Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 20
29. september 2012 LAUGARDAGUR20 F yrst man ég eftir mér á Hamraendum í Borg- arfirði þar sem for- eldar mínir, Guðrún Birna Hannesdóttir og Sigurður Sigurðs- son, bjuggu. Þau skildu þegar ég var fimm ára og mamma flutti í bæinn með okkur systkinin, Sig- rúnu, mig, Ólöfu og Þorstein Gauta sem var á fyrsta ári. Þetta var 1960 og þá voru margir sem ráð- lögðu henni hreinlega að gefa börn- in því hún gæti ekki alið önn fyrir okkur. Næsta kynslóð á undan hafði oft orðið að bregða á það ráð. Afi minn í föðurætt var einn af ellefu systkinum og var settur í fóstur á næsta bæ, það átti að sækja hann vorið eftir en hann var aldrei sótt- ur. Kannski varð það honum til lífs. Hin börnin dóu flest ung.“ Þannig segist Jóhanni Sigurð- arsyni leikara frá þegar hann er beðinn að lýsa ævi sinni frá byrj- un. Lífið hefur ekki alltaf farið um hann mjúkum höndum frek- ar en rússneska listmálarann Rothko sem Jóhann leikur í verk- inu Rautt í Borgarleikhúsinu. Sá bjó í gettói um tíma eftir að hann kom til Bandaríkjanna tíu ára gam- all með öðrum innflytjendum en er nú dýrasti málari nútímalistasögu. Jóhann gefur ekkert fyrir samlík- ingu. „Þetta slampaðist allt hjá okkur. Við bjuggum í Laugarnesinu og við krakkarnir vorum sendir í sveit á sumrin eins og títt var þá. Ég var í sveit meira og minna til sautján ára aldurs, síðustu þrjú sumrin kaupamaður á Sandlæk í Gnúp- verjahreppi. Sjálfsagt munaði litlu að ég yrði bóndi. Það var farið að hvarfla að mér að líta í kringum mig eftir heimasætu og jörð. Fór líka að Hvanneyri að kynna mér aðstæður í bændaskólanum.“ Varstu annars alltaf í skóla í borginni? „Nei. Ég var í skóla í Varmahlíð í Skagafirði þegar ég var níu ára. Mamma var að kenna á Löngumýri og ég var á bæ sem heitir Krossanes. Gauti átti að vera þar líka en hann strauk til mömmu yfir skurði og girðingar, fimm ára. Síðar var ég einn vetur í Ljósa- vatnsskóla og annan á Laugarvatni. Það var mikið flakk á okkur eldri börnunum en mamma var dugleg og beitti öllum brögðum til að láta þetta ganga. Fór í tónlistarskóla á fertugsaldri og kennir enn á píanó.“ Hafðir þú ekkert samband við föður þinn? „Jú, jú. En stopult. Hann fór til sjós tveimur árum eftir að við fluttum og var þar meira og minna í 25 ár, oft langdvölum á tog- urum úti í hafi. Einhvern tíma var hann þrettán mánuði í burtu. Þá veiddu þeir við Grænland og sigldu með aflann til Þýskalands. Menn misstu allt tímaskyn á þessu. Pabbi hringdi kannski í mars og óskaði okkur gleðilegra jóla.“ Leiklistin breytti lífinu Hvaðan koma þér leiklistarhæfi- leikarnir? „Það er erfitt að festa fingur á því. Mamma var í leiklist- arskóla hjá Lárusi Pálssyni einn vetur áður en hún fór í barneign- ir og búskap. Pabbi var liðtækur líka bæði í leik og söng í sveitinni og föðuramma mín var músíkölsk þannig að þræðirnir liggja víða.