Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 30

Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 30
29. september 2012 LAUGARDAGUR30 LÆKNUÐ Lilja Jónasdóttir segist oft hafa verið heppin í viðureign sinni við brjóstakrabbamein og er þakklát fyrir að hafa greinst með krabbamein á meðan æxlið var lítið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM L ilja Jónasdóttir hjúkr- unarfræðingur hefur unnið á dagdeild blóð- og krabbameinslækn- inga Landspítalans frá haustinu 1995, fyrst við almenn hjúkrunarstörf og krabba- meinslyfjagjafir en frá árinu 2007 hefur hún einbeitt sér að slökunar- meðferð fyrir krabbameinssjúka. Hún greindist með brjóstakrabba- mein vorið 2011. „Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að ég gæti fengið brjóstakrabbamein eins og aðrir. Og fór reglulega í Leitarstöð- ina sem ég mæli eindregið með að konur geri. Það var mjög djúpt á æxlinu sem ég fékk og ég hefði seint fundið það sjálf. Þarna gerði myndatakan gæfumuninn.“ Hætti strax í vinnunni Lilja segir að þegar hún fékk sím- talið um að hún væri með brjósta- krabbamein hafi hana verið farið að gruna að þannig væri því háttað hjá henni. „Mér var eiginlega sögð fréttin í þrennu lagi. Fyrst var ég kölluð inn til að láta taka stungu- sýni því myndin sýndi eitthvað sem gat þó verið krumpa á brjóst- inu. Svo var ég boðuð aftur í skoð- un og þá var mig tekið að gruna að ég væri með brjóstakrabbamein. Ég var svo í vinnunni þegar ég fékk tíðindin. Næsti sjúklingur til mín var einmitt kona með brjósta- krabbamein og ég stóð mig að því að vera að bera mig í huganum saman við hana, hvort mér myndi líða svipað og henni. Ég sá að þetta gekk ekki og tók mér frí frá vinnu strax eftir daginn.“ Lilja segir að flestum sé eðli- lega mjög brugðið við tíðindi um krabbamein og fjölskyldan henn- ar hafi þar ekki verið nein undan- tekning. Hún hafi sjálf hins vegar þekkt sjúkdóminn það vel í gegn- um sitt starf að hún hafi haldið ró sinni. „Ég vissi að ríflega 90 pró- sent þeirra sem fá sjúkdóminn eru enn lifandi eftir fimm ár og mjög margar þeirra læknast að fullu. Og ég vissi að æxlið var lítið þannig að ég var róleg. Svo róleg að ég frest- aði skurðaðgerðinni aðeins og fór í fyrirhugaða ferð með vinum til Ítalíu.“ Þegar heim var komið fór Lilja í skurðaðgerð og svo tók lyfjameð- ferð við. „Hún tók ansi mikið á. Eftir fyrstu tvær lyfjagjafirnar varð ég mjög veik, ég lækkaði svo mikið í blóðgildum að ég varð að fara upp á spítala. Vinnureglur eru þær að ég varð að fara á bráðamóttökuna í Fossvogi, þrátt fyrr að legudeild- ir fyrir krabbameinsveika séu á sjúkrahúsinu við Hringbraut. Í bæði skiptin varð ég að vera á bráðamót- tökunni í sex tíma áður en ég fékk grænt ljós til að fara með sjúkrabíl á krabbameinsdeildina við Hring- braut.“ Oft heppin í ferlinu Lilja hafði samþykkt að taka þátt í alþjóðlegri krabbameinsrannsókn áður en meðferð hennar hófst og hún segir að það hafi reynst henni happadrjúgt. „Ég var svo oft hepp- in í öllu þessu ferli. Til að mynda að ég skyldi drífa mig á Leitarstöð- ina þetta vor sem var ansi þéttsetið hjá mér. Ef ég hefði trassað rann- sóknina þá hefði getað farið svo að krabbameinið hefði breiðst út, ég var nefnilega með illvíga teg- und af brjóstakrabbameini. Í rann- sókninni var safnað gögnum um árangur krabbameinslyfjagjafar af hefðbundinni lengd og styttri með- ferðar með sömu lyfjum. Svo var ég svo heppin að lenda í þeim hópi í rannsókninni sem hlaut styttri meðferð en venjan er. Fyrirfram gat ég ekki vitað að ég myndi lenda í þeim hópi en ég ákvað að taka þátt eftir umhugsun, því auðvitað veltir maður fyrir sér hvort styttri með- ferð dugi til. Styttri lyfjagjöf þýddi að henni lauk fyrir jól hjá mér. En hefði ég fengið hefðbundna meðferð lyki henni nú í október.“ Þegar lyfjameðferð lauk tók geislameðferð við. „Ég kveið geisl- unum dálítið sem sýndi mér að maður kvíðir því sem maður þekkir ekki. En þeir fóru síðan betur í mig en lyfjagjöfin. Frelsissviptingin erfiðust Lilja segir að þrátt fyrir að hún þekkti vel til krabbameins og krabbameinsmeðferðar í gegnum sitt starf sitt hafi hún öðlast nýja sýn á upplifun sjúklinga. „Ég hafði auðvitað heyrt margar sögur, enda alltaf með fólk í einstaklingsmeð- ferð. Það er samt allt annar hand- leggur að ganga sjálfur í gegn um meðferð. Það sem reyndist mér erf- iðast fyrir utan verkina og veikind- in sem fylgdu lyfjameðferðinni var þessi frelsissvipting sem fylgir því að geta ekki treyst líkama sínum. Ég vissi aldrei hvernig heilsan yrði þannig að ég gat aldrei sagt til um hvort ég gæti mætt einhvers stað- ar. Svo fannst mér erfið upplif- un að þurfa að vera í lyfjagjöfinni með mörgum í einu, þurfa að heyra sjúkrasögur annarra. Einn til tveir í herbergi væri kappnóg.