Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 6

Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 6
29. september 2012 LAUGARDAGUR6 KJÖRKASSINN SAFNAMÁL Náttúruminjasafn Íslands (NMÍ), sem er höfuðsafn á sviði náttúrufræða, er hús- næðislaust frá og með áramótum. Hætt hefur verið við sýningarhald í gömlu Loftskeytastöð- inni við Brynjólfsgötu. Verið er að pakka niður safnkosti. Ekkert liggur fyrir um framtíðarhús- næði safnsins. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður er settur safnstjóri NMÍ til eins árs. Hún segir að húsnæðið við Brynjólfsgötu hafi verið hugsað sem bráðabirgðahúsnæði sem henti ekki til varð- veislu safnkosts og því sé verið að koma gripum fyrir í viðunandi geymslu. Rætt hafi verið við Náttúrufræðistofu Kópavogs um hýsingu. Húsnæðið á Brynjólfsgötu er í eigu Þjóð- minjasafnsins og samkvæmt heimildum blaðs- ins stendur til að Leikminjasafn Íslands, sem er einkasafn, flytji þar inn. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um það, að sögn Margrétar. „Mitt hlutverk er að koma málefnum NMÍ í betri farveg, meðal annars að klára safnastefnu NMÍ sem hefur verið í vinnslu í mörg ár. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki fyrir áramót og þar verður lagður nauðsynlegur grundvöllur til framtíðar. Svo er verið að gera formlegt sam- starfssamkomulag við stofnanir á sviði náttúru- vísinda, sem var löngu tímabært.“ Um húsnæðismálin segir Margrét að Perlan í Öskjuhlíð sé til skoðunar sem sýningarhús, en annað húsnæði hafi ekki verið skoðað formlega, þó fleiri hugmyndir hafi verið nefndar. „En það eru engar áætlanir um að leggja safnið niður; þvert á móti stendur hugur allra til að veglegt safn á sviði náttúruvísinda rísi,“ segir Margrét. Helgi Torfason, safnstjóri í rannsóknaleyfi, telur möguleika til safnastarfs í Loftskeytastöð- inni ágæta, þó vissulega hafi verið um húsnæði til bráðabirgða að ræða. Þar hafi verið safn um langt skeið og Margrét hafi sjálf boðið Loft- skeytastöðina undir safnið á sínum tíma. Sýning- arrýmið sé jafnstórt og í Þjóðmenningarhúsinu, eða Safnahúsinu gamla þar sem sýning náttúru- minja stóð uppi um áratuga skeið, og safnið hafi farið inn í Loftskeytastöðina til að koma í veg fyrir að það væri landlaust með öllu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa nýjustu vendingar haft það í för með sér að vel- unnarar safnsins, bæði innlendir sem erlendir, hafa ámálgað að fá safngripum sínum, sem þeir hafa afhent safninu, skilað til baka. Um óbætan- legt tjón væri að ræða fyrir safnið ef svo færi. svavar@frettabladid.is Húsnæðislaust höfuðsafn Unnið er að því að pakka niður safnkosti Náttúruminjasafns Íslands. Hætt hefur verið við sýningarhald í gömlu loftskeytastöðinni. Ekkert liggur fyrir um framtíðarhúsnæði safnsins en unnið er að safnastefnu. FER Í GEYMSLU Verið er að pakka niður safnkosti, en því starfi skal vera lokið um áramót. Velgjörðarmenn ámálga að fá muni sína til baka vegna stöðu safnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Náttúruminjasafnið var stofnað árið 2007 og hefur einkum það hlutverk að safna og varðveita muni sem tengjast náttúru Íslands, fræða almenning um hana og annast rannsóknir á starfssviði sínu. ■ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um NÍ frá því í janúar 2012 kemur fram að safnið sé enn á byrjunarreit og uppfylli ekki lögbundnar skyldur sínar sem höfuðsafn. Þá segir að annaðhvort verði að efla safnið sem sérstaka stofnun eða sameina það annarri stofnun. ■ Stjórnvöld þurfi að ákveða