Fréttablaðið - 15.09.2012, Qupperneq 87
LAUGARDAGUR 15. september 2012 55
Sýningin Teikning – þvert á tíma
og tækni verður opnuð í Bogasal
Þjóðminjasafnsins í dag. Á sýn-
ingunni eru teikningar skoska vís-
indamannsins John Baine sem tók
þátt í leiðangri Stanleys til Íslands
árið 1789 en auk þess teikningar
Önnu Guðjónsdóttur og grafík-
myndir Per Kirkeby og Þóru Sig-
urðardóttur.
Teikningar Baines hafa nokkra
sérstöðu í safni ferðateikninga frá
Íslandsleiðöngrum fyrri alda og
miðla athugunum og greiningum
vísindamannsins skýrt til áhorf-
andans.
Vettvangsferðir á norðurslóð-
um hafa verið grundvöllur verka
danska listamannsins Per Kirkeby,
sem sýnir fínlegar koparristur
frá 2001-2008. Nýleg verk Önnu
Guðjónsdóttur hafa skýra vísun
í ferðir og firnindi en grafískar
teikningar Þóru Sigurðardóttur,
gerðar 2011, skírskota hins vegar
til farvega efnis og tíma.
Tími og
teikningar
Tónlist ★★★ ★★
Upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í vetur
Einleikari: Steven Osbourne. Stjórnandi: Ilan Volkov.
Eldborgarsalur Hörpu, 13. september
Vöðvastæltur Tsjaíkovskí
Arnold Schwarzenegger lék einu sinni Hamlet. Það var í stuttri senu í kvikmynd-
inni The Last Action Hero. Schwarzenegger var mjög óvanalegur Hamlet, vöðva-
stæltur og árásargjarn. Á einum tímapunkti spurði hann sjálfan sig: „To be, or
not to be?“ Og svaraði: „Not to be!“ Svo sprengdi hann allt í tætlur.
Mér datt þetta í hug á upphafstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu
á fimmtudagskvöldið. Ilan Volkov stjórnaði fimmtu sinfóníunni eftir Tsjaíkovskí.
Það voru engin vettlingatök. Túlkunin átti greinilega að vera nútímalegt mótvægi
við tilfinningasemina sem svífur yfir vötnum í tónlistinni. Sálarlíf Tsjaíkovskís var
þrungið átökum, og í þessari sinfóníu er allt litróf mannlegra tilfinninga. Tónlistin
er dálítið endurtekningasöm, en það virkar ef stígandi er í túlkuninni. Mismun-
andi kaflar í verkinu þurfa að fæðast, verða til eðlilega, ná hápunkti. Ef túlkunin
er þannig verða endurtekningarnar spennandi.
Hljómsveitin má eiga það að hún spilaði vel. Heildarhljómurinn var óvanalega
flottur, strengirnir hnausþykkir og glansandi. Margir hljóðfæraleikarar spiluðu líka
fallegar einleiksstrófur. Engu að síður var þetta ekki Tsjaíkovskí eins og hann á að
vera. Maður sá tónskáldið fyrir sér í sundskýlu að hnykla tattúskreytta vöðvana á
vaxtaræktarmóti. Hann ætlaði sér að vinna! Útkoman var yfirborðsleg, og maður
satt best að segja beið eftir að verkið væri búið.
Mun meira var varið í píanókonsertana eftir Ravel. Þennan vinsæla í G dúr, og
svo konsertinn fyrir vinstri hönd. Sá síðarnefndi var saminn fyrir píanóleikarann
Paul Wittgenstein. Hann missti hægri höndina í fyrri heimsstyrjöldinni. Lét þó
ekki deigan síga, heldur pantaði verk frá ýmsum tónskáldum og spilaði þau á
tónleikum.
Einleikari var hinn skoski Steven Osborne. Hann var einfaldlega frábær.
Konsertarnir voru dásamlega ferskir og leikandi í meðförum hans. Hraðir kaflar
voru stórglæsilegir, alls konar tónahlaup svo skýr og örugg að maður dáðist að.
Túlkunin var sannfærandi, full af krafti og spennu.
Ravel, sem var uppi um aldamótin þarsíðustu, var yngsta tónskáldið á
efnisskránni. Á Sinfóníutónleikum hefur músíkin oftast ekki verið nýrri en
það. Fagnaðarefni er því að hljómsveitin býður nú upp á þá nýbreytni að
vera stundum með svokallaðan Eftirleik. Það eru stuttir tónleikar með nýjum
eða nýlegum öndvegisverkum, og eru eftir aðaldagskrána fyrr um kvöldið. Af
persónulegum ástæðum gat ég því miður ekki hlustað á Eftirleikinn að þessu
sinni. Flutt var Flower Shower eftir Atla Heimi Sveinsson. Ég á góðar minningar
frá því verki og hefði svo sannarlega viljað heyra það nú. Jónas Sen
Niðurstaða: Sinfónían spilaði vel, en túlkunin var stundum yfirborðsleg.
Einleikarinn var frábær.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
– BETRI HEILSA ER BETRA LÍF MEÐ BECEL –
Frá aðeins kr. 64.900
Prag
27. september í 3 nætur og
4. október í 4 nætur
Ótrúlegt verð
Allra síðustu sætin!
Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta haustsins í þessari einstaklega fögru borg.
Athugið fleiri gistimöguleikar í boði.
Verð kr. 64.900
Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Ilf *** í 3 nætur með morgunmat.
Sértilboð 27. setpember.
Verð kr. 79.900
Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Ibis Mala strana *** í 4 nætur með
morgunmat. Sértilboð 4. október.
FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20
Föstudaginn 26. október kl. 20 – 2. sýning
Laugardaginn 27. október kl. 20 – 3. sýning
Sunnudaginn 4. nóvember kl. 20 – 4. sýning
Laugardaginn 10. nóvember kl. 20 – 5. sýning
Laugardaginn 17. nóvember kl. 20 – 6. sýning
Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is
Miðasölusími 528 5050
SAGA UM ÁSTIR OG HEFND
JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON · AUÐUR GUNNARSDÓTTIR
TÓMAS TÓMASSON / ANOOSHAH GOLESORKHI
ELSA WAAGE / ALINA DUBIK · VIÐAR GUNNARSSON
GRÉTA HERGILS · SNORRI WIUM
KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: CAROL I. CRAWFORD
LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON
BÚNINGAR: ÞÓRUNN MARÍA JÓNSDÓTTIR
LEIKMYND: GRETAR REYNISSON
LEIKSTJÓRI: HALLDÓR E. LAXNESS
STEVEN OSBOURNE
HALLDÓR BALDURSSON
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag