Fréttablaðið - 29.09.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 29.09.2012, Síða 4
29. september 2012 LAUGARDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 19° 17° 13° 18° 16° 13° 13° 27° 14° 25° 20° 31° 13° 18° 22° 12°Á MORGUN 10-15 m/s NV- og SA-til, annars hægari. MÁNUDAGUR Stífur vindur NV-til annars víða 5-10 m/s. 5 5 5 7 7 7 7 3 3 1 9 8 7 5 3 10 3 2 2 1 2 4 6 4 5 8 9 10 8 6 6 7 HELGARLÆGÐ Við fáum lægð upp að landinu síðdegis og þá gengur í stífa austanátt við suðurströndina með rigningu undir kvöld. Hvasst um tíma allra syðst í nótt. Dregur úr vindi og vætu á morgun en stífur vindur norðvestan til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur dæmt 56 ára íþróttanudd- ara, Sverri Hjaltason, í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Sverrir er sakfelldur fyrir að hafa stungið fingri sínum inn í leg- göng viðskiptavinar í miðjum nudd- tíma í júní síðastliðnum. Konan var þangað komin til að leita sér aðstoð- ar vegna verkja í mjóbaki. Maður- inn viðurkenndi að fingur hans hefði farið inn í leggöng konunnar, en sagði að það hefði verið óvart. Hann hefði verið að nudda nálægt kynfærasvæði hennar eins og eðli- legt væri en húðin hefði verið sleip undan kremi og því hefði fingurinn runnið inn í leggöngin. Sérfróðir meðdómendur mátu það svo að þessi frásögn stæðist ekki. Ekki eigi að nudda við kynfæra- svæði til að laga verki í mjóbaki og það viti reyndur íþróttanuddari á borð við Sverri. Enn fremur sé ekki trúverðugt að reyndur nuddari „missi“ fingur inn í leggöng. Sverrir er dæmdur til að greiða henni 800 þúsund krónur í bætur. - sh STJÓRNSÝSLA Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi vísar því alfarið á bug að hann beri ábyrgð á trúnaðarbresti sem hafi orðið á milli Ríkis- endurskoðunar og Alþingis. Meirihluti fjárlaga- nefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda fjáraukalög næsta árs ekki til Ríkis- endurskoðunar, eins og venja er, og bar meðal annars við trúnaðarbresti. „Ég hef ekki brotið trúnað gagnvart þeim,“ segir Sveinn. „Það er nefndin sem býr til þenn- an trúnaðarbrest, ekki ég. Það hefur aldrei verið trúnaðarbrestur á milli Ríkisendurskoð- unar og fjárlaganefndar.“ Sveinn vildi ekki svara þeirri spurningu hvort hann hygðist segja af sér í ljósi þeirrar gagnrýni sem Ríkisendurskoðun hefur sætt undanfarna daga síðan Kastljós greindi frá skýrsludrögum stofnunarinnar um útgjöld rík- isins vegna Oracle, bókhalds- og mannauðskerfi ríkisins. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaga- nefndar, segir ákvörðunina til komna vegna þeirra gagna sem komið hafa í ljós á undan- förnum dögum og hafa verið til hjá Ríkisendur- skoðun árum saman. „Þau eru býsna þung og alvarleg. Það var rekið á eftir því að fá þau gögn í hendur og alltaf voru þau „rétt að koma“. Svo er það á endanum einhver starfsmaður stofn- unarinnar sem fær bara nóg og ákveður að láta fjölmiðla fá þessi gögn sem reynast síðan býsna alvarleg. Það er trúnaðarbrestur fyrir þingið sem fól Ríkisendurskoðun þessa vinnu.“ Björn Valur ætlast til þess að forsætisnefnd Alþingis taki málið fyrir hið fyrsta, en Ríkis- endurskoðun heyrir undir hana. „Það er ekki hægt að búa við að traust ríki ekki á milli ríkisstofnana og Alþingis,“ segir hann. Ákvörðun nefndarinnar muni ekki tefja vinnuna við fjáraukalögin. Henni verði annað- hvort skilað án umsagnar Ríkisendurskoðun- ar, eða með hennar áliti, breytist forsendurnar þannig að trausti verði á ný komið á. „Það er enn mörgum spurningum ósvarað í þessu máli og við munum halda áfram að leita svara við þeim.“ sunna@frettabladid.is GENGIÐ 28.09.