Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.09.2012, Qupperneq 8
29. september 2012 LAUGARDAGUR8 SAMFÉLAGSMÁL „Réttarkerfið á Íslandi virkar vel ekki í kynferð- isbrotamálum. Það fremur undan- tekning en hitt að slíkir dómar endi með sak- fellingu,“ segir Guðrún Jóns- dóttir, talskona Stígamóta. Guðrún v i l l að stjórnvöld stofni embætti sérstaks sak- sóknara kyn- ferðisbrotamála til að taka á vand- anum. „Með stofnun embættis sérstaks saksóknara efnahagsbrotamála, höfum við viðurkennt að það séu flokkar sem þarf að nýta sérstaka þekkingu í,“ segir hún. „Af hverju má það ekki gera slíkt með kyn- ferðisbrotin?“ Guðrún segir svipuð emb- ætti hafa skilað góðum árangri erlendis, meðal annars á Spáni og í Bandaríkjunum. Um 250 nauðganir koma inn á borð Stígamóta og Neyðarmót- tökunnar á ári. Embætti ríkissak- sóknara fékk 236 nauðgunarmál inn á borð til sín á níu ára tímabili; frá 1997 til 2006. Þar af var ákært í 76 málum, 26 sakfelld í Héraðs- dómi og 14 í Hæstarétti. „Ástandið er óbærilegt eins og það er og kerfisbreyting gæti verið eitt af því sem væri reyn- andi,“ segir Guðrún. „Ég hef því skorað á stjórnvöld að skoða þetta mál.“ Ríkissaksóknari hefur tvisvar sinnum látið gera úttekt á ferlum nauðgunarmála innan embættis- ins; annars vegar frá 1997 til 2001 og hins vegar 2002 til 2006. Nýj- ustu tölur um meðferðir kynferð- isbrota frá embættinu eru í árs- skýrslu fyrir árið 2008. Þar segir að kynferðisbrot séu að jafnaði um 40 til 50 prósent þeirra mála sem berast embætt- inu á ári hverju. Hvorki náðist í Ögmund Jónas- son innanríkisráðherra né Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í gær. sunna@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Alþjóðahafrann- sóknaráðið ICES, leggur til 15,2% samdrátt í veiðum á makríl árið 2013, umtalsverða aukningu í veið- um á kolmunna og mikinn sam- drátt í veiðum á norsk-íslenskri síld. Þetta kemur fram í ráðgjöf stofnunarinnar sem birt var í gær. „Ég tel að endurskoða þurfi mat Alþjóðahafrannsóknaráðsins á makrílstofninum og taka tillit til þess að um árabil fölsuðu ýmsar Evrópusambandsþjóðir og Norð- menn aflatölur gróflega. Það hefur mikil áhrif á stofnmatið og ég tel óhætt að fullyrða að um verulegt vanmat sé að ræða,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, á vef sambandsins. Lagt er til að makrílveiðar verði á bilinu 497 til 542 þúsund tonn árið 2013 á móti 586 til 639 þúsund tonnum sem ráðlögð voru í fyrra. Hins vegar er lögð til 64,4% aukning í veiðum á kolmunna eða úr 391 þúsund tonnum í 643 þús- und tonn árið 2013. Friðrik segir að kolmunnastofn- inn sé að ná sér vel á strik en því miður hafi nýliðun í norsk-íslenska síldarstofninum verið mjög slök á síðustu árum og hann á hraðri nið- urleið. Ef stuðst verður við samn- inga um nýtingaráætlun verður heimilt að veiða 619 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld árið 2013, sem er 25,7% samdráttur frá því í fyrra þegar ráðgjöfin hljóðaði upp á 833 þúsund tonn. - shá Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að minna sé veitt af makríl og síld: Vilja minna veitt af makrílnum MAKRÍLL ICES leggur til fimmtán prósent minni veiði á makríl