Fréttablaðið - 04.09.2012, Side 43

Fréttablaðið - 04.09.2012, Side 43
ÞRIÐJUDAGUR 4. september 2012 39 FÓTBOLTI Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akur- eyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábær- lega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrir- liði Þórs/KA, spilar lykilhlutverk í vörninni og á hún möguleika á því að taka við Íslandsbikarnum í kvöld. „Það eru allir mjög spennt- ir hér,“ sagði Arna Sif og bætir við: „Við höldum okkur samt niðri á jörðinni og erum bara rólegar yfir þessu. Það er rosalega freist- andi að fara að hugsa lengra en Jói þjálfari er duglegur að minna okkur á að vera rólegar,“ segir Arna Sif. Þór/KA vann 6-2 sigur á Selfossi í fyrri leiknum en Selfoss hefur rokið upp töfluna að undan- förnu. „Við eigum að klára þetta en Sel- foss er búið að bæta sig helling í seinni umferðinni og þær hafa verið að stela sigrum af stærri liðum. Þetta verður hörkuleik- ur,“ segir Arna Sif og hún býst við mörgum á völlinn. „Það er draumurinn að fá að taka við bikarnum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hvað er í boði en við ætlum ekki að hugsa um hvernig við ætlum að fagna þegar við skorum heldur ætlum við að hugsa um það hvern- ig við ætlum að skora,“ segir Arna Sif og segir yfirvegun þjálfarans Jóhanns Kristins Gunnarssonar hafa góð áhrif á liðið. „Það rennur ekki í honum blóðið. Hann heldur alltaf andlitinu og er alltaf rólegur þannig að það smit- ar út frá sér. Í fyrra og hittiðfyrra hefði ég verið í skýjunum núna og það hefði örugglega ekki verið hægt að ná sambandi við mig. Ég er óvenju róleg í dag,“ sagði Arna. Leikur Þórs/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og inni á Vísi. Aðrir leikir kvöldsins í deildinni eru: Valur-Breiðablik, FH-Fylkir, KR-Afturelding og Stjarnan-ÍBV en Eyjakonur gætu líka tryggt Þór/KA titilinn með því að taka stig af Stjörnunni. - óój Arna Sif Ásgrímsdóttir og félagar hennar í Þór/KA geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Akureyri í kvöld: Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar ARNA SIF ÁSGRÍMSDÓTTIR Tók við fyrir- liðabandinu hjá Þór/KA í vor og hefur spilað vel í vörninni. - Ekkert um okkur án okkar „Ég hef verið í fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina, starfað t.d. á sjó og við sorphirðu en ákvað svo að verða blikksmiður og var byrjaður í námi. Þá fékk ég brjósklos og eftir aðgerð sem mistókst er ég í hjólastól. Það ætlar sér auðvitað enginn að verða öryrki en þegar það gerist þá vill maður ekki vera álitinn annars flokks.“ Hilmar Guðmundsson Langflestir sem verða öryrkjar hafa unnið í áratugi og óska þess að geta tekið virkan þátt í samfélag- inu. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Ég borgaði skatta í 37 ár og borga enn Ég valdi ekki að verða öryrki www.obi.is FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 árs liðsins, valdi í gær leikmannahóp sinn fyrir lokaleik liðsins í undan- keppni EM. Eyjólfur hristir vel upp í leik- mannahópnum og tekur inn eina níu nýliða. „Það er fullt af góðum leik- mönnum sem eru á eldra árinu sem eiga erindi í U-21 landsliðið nú,“ sagði Eyjólfur í samtali við Hjört Hjartarson á X-inu 977. „En við erum að breyta lið- inu til að búa það undir næstu keppni. Við höfum ekki riðið feitum hesti frá þessari keppni og hafa þó margir leikmenn fengið tækifæri með liðinu. Við höfum samt ekki sýnt góða leiki og ekki staðið okkur nógu vel,“ sagði hann. „Við viljum fá leikmenn inn í hópinn til að gefa þeim smá reynslu. Við viljum nýta þetta tækifæri til að búa okkur sem best undir næstu keppni enda skiptir þessi leikur ekki mjög miklu máli fyrir núverandi keppni,“ sagði Eyjólfur en Ísland er neðst í sínum riðli með þrjú stig fyrir lokaumferðina. „Það eru mjög fáir æfinga- leikir hjá U-21 landsliðinu og ekk- ert fast í hendi enn sem komið er hvað það varðar.“ U-21 árs liðið: Eyjólfur horfir til framtíðar EYJÓLFUR SVERRISSON Hefur ekki náð góðum árangri með U-21 árs liðið í núverandi undankeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/XX Landsliðshópurinn Markverðir: Árni Snær Ólafsson ÍA Rúnar Alex Rúnarsson KR Aðrir leikmenn: Hólmar Örn Eyjólfsson Bochum Eiður A. Sigurbjörnsson Örebro Hörður B. Magnússon Juventus Davíð Ásbjörnsson Fylkir Einar Karl Ingvarsson FH Sverrir Ingi Ingason Breiðablik Guðlaugur V. Pálsson Nijmegen Jón Daði Böðvarsson Selfoss Guðmundur Þórarinsson ÍBV Andri Adolphsson ÍA Andri Rafn Yeoman Breiðablik Arnór Ingvi Traustason Sandnes Ulf Hólmbert Aron Friðjónsson Fram Aron Jóhannsson AGF Kristinn Steindórsson Breiðablik Emil Atlason KR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.