Fréttablaðið - 04.09.2012, Qupperneq 30
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR26
timamot@frettabladid.is
36
Við þökkum innilega samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR
áður til heimilis að Hlaðbæ 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til allra á Dvalarheimilinu
Fellaskjóli í Grundarfirði fyrir hlýju og góða
umönnun.
Anna Margrét Marísdóttir Þorbergur Eysteinsson
Kristín Marísdóttir
Guðmundur Marísson
Guðrún Marísdóttir Daði Sveinbjörnsson
Ólöf Hulda Marísdóttir
Kári Marísson Hrafnhildur Kristjánsdóttir
Katrín Marísdóttir
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
bróðir og afi,
ARNÓR ÞÓRHALLSSON
verkfræðingur,
Reynihlíð 5, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 26. ágúst. Útför hans fer
fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
5. september kl 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum.
Ingibjörg Hrund Björnsdóttir
Lilja Birna Arnórsdóttir Guðjón Karl Reynisson
Þórhallur Arnórsson Sigríður Sunna Ebenesersdóttir
Björn Lárus Arnórsson Arnheiður Leifsdóttir
Birgir Már Arnórsson
Áslaug Bennie Þórhallsdóttir
Þórhildur Þórhallsdóttir
Ingibjörg Erla Birgisdóttir
Magnús Birgisson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
GUÐFINNA JÓNA HANNESDÓTTIR
frá Melbreið í Fljótum,
Arnarheiði 8, Hveragerði,
lést 24. ágúst síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd fjölskyldna okkar,
Alda Sigurðardóttir
Berglind Sigurðardóttir
Hrefna Sigurðardóttir
Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir
Kjartan Reynir Sigurðsson
Miðhraun 22 b, 210 Garðabæ, Sími 571 0400 granit@granit.is
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns,
föður, sonar, bróður, mágs, svila,
tengdasonar og barnabarns,
JÓNASAR EGILSSONAR
skipstjóra,
Dúfnahólum 2.
Brynhildur Hall
Sigrún Hall
Sylvía Hall
Egill Jónasson
Aðalheiður Hannesdóttir
Hannes Ingi Jónsson Signý Knútsdóttir
Borgþór Egilsson Arna Ásmundardóttir
Garðar Hall Rannvá Kristina Hall
Sigrún Jónsdóttir
Hulda Þórhallsdóttir
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
MARTIN LEONARD GRABOWSKI
læknir,
lést á Helsingborgs Lasarett, Svíþjóð,
22. júlí sl. Útför hans verður gerð frá
Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn
5. september kl. 15.00. Þeim sem vildu
minnast hans er bent á krabbameinsdeild
Landspítala, Heimahlynningu og Parkinsonsamtökin eða önnur
líknarfélög.
Guðrún Rósa Sigurðardóttir
Eydís Anna Martinsdóttir
Hafdís María Martinsdóttir
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS BJARNFREÐSSON
fréttamaður,
Logasölum 5, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 30. ágúst. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju föstudaginn 7. september
kl. 13.00.
Guðrún Árnadóttir
Guðjón Magnússon og Sigrid Hálfdánardóttir
Árni Magnússon og Berglind Bragadóttir
Páll Magnússon og Aðalheiður Sigursveinsdóttir
Ingibjörg Magnúsdóttir og Skúli Geir Jensson
og barnabörn.
Umhverfis Íslands er heiti bókar
Pjeturs Sigurðssonar, ljósmyndara
Fréttablaðsins, sem er nýkomin úr
prentun. Bókin er gefin út til styrktar
Davíð Erni Arnarssyni og fjölskyldu
hans en Davíð Örn glímir við krabba-
mein og hefur þess vegna verið frá
vinnu í nokkur ár.