“ Jóhann útskrifaðist úr Leiklist- arskóla Íslands vorið 1981 ásamt Sigrúnu Eddu, Karli Ágústi, Guð- mundi Ólafs og fleirum sem síðan hafa gert garðinn frægan. „Það var rosalega gaman í leiklistarskólan- um og mikil upplifun að komast í þann heim, breytti alveg lífi mínu,“ rifjar hann upp. „Kjartan Ragnars- son kom á generalprufu á Íslands- klukkunni sem var útskriftarsýn- ing og hringdi í mig daginn eftir. Þá var hann að skrifa leikrit sem hann bauð mér aðalhlutverk í. Það hét Jói og var sýnt 150-160 sinn- um, var tvö leikár í Iðnó og farið með það leikför um landið. Þannig byrjaði ferillinn. Ég var hjá Leik- félaginu fyrstu fjögur árin, var svo lausráðinn í þrjú ár en datt inn í verkefni í Þjóðleikhúsinu 1986 og var þar óslitið í 20 ár. Upp á síð- kastið hef ég verið í Borgaleikhús- inu, ráðinn til eins árs í senn. Þetta er alltaf spurning um hvaða verk eru í gangi.“ Á Þjóðleikhússárunum kveðst Jóhann hafa átt rétt á ársleyfi frá störfum og tekið það á Ítalíu. „Ég átti eftir að dvelja erlendis. Guð- rún kona mín gat fengið leyfi og strákarnir okkar voru ekki byrjað- ir í skóla svo þetta var kjörið tæki- færi. Í leiðinni sótti ég söngtíma hjá kennara sem Kristján Jóhanns- son útvegaði mér í Brescia,“ segir hann brosandi og kveðst áður hafa verið mörg ár í tónlistarskóla, lært söng hjá Sigurði Demetz, tónfræð- ina og allan pakkann. „Það lá ansi vel við, fjölskyldan var í tónlist, mamma að kenna og Gauti fór alla leið. En mig vantaði herslumun. Svo lenti ég í vondu bílslysi 1988 sem setti veröldina á hvolf hjá mér um tíma. Skrokkurinn fór illa og ég var lengi að ná mér á allan hátt.“ Slysið Það tekur á Jóhann að rifja upp atburðinn sem tók frá honum elskulega eiginkonu og hjó nærri lífi hans. „Við vorum á Skúlagötunni að koma keyrandi heim og ég var við stýrið. Það var bíll fyrir fram- an okkur sem vék allt í einu upp á gangstétt og á okkur skall annar sem kom úr gagnstæðri átt á ofsa- hraða. Bílstjórinn var á stolnum bíl, dauðadrukkinn, ljóslaus, próflaus og á öfugum vegarhelmingi. Þegar hann vaknaði daginn eftir í fanga- geymslunni hélt hann að hann hefði lent í áflogum, mundi ekkert hvað hefði gerst. En það voru 20-25 metr- ar milli bílanna eftir áreksturinn, höggið var svo mikið. Konan mín dó samstundis, hún hét Anna Jóna og var Jónsdóttir.“ En að þú skyldir lifa. „Já, ég hef oft velt því fyrir mér af hverju það fór þannig. Ég fór náttúrlega á spítala, fyrst á gjörgæslu því þetta stóð tæpt á tímabili. Þá kynntist ég íslenskri heilbrigðisþjónustu í fyrsta sinn og áttaði mig á hvílíkt öndvegisfólk er þar við aðhlynn- ingu. Svo átti ég marga góða vini og ættingja sem tóku utan um mig.“ Áttuð þið Anna Jóna börn? „Ekki saman en hún átti einn dreng, Har- ald Inga Þorleifsson. Hann var að verða pabbi um daginn, er mik- ill tölvumaður og stórfyrirtæki erlendis var að bjóða honum vinnu þannig að honum vegnar vel sem betur fer.“ Þú nefndir Guðrúnu og strákana áðan. Segðu okkur frá þeim. „Guð- rún Sesselja Arnardóttir, eiginkona mín frá 1992, er hæstaréttarlög- maður í dag en þegar við kynnt- umst var hún að læra frönsku í háskólanum. Við eigum tvo stráka, Örn Gauta og Jóhann Ólaf sem eru fæddir 1995 og 96 og eru báðir í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Örn Gauti er hjólabrettamaður og spilar á gítar og Jóhann Ólafur er fótboltamaður. Báðir lærðu svolít- ið á píanó hjá mömmu og Jóhann Ólafur hélt áfram í tvö ár hjá Gauta bróður en svo tók fótboltinn yfir- höndina. Þetta eru að verða stórir strákar.