Fréttablaðið - 04.09.2012, Page 38
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 34
menning@frettabladid.is
Geðshræringar í sögu, tengslum
manna á milli og bókmenntum
er efni fyrirlestrar sem breski
sálfræðingurinn og rithöfund-
urinn Keith
Oatley held-
ur í Háskóla
Íslands á
morgun.
Keith Oat-
ley er þekktur
víða um lönd.
Hann hefur
meðal annars
fengist við
rannsóknir
á sjónskynj-
un, gervigreind og faraldssál-
fræði en er ekki síst þekktur
fyrir rannsóknir sínar og skrif
um geðshræringar og tilfinn-
ingar. Í erindi sínu fjallar hann
um hvernig hugmyndir og kenn-
ingar um geðshræringar hafa
þróast og breyst í líffræði-,
sálfræði- og bókmenntarann-
sóknum en hann telur lestur
skáldskapar stuðla að auknum
skilningi manna á öðrum.
Fyrirlesturinn er öllum
opinn. Hann verður í stofu 104
á Háskólatorgi og stendur frá
11.40 til 13.10.
Um gagn
bókmennta
fyrir sálfræði
Leitinni að höfundi Njálu er
lokið að sögn Einars Kára-
sonar rithöfundar. Hann
segir nánast hafið yfir vafa
að Sturla Þórðarson, aðal-
persónan í Skáldi, lokabindi
þrílógíu hans um Sturlunga-
öld, hafi varið síðustu ævi-
árunum í skriftir á þessari
frægustu bók Íslandssög-
unnar.
„Þetta er þriðja bók mín um þrett-
ándu öldina og kannski aðalbók-
in, því að þessu sinni er umfjöll-
unarefnið ekki borgarastríðið og
hörmungarnar sem því fylgdu
heldur skáldskapurinn, en eins og
við vitum voru á þeirri öld samin
ótrúleg snilldarverk á Íslandi,“
segir Einar Kárason rithöfund-
ur um lokabindi þrílógíunnar um
Sturlungaöldina sem væntanlegt
er á markað eftir rúman mánuð.
Bókin heitir Skáld og aðal persónan
er Sturla Þórðarson, rithöfundur
með meiru, sem Einar segir nán-
ast óhrekjandi sannanir fyrir að
hafi verið höfundur Njálu. „Ég
var að skrifa grein sem birtist
í Skírni og þeir sem hana hafa
lesið segja mér að það sé nánast
orðið hafið yfir vafa að Sturla hafi
skrifað Njálssögu. Sturla skrifaði,
eins og við vitum, Íslendingasögu
og þegar að er gáð virðist Njáls-
saga byggja á henni að miklu leyti,
vera nokkurs konar bókmennta-
leg aðlögun af þeirri bók. Báðar
bækurnar skiptast í nákvæmlega
sams konar efnisparta. Fyrsti hluti
beggja bókanna fjallar um upp-
gang íslensks höfðingja sem ber
af öðrum mönnum fyrir fríðleik
og líkamlegt atgervi, en gerir sig
síðan sekan um ofdirfsku og hlýð-
ir ekki ráðum sér vitrari manna.
Sankar að sér of mörgum voldug-
um óvinum sem koma sér saman
um að fella hann. Þar á ég auðvitað
við þá Sturlu Sighvatsson og Gunn-
ar á Hlíðarenda.
Annar hluti beggja bókanna
fjallar um að upp er komin hættu-
leg staða, þegar undangengin víg
kalla á blóðhefndir, en það er gerð
tilraun til sátta án blóðsúthellinga.
Í báðum bókunum virðist það ætla
að takast en þá kemur kona og rag-
manar lykilmann til að ganga á
gerðar sættir og hefna með blóði
og eldi, sem verður niður staðan.
Það farast jafnmargir í báðum
eldsvoðunum, ætlunin er að drepa
fjóra menn í bæði skiptin en einn
af þeim sleppur. Lokakaflinn í
báðum bókunum er síðan hefndar-
kafli þar sem sá sem sleppur úr
eldinum leitar hefnda. Það er líka
mjög merkilegt að allar tölur passa
saman, til dæmis eru í báðum til-
fellum farnir tveir hefndarleið-
angrar, átta menn falla í þeim
fyrri og fimm í þeim seinni, og
svona mætti lengi telja.“
Læturðu skáldið þá sitja við að
skrifa Njálu í nýju bókinni? „Ég tel
að það hafi hann gert á sínum síð-
ustu árum, já. Hann kom heim með
mikla tignarstöðu sem lögmað-
ur yfir öllu landinu, en í ferðinni
hafði hann skrifað Magnúsarsögu
lagabætis og konungur launað
honum svo vel fyrir að hann átti
allt í einu fullt af peningum. Þann-
ig að í stað þess að vera áfram í
ati samtímans ákveður hann að
flýja landið og flytur í Fagurey á
Breiðafirði. Þar var hann síðustu
sex árin í friði við að skrifa. Þessi
ár eru 1278 til 1284 og nokkurn
veginn allir fræðimenn sem reynt
hafa að tímasetja ritunartíma
Njálu hafa staðnæmst við ártalið
1280.“
fridrikab@frettabladid.is
Sturla skrifaði Njálu –
það er nánast óhrekjandi
SKÁLDIÐ Umfjöllunarefni lokabindis þrílógíu Einars Kárasonar um þrettándu öldina er ekki styrjöld og hörmungar Sturlungaaldar
heldur skáldskapurinn og höfundur Njálu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistar-
maður hlaut verðlaunafé og viður-
kenningu úr Listasjóði Guðmundu
S. Kristinsdóttur á laugardag
fyrir framlag sitt á sviði. Lista-
maðurinn Erró afhenti Ósk viður-
kenninguna og verðlaunaféð við
athöfn í Hafnarhúsinu. Sjóðinn
stofnaði hann til minningar um
móðursystur sína, Guðmundu, í
þeim tilgangi að efla og styrkja
listsköpun kvenna en þetta var í
þrettánda sinn sem styrkur var
veittur úr sjóðnum.
Ósk Vilhjálmsdóttir er fædd
í Reykjavík árið 1962 og lærði
myndlist í Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands og síðar Hoch-
schule der Künste í Berlín. Hún
hefur haldið fjölda einkasýninga
og tekið þátt í samsýningum, bæði
hér heima og erlendis. Í umsögn
dómnefndar segir að Ósk fari
eigin leiðir í list sinni og að verk
hennar fjalli mörg um hnattvæð-
ingu, samspil manns og náttúru
og neysluhyggju samtímans. Hún
hafi vakið athygli með magnaðri
innsetningu í Hafnarhúsi í fyrra
þar sem hún nánast fyllti sýning-
arrýmið með upplýstum skips-
skrokk. „[M]eð þessum styrk vill
dómnefndin hvetja Ósk til áfram-
haldandi stórvirkja.“
Erró styrkir Ósk Vilhjálmsdóttur
ERRÓ OG ÓSK Erró afhenti Ósk verðlaunaféð og viðurkenninguna i Hafnarhúsinu á
laugardag.
Ljósmyndasýningin Utan Hring-
brautar eftir Einar Jónsson verð-
ur opnuð í kaffihúsi Gerðubergs
á morgun.
Á sýningunni eru myndir sem
eiga það sameiginlegt að vera af
höfuðborgarsvæðinu utan Hring-
brautar. Yfirskrift sýningarinn-
ar vísar til þess að á milli stríða
var Reykjavík umlukin af Hring-
braut, sem myndaði hálfhring um
byggðina. Á sýningunni blínir
Einar í gegnum linsuna á hin
nýju hverfi, sem taka einkum mið
af þörfum fólks á einkabílum og
þar eru fáir fótgangandi á ferli.
Myndirnar á sýningunni hafa
ekki verið sýndar á Íslandi áður
en hluti þeirra var á samsýningu
íslenskra og bandarískra ljós-
myndara/listamanna í Pyramid
Studios í Miami á Flórída 2009.
Utan Hring-
brautar í
Gerðubergi
NÝ HVERFI Á sýningunni eru myndir frá
hverfum sem risu eftir seinni heims-
styrjöld.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 04. september 2012
➜ Kvikmyndir
17.00 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
sýnir kvikmyndina Skuggagaldrar eftir
Ann Hu. Myndin gerist í Peking árið
1902. Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
➜ Tónlist
20.00 Sebastiano Brusco frá Ítalíu
leikur ýmis verk í Þjóðmenningarhúsinu
undir yfirskriftinni Róm-Reykjavík. Tón-
leikarnir eru hluti af tónleikaröðinni
Síðsumartónleikar í Þjóðmenningarhús-
inu. Miðaverð er kr. 2.000 eða kr. 1.000
fyrir eldri borgara og nemendur.
20.30 Sópransöngkonurnar Signý
Sæmundsdóttir og Harpa Harðardóttir
syngja lög við píanóundirleik Kristins
Arnar Kristinssonar á Sumartónleikaröð
Listasafns Sigurjóns. Aðgangseyrir er kr.
2.000.
20.30 Latínkvartett kontrabassa-
leikarans Tómasar R. Einarssonar spilar
á tónleikum djasstónleikaraðarinnar á
KEXI Hosteli. Aðgangur er ókeypis.
21.00 Myrra Rós og Kyle Woodlard
halda tónleika á Café Rosenberg.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Þýski iðnhönnuðurinn Mareike
Gast heldur fyrirlesturinn
Tomorrow´s Materials í Lista-
háskóla Íslands á morgun.
Oft er litið fram hjá því hvernig
nýta megi iðnaðarúrgang og auka-
afurðir. Í fyrirlestri sínum fjallar
Gast um hvernig megi nýta þessar
og fleiri auðlindir í framtíðinni, til
dæmis fyrir hátækniiðnað.
Fyrirlesturinn er haldinn í
Þverholti 11, fyrirlestrarsal
A. Hann verður á ensku og er
aðgangur ókeypis.
Hádegiserindi
fyrir hönnuði
KEITH OATLEY
LATÍNDJASS Á KEXI Á tónleikum djasstónleikaraðarinnar á KEXI Hosteli, Skúlagötu 28, í kvöld, þriðjudaginn 4. september, kemur fram Latín-
kvartett kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Auk Tómasar skipa hljómsveitina þeir Snorri Sigurðarson á trompet, Ómar Guðjónsson á gítar og
trommuleikarinn Matthías Hemstock. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og standa í um tvær klukkustundir.