmálanna heldur einnig skortur á starfsmönnum. „Sá viðbótarmannskapur sem við fengum fyrir þetta ár og síð- asta ár hefur skipt sköpum en við þurfum fleiri.“ ibs@frettabladid.is Skattaskjólsmálum fer enn fjölgandi Ekkert lát virðist vera á skattaskjólsmálum, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. Hátt í átttatíu mál komið til rannsóknar frá hruni. Skattur ógreiddur af milljörðum króna. Sjö málum vísað til sérstaks saksóknara. BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR skattaskjólsmál hafa komið til rannsóknar hjá emb- ætti skattrannsóknarstjóra í kjölfar bankahrunsins. Lokið er rannsókn á rúmlega þrjátíu málum.70 SKATTASKJÓL ÍSLENDINGA Þræðir mála sem verið hafa til rannsóknar hjá embætti skattrannsóknarstjóra hafa legið til skatta- skjólanna sem merkt eru á kortinu hér fyrir ofan. Marshall-eyjar í Kyrrahafi vantar á kortið. Mön Jersey Lúxemborg Liechtenstein Kýpur Ísland Bresku Jómfrúareyjar Panama Belize Delaware Heimild: Embætti skattrannsóknarstjóra

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.