„Bókin varð þannig til að ég fór í
útsýnisflug með Landhelgisgæslunni
síðastliðið vor. Ég átti von á stuttri
flugferð hér yfir Suðvestur horninu en
raunin varð sú að við fórum í kring-
um landið og flugið tók um sjö klukku-
tíma. Allan tímann var ég með mynda-
vélina á lofti og afrakstur ferðarinnar
var því ansi mikill. Nokkrar mynd-
anna birtust svo í Fréttablaðinu og á
Vísi og vöktu mikla athygli. Sjónar-
hornið er kannski nokkuð óvenjulegt,
á myndunum má sjá strandlengju
Íslands nokkurn veginn eins og hún
leggur sig, firði og fjöll og það sem
fyrir augu bar án þess að því væri rit-
stýrt sérstaklega,“ segir Pjetur sem
fékk frábært útsýni á hringförinni
enda varla ský á himni þegar hann fór
í ferðina. „Ég myndaði í 3.500 feta hæð
og sýnin yfir fjöllin og lands lagið var
PJETUR SIGURÐSSON: ÁGÓÐI NÝRRAR BÓKAR RENNUR TIL DAVÍÐS ARNAR
Umhverfis Ísland í 83 myndum
PJETUR SIGURÐSSON Útsýnisflug með Landhelgisgæslunni varð að bók sem Pjetur selur til styrktar Davíð Erni Arnarssyni sem glímir við
krabbamein. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÚTGÁFUHÓF
MUGISON, ÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON á afmæli í dag.
„Besta leiðin til að segja takk er að spila tónlist.“
Útgáfu- og styrktarhóf vegna bókar
Pjeturs Sigurðssonar, Umhverfis Ísland,
verður haldið á Gullöldinni í Grafarvogi
á fimmtudagskvöld. Þar verður hægt
að kaupa bókina, sem kostar 3.500
krónur. Allur ágóði bókarinnar rennur
til Davíðs Arnar Arnarssonar og fjöl-
skyldu hans. Einnig er hægt að hafa
samband beint við Pjetur í netfangið
pjetur@365.is til að tryggja sér eintak
af bókinni sem gefin er út í takmörkuðu upplagi.
stórbrotin. Ferðin var farin um mán-
aðamótin apríl-maí og víða var snjóföl
yfir landinu sem skerpir allar línur í
landinu. Þá var ekki farið að grænka
og fyrir utan hvítan snjóinn eru brún-
leitir tónar mest áberandi í lands-
laginu.“
Eftir að myndirnar birtust kviknaði
sú hugmynd að gefa þær út á bók. „Í
fyrstu kom til greina að gefa þær út
hjá bókaforlagi en þegar sú hugmynd
datt upp fyrir ákvað ég að ráðast í
málið sjálfur og gefa út bók til styrktar
góðu málefni,“ segir Pjetur, sem fljót-
lega afréð að styrkja Davíð Örn og
fjölskyldu. „Davíð Örn var stuðnings-
kennari í bekk fósturdóttur minnar,
Elfu, hann býr hér í Grafar vogi eins
og ég og er mikill stuðningsmaður
Fjölnis. Davíð Örn hefur ekki getið
unnið um langt skeið vegna krabba-
meins sem hann glímir við og sömu-
leiðis hefur kona hans verið mikið frá
vinnu. Þau hafa verið að glíma við að
koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sig og
börnin sín tvö og ágóðinn af sölu bók-
arinnar rennur allur til þeirra.“
sigridur@frettabladid.is
Töðugjöld verða í Viðey næsta laugardag,
8. september. Þá verður uppskeru sum-
arsins fagnað að hætti Viðeyinga með
þakkargjörð, tilsögn í prúðmannlegri
framkomu, fróðleik um kartöflur, haust-
réttum í pottum og ljósmyndasýningu.
Mikil ánægja hefur verið á meðal
gesta sem sótt hafa eyjuna heim í
sumar, nánast allir segjast myndu
mæla með ferð þangað að því er
fram kemur í könnunum sem lagðar
voru fyrir úrtak gesta í júní og júlí.
Vel yfir fjórtán þúsund gestir komu í
Viðey fyrstu sjö mánuði ársins og voru
Íslendingar fjölmennastir eða tæplega
fjörutíu af hundraði. Mikið hefur verið
lagt upp úr að auka þjónustu við gesti í
Viðey með vegvísum með fróðleik um
eyjuna. Tekið er á móti skólabörnum
þar á vorin, flestar helgar sumarsins
er eitthvað að gerast og veitingahúsið í
Við eyjar stofu hefur verið opið alla daga
vikunnar. Skemmti- og fróðleiksgöngur á
þriðjudagskvöldum hafa verið vinsælar
og fullt út úr dyrum á tónleikum .
Stefnt er að því að halda tónleika
einn fimmtudag í mánuði fram eftir
vetri. Viðeyjarferjan siglir alla daga
vikunnar út í eyju allan september,
eftir það mun hún sigla um helgar.
Viðey er viðkomustaður margra
TÖÐUGJÖLD Uppskeru sumarsins verður
fagnað í Viðey næsta laugardag, 8. september.