hvernig haga eigi starfseminni til framtíðar og móta skýra stefnu um hana. ■ Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni að Loftskeytastöðin mundi duga fyrir sýningar og aðra starfsemi. Uppfyllir ekki lögboðnar skyldur sínar FJÁRMÁL „Markmiðið er að stuðla að bættu fjármálalæsi og auknum skilningi á ávöxt- unarmöguleikum,“ segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX-kauphallarinnar á Íslandi, um Ávöxtunarleikinn sem hefst form- lega á mánudaginn. Þátttakendur keppa í ávöxtun gervipeninga, svokallaðra Keldukróna, en leikurinn verður aðgengilegur á Vísi.is þar sem fram fer skrán- ing í leikinn. Keldan er eigandi og rekstrar- aðili leiksins en hann er samstarfsverkefni Vísis, VÍB eignastýringarþjónustu Íslands- banka, Kauphallarinnar og Libra. Þátttakendur fá 10 milljónir Keldukróna við upphaf leiksins og reyna síðan að ávaxta féð sem best með þeim fjárfestingamöguleik- um sem eru fyrir hendi. Þannig geta þátttak- endur fjárfest í hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum rekstrarfélaga og gjaldeyri, og reynt að ávaxta krónur sínar sem best, en ávöxtun eigna er bundin við raunbreytingar á markaði. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp næsta vor. Vinningar fyrir sigur- vegara keppninnar eru m.a. ferð fyrir tvo til New York og 200.000 krónur í sjóðum hjá VÍB. Jafnframt verða veitt verðlaun til hástökkv- ara mánaðarins hverju sinni, út keppnistíma- bilið. Hægt verður að keppa í einstaklings- og liðakeppni, og verður leikurinn vel tengdur við samfélagsmiðilinn Facebook. - mh Nýr verðbréfaleikur hefur göngu sína á Vísi.is á mánudaginn kemur þegar notendur fá Keldukrónur: Keppt verður í ávöxtun á hlutabréfamarkaði SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, Freyr Einarsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, og Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, undirrita samning um Ávöxtunarleikinn. NOREGUR Norska lögreglan fann blóð úr Sigrid Schjetne í hjól- hýsi 37 ára gamals manns. Hann er í gæsluvarðhaldi, grunaður um morðið á hinni 16 ára gömlu stúlku sem hvarf í Ósló 5. ágúst síðastliðinn. Þetta hefur frétta- vefur Verdens Gang eftir heim- ildarmönnum sínum. Maður á sjötugsaldri er talinn meðsekur. Á fréttavef Aftenposten segir að lögreglan telji að hinn grun- aði hafi drepið stúlkuna, vafið plasti utan um líkið og fleygt því í skógarlund nálægt iðn- aðarsvæði þar sem hinir hand- teknu höfðu athvarf. Lík stúlkunnar fannst fimm vikum eftir að hún hvarf. Lög- reglan hefur ekki viljað tjá sig um meintan blóðfund. - ibs Morðið á Sigrid Schjetne: Blóð í hjólhýsi hins grunaða KÍNA, AP Kínverski stjórnmála- maðurinn Bo Xilai hefur verið rekinn úr kínverska Komm- únistaflokknum og verður ákærður fyrir valdamisnotk- un, spillingu, mútuþægni og ósæmileg kyn- ferðistengsl við nokkrar konur. Hann verður einnig ákærð- ur fyrir að hafa reynt að hylma yfir með eiginkonu sinni, sem nýlega hlaut dóm fyrir að hafa myrt breskan kaupsýslu- mann. Bo hefur verið áberandi í kínverskum stjórnmálum og stefndi hátt, en sá frami er nú að engu orðinn. - gb Stjórnmálmaður ákærður: Bo Xilai rekinn úr flokknum BO XILAI Óttast þú afleiðingar rýmri reglna um innflutning áfengis og tóbaks en slík breyting myndi fylgja inngöngu í ESB? Já 25,4% Nei 74,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sérð þú eftir Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra úr íslenskum stjórnmálum? Segðu þína skoðun á Vísi.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.