Fréttablaðið - 04.09.2012, Page 32
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR28
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson hlaut
gullverðlaun í réttstöðulyftu í yfir-
þungavigt á Heimsmeistaramóti ung-
linga sem haldið var í Póllandi um
helgina og setti Íslandsmet unglinga
í bekkpressu. Júlían lyfti 325 kílóum
í réttstöðulyftu sem tryggði honum
heimsmeistaratitilinn. „Mér líður rosa-
lega vel. Ég bjóst eiginlega ekki við
þessu því ég tognaði í mjóbaki á mikil-
vægum tíma í undirbúningnum fyrir
leikana. En ég stefndi á að ná góðum
árangri,“ sagði Júlían, sem var á flug-
velli í London á leið heim til Íslands
þegar Fréttablaðið sló á þráðinn.
Júlían er 19 ára gamall og hefur æft
kraftlyftingar í fjögur ár hjá kraftlyft-
ingadeild Ármanns. „Ég var í körfu-
bolta áður fyrr en ákvað að prófa
kraftlyftingar, man nú eiginlega ekki
af hverju það var. En ég fann mig mjög
vel um leið og ég byrjaði að æfa. Held
að það sé út af því að maður er alltaf að
byggja sig upp og finnur og sér árang-
urinn jafn óðum.“
Júlían keppti í yfirþungavigt sem
er flokkur þeirra sem eru þyngri en
120 kíló. „Ég byrjaði auðvitað í léttari
flokkum en er nú kominn í minn rétta
flokk,“ segir Júlían sem æfir sjö
sinnum í viku að meðaltali, stundum
minna og stundum meira. „Mér gengur
bara mjög vel að sameina æfingarnar
náminu en ég er á síðasta ári í MH en
þar legg ég stund á nám á félagsfræði-
braut.“ Spurður hvort hann viti um
fleiri nema í MH sem séu í kraftlyft-
ingum kveður hann nei við. „Ég held ég
sé eini nemandinn í skólanum í þessu.
En félagar mínir eru flestir í kraftlyft-
ingum,“ segir Júlían að lokum.
sigridur@frettabladid.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR HELGASON
húsgagnabólstrari,
Lautasmára 1,
áður Laugateigi 8, Reykjavík,
lést á Dvalarheimilinu Skjóli, laugardaginn
1. september. Útförin auglýst síðar.
Guðbjörg Þórarinsdóttir
Helgi Gunnarsson Linda Ósk Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR ÞORBJÖRNSDÓTTIR
áður til heimilis að Mörk í Garði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi,
Faxabraut 13, Keflavík, þriðjudaginn
28. ágúst. Útför hennar fer fram frá
Útskálakirkju, fimmtudaginn
6. september kl. 13.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hlévangs
fyrir góða og kærleiksríka umönnun sem verður seint þakkað.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ægir Guðlaugsson
HULDA SVEINSSON
læknir
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni
sunnudaginn 19. ágúst. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur.
Ástkær systir okkar, amma og frænka,
SÓLVEIG GÍSLADÓTTIR
frá Helluvaði í Mývatnssveit,
er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til
starfsfólksins á deild B-2 á Landspítalanum
í Fossvogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Auður Gísladóttir
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞRÁINN KRISTINSSON
fyrrverandi skipstjóri,
Fagrahjalla 3, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 30. ágúst. Útförin fer fram
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn
6. september kl. 15.00.
Björg Helgadóttir
Þorbjörg Þráinsdóttir Magnús Ásgeirsson
Geir Þráinsson Kristín Sigurðardóttir
Halldór Þráinsson Steinunn Þ. Júlíusdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi,
SVEINBJÖRN JAKOBSSON
Móabarði 30,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
2. september. Jarðarförin verður
auglýst síðar.
Nanna Jakobsdóttir
Hildur Sveinbjörnsdóttir
Sindri Sveinbjörnsson
Hjörleifur Sveinbjörnsson
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN BERNHARD THOMPSON
Næfurási 10, Reykjavík,
lést föstudaginn 31. ágúst á Landspítalanum
við Hringbraut, deild 11.
Valdís Helgadóttir
Helena Vigdís Kristjánsdóttir Óskar Jónsson
Hrönn Jónsdóttir Stefán Ingi Óskarsson
afa- og langafabörn.
GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON
rithöfundur og náttúrufræðingur,
Neskinn 1, Stykkishólmi,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík, fimmtudaginn 6. september
kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast GPÓ er
bent á Auðlind Náttúrusjóð, bankareikningur
0325-13-301930, kennitala: 580408-0440.
Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á audlind.org.
Ingunn K. Jakobsdóttir
Blær Guðmundsdóttir Finni Jóhannsson
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir Ragnar B. Jóhannsson
Halla B. Guðmundsdóttir Mads Thygesen
Rökkvi Steinn, Salka og Þórkatla
Atli Þór Sveinbjarnarson hreppti silfurverðlaun á Ólymp-
íuleikum framhaldsskólanema í eðlisfræði sem fram
fóru í sumar og er það í fyrsta sinn sem Íslendingur fær
silfur verðlaun á leikunum. Atli og félagar hans í liði
Íslands náðu besta árangri sem Íslendingar hafa náð
hingað til og hlutu tvær viðurkenningar, eitt brons og
silfurverðlaunin.
Auk Atla Þórs voru í liði Íslands Freyr Sverrisson,
Hólmfríður Hannesdóttir, Pétur Rafn Bryde og Stefán
Alexis Sigurðsson. Stefán og Pétur fengu viðurkenn-
ingar og Hólmfríður bronsverðlaun fyrir þátttöku sína.
Þau hafa öll stundað nám í Menntaskólanum í Reykjavík
nema Pétur sem er úr Borgarholtsskóla. Farar stjórar
voru eðlisfræðingarnir Ingibjörg Haraldsdóttir, for-
maður landskeppninnar í eðlisfræði og Martin Swift,
þjálfari liðsins.
Ísland tók nú þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði í 29.
sinn. Ólympíuleikar sumarsins eru þeir 43. í röðinni og
voru þeir haldnir í borgunum Tallin og Tartu í Eistlandi.
Þess má geta að Íslendingar og Finnar stóðu sig best
liða frá Norðurlöndum og mun betur en keppendur frá
hinum löndunum.
Silfurverðlaun í eðlisfræði
ÁNÆGÐ MEÐ ÁRANGURINN Keppendur og aðstandendur voru heiðr-
aðir af Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra fyrir
árangur sinn á Ólympíuleikunum í eðlisfræði.
Samanlagður árangur Júlíans Jóhanns
Karls Jóhannssonar var 880 kíló. Það
er nálægt hans besta árangri sem er
882,5 kíló. Það skilaði honum fimmta
sæti í samanlögðum árangri þátt-
takenda.
Júlían lyfti 320 kílóum í hnébeygju sem
var undir væntingum, 245 í bekkpressu
sem er nýtt Íslandsmet unglinga og
svo 315 kílóum í réttstöðulyftu þar sem
hann vann gullverðlaun sem fyrr segir.
Sigurvegari í samanlagðri yfirþungavigt
varð Arron Gonzales frá Bandaríkj-
unum en hann lyfti 977,5 kílóum.
Þess má geta að aldursflokkurinn sem
Júlían keppti í eru 19 til 23 ár og var
hann því með þeim yngri í sínum flokki
enda bara 19 ára gamall.
LYFTI 880 KÍLÓUM
JÚLÍAN JÓHANN KARL JÓHANNSSON: HEIMSMEISTARI Í RÉTTSTÖÐULYFTU
Óttaðist að bakmeiðsl kæmu
í veg fyrir góðan árangur
HEIMSMEISTARI UNGLINGA Á VERÐLAUNAPALLI Júlían Jóhann Karl Jóhannsson fagnar heimsmeistaratitli í réttstöðulyftu á Heimsmeistaramóti
unglinga sem haldið var í Póllandi.
Merkisatburðir
476 Rómúlus Ágústus, síðasti keisari Vestrómverska ríkisins,
rekinn í útlegð.
1882 New York-borg raflýst fyrst allra borga í heiminum að til-
stuðlan uppfinningamannsins Edisons.
1888 Jón Árnason, brautryðjandi á sviði söfnunar og
skráningar íslenskra þjóðsagna, lést 69 ára gamall.
1943 Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness kemur út og
hlýtur mjög góðar viðtökur.
1969 Björgvin Halldórsson 18 ára kosinn poppstjarna ársins á
popphátíð í Laugardalshöll í Reykjavík.
1973 Menntamálaráðherra ákveður að fella brott bókstafinn z
úr opinberu íslensku ritmáli.
1998 Google stofnað af Larry Page og Sergey Brin, nemendum
við Stanford-háskóla.