Fréttablaðið - 04.09.2012, Síða 14
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR14
Jón Margeir fagnaði vel og
innilega eftir að hafa tryggt
sér gullið í 200 metra skrið-
sundi. Þetta eru fyrstu verð-
laun Íslendings á Ólympíu-
móti síðan í Aþenu 2004.
Íslenska þjóðin samfagnaði Jóni
Margeiri Sverrissyni þegar hann
tryggði sér gullverðlaunin í 200
metra skriðsundi í flokki hreyfi-
hamlaðra með nýju heimsmeti á
Ólympíumóti fatlaðra í London á
sunnudag.
Þetta eru fyrstu verðlaun
Íslendings á Ólympíumóti fatlaðra
síðan í Aþenu árið 2004. Þá vann
sundkonan Kristín Rós Hákon-
ardóttir gull og brons og sprett-
hlauparinn Jón Oddur Sigurðsson
hlaut tvenn silfurverðlaun.
Tárin runnu í stríðum straum-
um þegar Jóni Margeiri var
innilega fagnað af fjölskyldu og
vinum að sundi loknu, enda var
hann þar að uppskera ríkulega
eftir áralanga taumlausa vinnu.
Auk þess flykktust tugir aðdá-
enda um kappann sem hafði ekki
undan að skrifa eiginhandarárit-
anir.
Þrír íþróttamenn eru í íslenska
hópnum auk Jóns Margeirs, sund-
konan Kolbrún Alda Stefáns-
dóttir og frjálsíþróttafólkið Matt-
hildur Ylfa Þorsteinsdóttir og
Helgi Sveinsson.
Matthildur keppir í 200 metra
hlaupi á morgun, Jón Margeir og
Kolbrún Alda stinga sér aftur
í laugina á fimmtudaginn og á
föstudag keppir Helgi í 100 metra
hlaupi og spjótkasti.
thorgils@frettabladid.is
Sigurvíma sundkappans Jóns Margeirs
SIGURREIFUR Jón Margeir kom í fyrstur í mark í 200 metra skriðsundi á nýju heimsmeti, 1:59,62 mínútum. Hann fagnaði að
vonum vel. NORDICPHOTOS/GETTY
Á FLJÚGANDI FERÐ Jón Margeir náði fljótt forystu í sundinu. Keppinautar hans sóttu
að honum á lokasprettinum, en glæstur sigur vannst að lokum. MYND/JÓN BJÖRN
VIÐ ENDAMARKIÐ Kolbrún Alda Stefánsdóttir
kemur hér í mark. Hún keppir á ný á fimmtudag.
MYND/JÓN BJÖRN
LANGSTÖKK Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir keppir hér í langstökki. Hún lenti
í áttunda sæti, en hún er einungis fimmtán ára og á því sannarlega fram-
tíðina fyrir sér. MYND/JÓN BJÖRN
KEPPENDUR MEÐ RÁÐHERRA Ísland sendir fjóra keppendur til leiks á Ólympíumótið.
Hér er íslenski hópurinn með velferðarráðherra í móttöku í sendiráðinu í London.
MYND/JÓN BJÖRN
STOLTIR FORELDRAR AFREKSMANNS Foreldrar Jóns Margeirs fögnuðu stráknum að sjálfsögðu innilega eftir gullsundið. Marg-
menni dró að og vildu tugir aðdáenda heilsa upp á nýkrýndan meistara. MYND/JÓN BJÖRN
Íslenskir keppendur gera það gott á Ólympíuleikum fatlaðra sem fer fram í London