Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 12
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR12 Fornleifarannsóknir á Hrafnseyri við Arnarfjörð Fornleifafræðirannsóknir fara nú fram á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Er það liður í verkefni Fornleifa deildar Náttúrustofu Vestfjarða sem ber heitið Arnarfjörður á miðöldum. Þótt rannsak- endur hafi orðið margs vís- ari dylst margur leyndar- dómurinn enn í hjúpi sínum. Hvar liggur Hrafn, sem stundum er nefndur fyrsti læknir okkar Íslendinga? Hvar var virki hans? Og af hverju var miðaldakirkju- garðurinn færð- ur? Er eitthvað til í því að hann hafi vanhelgast þegar prestur var drepinn í miðri guðsþjón- ustu? Margur gæti haldið að af nógu væri að taka þegar forn- leifafræðingar taka sig til og opna miðaldagrafir. Sú er þó ekki raunin á Hrafnseyri í Arnarfirði. Margrét Hrönn Hallmunds- dóttir fornleifafræðingur, sem fer fyrir rannsakendum fyrir vestan, segir að vegna slæmra skilyrða í jarðvegi hafi lítið verið eftir af jarðneskum leifum í þeim gröfum sem opnaðar hafa verið. „Tvær voru alveg tómar og í annarri voru bara tennur,“ segir hún. En heppnin var líka í för með þeim því undir steini einum í einni gröfinni stóð kjálki nokkur af sér ágang tímans. Hann hefur nú verið sendur til aldursgreiningar og vonast Margrét til að hún liggi fyrir í vetur. En Margrét Hrönn og lið hennar hafa ekki aðeins verið að hrófla við gömlum gröfum. „Í ágúst hófust rannsóknir aftan við kirkju- garðinn,“ segir hún. „Rannsóknar- spurningar sumarsins snúa meðal annars að því að staðsetja miðalda- byggðina á Hrafnseyri en síðasta byggð var ofan við núverandi kirkju.“ Í sumar komu að sögn Margrétar í ljós tvö eldstæði og eins lítið hús ásamt voldugum tún- garði þar sem stórgrýti er í und- irstöðum og torf í veggnum sem hefur verið tveir metrar á breidd. Vegginn á að rannsaka betur næsta sumar. Ekki skortir tilgáturnar um það sem þarna hefur fundist. Hrafn, sá er eyrin heitir eftir, var höfð- ingi mikill eins og lesa má í Sturl- ungu en hann var einnig fær læknir. „Hann er meðal annars frægur fyrir það að hafa tekið úr manni þvagsteina og sjúklingurinn lifði það af,“ segir Margrét Hrönn. Hrafn var vinsæll maður enda höfðingi heim að sækja, læknaði hann hvern þann er sjúkur leitaði til hans og tók aldrei gjald fyrir. En það var vandlifað á Sturlunga- öld og jafnvel hinir vænstu menn eignuðust svörnustu óvini. Þorvaldur Snorrason Vatns- firðingur taldi sig eiga sökótt við Hrafn svo hann sótti að honum árið 1213. Það var þó ekki heigl- um hent því Hrafn hafði reist virki nokkuð við hús sitt. „Ef ég leyfi mér að vera svolítið rómantísk þá er aldrei að vita nema túnveggurinn, sem við fundum í sumar, sé einmitt þetta virki,“ segir Margrét Hrönn. Það virki dugði þó ekki betur en svo að Þorvaldur leiddi Hrafn út og var hann hálshöggvinn. Sagt er að hann hafi borið sig karlmannlega. Margrét Hrönn nýtur meðal annars liðsinnis tíu fornleifa- fræðinema frá háskólum á Bret- landi við að komast að þessum minjum fyrri alda. Túngarður eða virkisveggur? Miðaldakirkjugarðurinn á Hrafnseyri er fyrir neðan núverandi kirkju. Vanga- veltur hafa verið uppi um af hverju hann hafi verið lagður niður á sínum tíma. Ekki skortir tilgáturnar, en sú svæsnasta er á þann veg að Gvendur nokkur, óvildarmaður guðsmannsins á staðnum, hafi skotið á prestinn af boga sínum og það í miðri guðsþjónustu. Á staðurinn að hafa saurgast af blóði prestsins við vígið. Hefur bogi þessi verið hið kröftugasta vopn því Gvendur er sagður hafa skotið í gegnum kirkjuhurðina. Á hann að hafa staðið á holti einu þegar hann lét örina fljúga og heitir síðan holt þetta Gvendarholt. Frá þessu segir í bók Böðvars Bjarnasonar sem gefin var út árið 1961. Þar segir reyndar að þessi munnmælasaga sé mjög úr lagi færð þó svo hún kunni ef til vill að styðjast við einhvern sögulegan grundvöll. Svæsnasta kenningin um kirkjugarðinn KJÁLKINN FORNI Það eina sem tímans tönn náði ekki að tyggja til tortímingar var þessi kjálki sem nú hefur verið sendur til aldursgreiningar. MIÐALDAKIRKJUGARÐURINN Á HRAFNSEYRI Enginn veit fyrir víst af hverju þessi miðaldakirkjugarður var lagður af, en tilgáta er uppi um að það hafi gerst eftir að presturinn á staðnum var myrtur fyrir framan söfnuð sinn. MYNDIR/MARGRÉT HRÖNN HALLMUNDSDÓTTIR MARGRÉT HRÖNN HALL- MUNDSDÓTTIR Jón Sigurður Eyjólfsson jse@frettabladid.is Ný sending á frábæru tilboðsverði! ÁTTU VON Á GESTUM? 20% afsláttur í sept. Lingen svefnsófi TILBOÐ AÐEINS Kr. 99.000,- Verð áður 123.750,- Góð svampdýna Breidd: 200 cm Dýpt: 120 cm

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.