“ Gerði litina að galdraverki „Hið eilífa sköpunarverk heldur áfram,“ er ein meitlaðra setninga Rothkos í leikritinu Rautt sem reynir mikið á Jóhann. Hann er á sviðinu nær allan tímann eins og meðleikarinn Hilmar Guðjónsson sem leikur aðstoðarmanninn Ken. Hvernig undirbýr Jóhann sig undir þau andlegu átök sem þar eiga sér stað? „Ég reyni að fara vel með mig, vera vel úthvíldur og helst ná mér í klukkutíma kríu áður en ég fer niður í leikhús. Þegar þangað kemur les ég allt leikritið yfir. Svo reyni ég að stilla einbeitinguna. Áður er ég búinn að byggja verkið upp innra með mér, allt ferðalag- ið og hugsanirnar sem búa að baki því sem sagt er. Það þarf að búa til þetta innra vegakerfi tilfinninga og hugsana, í það fer æfingatíminn,“ segir Jóhann sem kveðst líka hafa þurft að leggjast í talsverðan lestur til að kynnast Rothko. „Það er búið að vera rosalega gaman að komast nær þessum pælingum sem voru í gangi. Mér finnst ég betri mynd- listarskoðandi en áður, vita meira um stefnur og stíla og hvað menn ætluðu sér.“ Vill hann lýsa Rothko fyrir les- endum? „Rotkho hlaut menningar- legt uppeldi og var trúr öllu sem hann gerði. Leikstjórinn okkar, hún Kristín Jóhannesdóttir, hefur stað- ið fyrir framan verk hans og segir þau vera eins og talað er um í leik- ritinu. Það sé í þeim hreyfing og birtan komi innan úr myndunum. Þetta tókst Rothko með aðferð sem hann þróaði. Hann gerði litina að galdraverki og setti í þá alls konar leyndarmál sem hann hélt fyrir sig. Ein mynd eftir hann var slegin nú í vor á 10,8 milljarða.“ Jóhann leikur í Rauðu óslitið næstu fjórar vikurnar, fimm kvöld í viku. Síðan tekur við Vestur- portssýningin Bastarðar sem var forsýnd á listahátíð í vor og hefur verið á fjölum í Danmörku og Sví- þjóð í sumar en kemur á svið Borg- arleikhússins upp úr 20. október. „Ég tek við af dönskum leikara sem hefur leikið í Rejseholdet,“ segir Jóhann og kímir. „Fram undan eru líka tíu sýningar af Fanný og Alexander og ætli það verði ekki Mary Poppins eftir áramót? Þetta eru ólík verk. Það er kosturinn við þetta starf á Íslandi hvað fjöl- breytileikinn er mikill.“ Önnur áhugamál? „Ég á hesta. Það eru leifar af sveitinni. Hef líka gaman af að veiða og spilaði bad- minton í tuttugu ár en meiddi mig í löppinni í fyrra og hef tekið pásu í því. Svo á ég fjölskyldu og hef mikið gaman af að snúast kringum fólkið mitt. Það er áhugamál.“ LEIKLISTINNI FYLGIR LESTUR „Mér finnst ég betri myndlistarskoðandi en áður, vita meira um stefnur og stíla og hvað menn ætluðu sér,“ segir Jóhann sem leikur listmálarann Rothko í Borgarleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Innra vegakerfi tilfinninganna Jóhann Sigurðarson leikari tekst nú á við eitt af sínum stóru hlutverkum er hann túlkar listmálarann Mark Rothko sem nú er einn dýrasti málari seinni tíma en bjó við fátækt framan af ævinni. Gunnþóra Gunnarsdóttir heimsótti Jóhann á Arnarnesið og komst að því að hann ólst upp hjá einstæðri fjögurra barna móður. Báðir hlutu menningarlegt uppeldi þrátt fyrir bág kjör. Það voru 20-25 metrar milli bílanna eftir áreksturinn, höggið var svo mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.