árið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRAKKLAND Jean-Marc Ayrault, for- sætisráðherra Frakklands, segir að nýr 75 % hátekjuskattur verði lagð- ur á þá sem hafa meira en milljón evrur í árstekjur. Það samsvarar um það bil 160 milljónum króna, eða rúmlega þrettán milljónum í mán- aðartekjur. Þessi 75% skattur á að gilda í tvö ár, en ekki er reiknað með að hann skili miklum tekjum í ríkissjóð held- ur hafi hann fyrst og fremst tákn- rænt gildi. Ayrault segir að 90% skattgreið- enda verði hlíft, en skattur hækki einungis á tekjuhæstu tíu prósentin. Hann kynnti í gær fjárlög næsta árs, sem hann segir vera „baráttu- fjárlög“, því með þeim eigi að snúa við skuldasöfnun ríkisins og hefja niðurgreiðslu skuldanna. Þannig megi draga úr atvinnuleysi og ýta af stað hagvexti. Gagnrýnendur segja hins vegar að ekki sé í þessum fjárlögum að finna neinar umbætur í ríkisfjár- málum eða hvata fyrir atvinnulífið. Hagvöxtur fari því ekki í gang og atvinnuleysi muni ekki minnka. Enginn hagvöxtur hefur verið í Frakklandi þrjá ársfjórðunga í röð. Atvinnuleysi er nú í 10,2%. - gb Ríkisstjórn Frakklands ætlar að láta þá tekjuhæstu taka á sig auknar byrðar: Skattur auðmanna í 75 prósent AYRAULT OG CAHUZAC Forsætisráðherra og fjármálaráðherra Frakklands kynntu nýju fjárlögin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATVINNULÍF Ný einkahlutafélög, sem skráð voru í ágústmánuði, voru 122 talsins. Þau eru flest í fasteignaviðskiptum. Til saman- burðar voru 110 ný einkahlutafélög skráð í ágúst í fyrra, segir í frétt Hagstofu Íslands. Fyrstu átta mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.180, en það er tæplega 7% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.105 fyrirtæki voru skráð. Þá voru 46 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í ágústmán- uði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. - shá 122 ný ehf. í ágúst: Gjaldþrotum fer fækkandi Vill sér saksóknara fyrir kynferðisbrot Talskona Stígamóta vill að stofnað verði embætti sérstaks saksóknara kynferð- isbrota. Færri nauðganir komu á borð ríkissaksóknara á níu ára tímabili en á einu ári til Stígamóta. Um helmingur mála ríkissaksóknara eru kynferðisbrot. SAKSÓKNARI KYNFERÐISBROTAMÁLA? Guðrún Jónsdóttir hefur skorað á stjórn- völd að stofna embætti sem sér alfarið um rannsóknir á kynferðisbrotamálum eins og í efnahagsbrotamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GUÐRÚN JÓNS- DÓTTIR Fjöldi nauðgana og málsmeðferð þeirra 150 100 50 0 1997-2001 2002-2006 ■ Alls ■ Ákært ■ Sakfellt í héraðsdómi ■ Sakfellt í hæstarétti Tilkynntar nauðganir til lögreglu á tímabilinu 2002-2006 voru 334. Tölur fyrir fyrra tímabil voru ekki gefnar. HEIMILD: RÍKISSAKSÓKNARI 1. Hvað heita bræðurnir sem oft eru kenndir við Bakkavör? 2. Hversu hátt hlutfall heimila í landinu á í fjárhagsvanda? 3. Hvaða sjaldséða teiknimynda- stjarna lét sjá sig í Smáralind á fimmtudag? SVÖR: 1. Ágúst og Lýður Guðmundssynir 2. Rúmlega 13% 3. Mikki Mús VEISTU SVARIÐ? Ástandið er óbærilegt eins og það er og kerfisbreyting gæti verið eitt af því sem væri reynandi. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR TALSKONA STÍGAMÓTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.