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,2957 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,37 123,95 199,90 200,88 159,52 160,42 21,396 21,522 21,671 21,799 18,911 19,021 1,5881 1,5973 190,23 191,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Kanínan hefur ekki þegnrétt Í forsíðufrétt á fimmtudag sagði að kanínan væri orðinn hluti af villtri fánu Íslands, en það er mat Ævars Petersen, sérfræðings við Náttúru- fræðistofnun Íslands. Í fréttinni sagði enn fremur að kanínan væri búin að vinna sér þegnrétt í íslenskri náttúru og var Ævar hafður fyrir því mati. Það voru orð blaðamanns en ekki Ævars. Á þessu er auðvitað grundvallar- munur, og sagði jafnframt í niðurlagi fréttarinnar að NÍ liti á kanínur sem framandi tegund hér á landi. Það mat stendur og er skoðun Ævars. ÁRÉTTING • Sagði fingur sinn óvart hafa runnið inn í leggöng viðskiptavinar: Nuddari í tveggja ára fangelsi Sálfræðingur sem mat konuna segir hana sýna einkenni þess að hafa orðið fyrir líkamsárás, nauðgun, stórslysi eða hamförum. Hún hafi líklega upplifað ógn, ótta, hjálparleysi, svik og niðurlægingu. Hún hafi verið kvíðin og döpur, glímt við svefntruflanir og og ekki getað haldið áfram námi. Sjálf kvaðst hún ekki geta sinnt vinnu eða heimilisstörfum og aðrir báru að hún væri grát- gjörn, uppstökk og ætti erfitt með að vera úti eða í margmenni. Líf konunnar farið úr skorðum GRAFA Í Á Ekkert amaði að gröfumanni sem liðsmenn björgunarsveitarinnar Héraðs hjálpuðu á þurrt í gær. LANDSBJÖRG/NIKULÁS SLYS Gröfumaður var sóttur á bát þar sem hann hafði fest gröfu sína úti í Jökulsá í Fljótsdal í hádeginu í gær. Manninn sakaði ekki, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Eftir að kall barst um aðstoð fór björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum á staðinn. Liðsmenn sveitarinnar hinkruðu við eftir að búið var að bjarga gröfumann- inum í land til að aðstoða við að koma taug í gröfuna. Beita þurfti stórvirkum vinnuvélum til að koma henni aftur á þurrt. - óká Festist í Jökulsá í Fljótsdal: Gröfumaður sóttur út í á Trúnaðurinn rofinn á milli þings og Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun fær fjáraukalögin ekki til umsagnar vegna trúnaðarbrests á milli Ríkisendurskoðunar og Alþingis. Starfsmaður stofnunarinnar kom gögnum til Kastljóss, að sögn formanns fjárlaganefndar. SÁTU FYRIR SVÖRUM Fulltrúar Fjársýslu ríkisins sátu fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar í gær þar sem vinnu- brögð vegna úttektar á kostnaði ríkisins við Oracle-kerfið voru rædd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gunnar Hall fjársýslustjóri kom á fund Fjárlaganefndar um málið í gær. Þar kom meðal annars fram að Gunnar sagðist ekki hafa vitað af skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar um kostnað ríkisins vegna Oracle fyrr en á fundi með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda í maí á þessu ári. „Hann afhenti mér skýrsluna í lok fundarins með þeim orðum að þetta væri eitthvað sem hefði dregist allt of lengi og við gætum spjallað um fljótlega,“ sagði Gunnar. Aðspurður hvort þetta hafi verið formleg beiðni ríkisendurskoðanda um að fá álit Fjársýslunnar á málinu endurtók Gunnar frásögn sína af fund- inum og skýrði það ekki frekar. Hann ítrekaði þó að hann hefði ekki vitað af skýrslunni fyrr en í maí, þrátt fyrir að hafa látið Ríkisendurskoðun gögn í té vegna vinnu hennar, sem var gerð að beiðni Alþingis eins og greint hefur verið frá. Björn Valur segir sögu Gunnars ekki stemma við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þar er vitnað í að Ríkisendurskoðun hafi rekið á eftir gögnum frá Fjársýslunni árið 2009,“ segir hann. „Mér fannst mjög óljóst á fundinum í hvaða formi og hvers konar samskipti áttu sér þarna stað. Ég áttaði mig ekki alveg á því. En það er ljóst að það eru mörg ár síðan Fjársýslan vissi af þessari úttekt.“ „Eitthvað sem við gætum spjallað um“ UTANRÍKISMÁL Bandaríska ríkið mun opna fyrir skráningu í hina árlegu Fjölþjóðlegu innflytj- endaáætlun, sem gengur yfirleitt undir nafninu Græna korts happ- drættið, 2. október næstkomandi. Vinningshafar munu fá ótíma- bundið landvistarleyfi í Banda- ríkjunum og geta þar með búið og unnið löglega í landinu. Á síðasta ári unnu 15 Íslendingar í happdrættinu. Umsóknir í happdrættið skulu sendar inn á tímabilinu 2. októ- ber til 3. nóvember. - mþl Landvistarleyfi í boði: Brátt dregið um græn kort
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.