“ Lilja greip til ýmissa ráða til að létta sér lífið á meðan á erfiðri lyfjagjöf stóð, sem hún deilir fús- lega með lesendum Fréttablaðsins. „Ég horfði á eina skemmtilega bíó- mynd á dag. Það létti mér lífið til muna. Við hjónin sátum þá saman síðdegis eða á kvöldin og horfðum saman á myndina. Samstarfskona dóttur minnar sendi mér fulla tösku af DVD-myndum og svo aðra þegar ég var búin að horfa á þær allar. Svo fór ég í gönguferð á hverjum degi, fór alltaf eitthvað út þó stutt væri. Hreyfingin hjálpaði mér mjög mikið. Ég fór líka í leikfimi tvisvar í viku, hópþjálfun fyrir krabbameins- veika á Landspítalanum. Þessi þjálf- un hjálpaði mér einnig mjög mikið. Svo slakaði ég á þrisvar á dag.“ Lilja lærði á sínum tíma dáleiðslu í lækningarskyni og hefur beitt slök- un og dáleiðslu á krabbameinsveika. „Hún reynist mikið hjálpartæki til dæmis gegn áunninni ógleði. Ógleði sem sumir sjúklingar finna fyrir á leiðinni í lyfjameðferð, vegna þess að krabbameinslyfin hafa vald- ið þeim ógleði. Slökun er líka góð leið til að fást við kvíða. Mér fannst mjög gott að slaka á þrisvar á dag. En hugurinn var of órólegur til þess að ég gæti gert það hjálparlaust þannig að ég notaði geisladisk sem ég gaf út fyrir nokkrum árum og þannig náði ég að slaka á með því að hlusta á mína eigin handleiðslu.“ Hvítt hár fyrir brúnt Lilja segir fjölskylduna hafa stað- ið þétt við hlið hennar í veikind- unum. „Maðurinn minn, Stefán Halldórsson, kom með mér í allar lyfjameðferðirnar sem var líka gott fyrir hann. Þá gat hann spurt sinna spurninga og þurfti ekki að óttast að ég væri að matreiða sann- leikann fyrir hann. Svo var ómetan- legur stuðningur í því fyrir mig að hafa Sólveigu dóttur mína með mér þegar ég á lá inni vegna veikinda, hún var til dæmis minn talsmaður þegar ég var of veik til að standa í því að koma því til skila að ég væri með mjólkuróþol, en það var alltaf verið að gefa mér mjólkurmat. Vin- irnir voru líka í miklu sambandi og sjúkdómurinn var aldrei neitt feimnismál, enda varð ég ekkert vör við aumingjasvip eða vorkunn sem betur fer.“ Lilja og eiginmaður hennar eiga reyndar þrjár dætur, Ásta Björg er búsett í Danmörku og Hildur Kristín var í Japan síðasta vetur. „Ég ákvað að ég skyldi heimsækja hana þegar geislameðferðinni lyki sem var mikil hvatning í þjálfun- inni. Og það stóð heima, við fórum út í mars.“ Lilja er nú aftur komin út til fyrri starfa, sjálfri sér lík þó að brúna hárið sé orðið hvítt. „Ég vissi ekki að ég væri komin með svona fal- lega hvítt hár. Ég litaði það reyndar áður en svona óx það eftir hármiss- inn sem fylgdi lyfjagjöfinni,“ segir hún og brosir. Krabbameinið ekkert feimnismál Lilja Jónasdóttir var stödd í vinnu sinni í fyrravor þegar hún fékk símtal frá lækni sem greindi henni frá því að hún væri með brjóstakrabbamein. Hún sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur að það hefði reynst mikið happ að greinast snemma. Bleika slaufan, fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum, hefst formlega á mánudag og er það í þrettánda sinn sem átakinu er hrundið úr vör. Fyrsta slaufan var afhent í gær og jafnframt kynnt hver hannaði slaufuna sem að þessu sinni er hönnuð af skartgripaverk- stæðinu SIGN í Hafnarfirði. Hönnun slaufunnar byggir á tveimur blómum sem sveigjast hvort um annað og eru táknmyndir kvenna. Á bakhlið slaufunnar eru fjögurra blaða smárar en samkvæmt þjóðtrú eru þeir gæfumerki. Slaufan, sem seld er víða um land, kostar 1.500 krónur og er einnig fáanleg sem silfurnæla og silfurhálsmen. Krabba- meinsfélagið hefur sett sér það markmið að selja fimmtíu þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufu- sölunni lýkur. Fyrsta slaufan var að þessu sinni afhent biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, en hún tók við slaufunni úr hendi einnar af sex hvunndagshetjum sem tóku við bleiku slaufunni í fyrra úr hendi frú Vigdísar Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. BLEIK SLAUFA Í BARÁTTUSKYNI Það sem reyndist mér erfiðast fyrir utan verkina og veik- indin sem fylgdu lyfjameðferðinni var þessi frelsissvipting sem fylgir því að gera ekki treyst líkama sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.