Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 32

Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 32
29. september 2012 LAUGARDAGUR32 1979 1994 2009 Mesta afrekið var að lægja öldurnar árið 2009 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir merkum stjórnmálaferli að ljúka Tími Jóhönnu að lokum kominn Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að hætta í stjórnmálum er kjörtíma- bilinu lýkur í vor. Fréttablaðið rifjar af því tilefni upp nokkur eftir- minnileg augnablik úr ferli hennar frá því að Jóhanna hóf afskipti af verkalýðsmálum fyrir hönd flugfreyja og þar til hún settist í stól forsætisráðherra vorið 2009. Jóhanna er núna að ljúka merkum stjórnmálaferli sem hófst þegar Alþýðuflokkurinn vann stórsigur árið 1978. Það má segja að Jóhanna hafi átt ágætis feril á þingi sem bæði þingmaður og ráðherra en hann náði auðvitað hápunkti þegar hún var kölluð til í ársbyrjun 2009 þegar allt var að hrynja hér. Það verður talið hennar mesta afrek að lægja öldurn- ar þá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur spurður um arfleifð og feril Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra. „Auðvitað eru ekki allir sammála um þetta og því síður um verk henn- ar á stóli forsætisráðherra en það var ekki sjálfsagt að henni tækist að stilla til friðar. Eins og þetta horfir við mér hefði enginn annar stjórn- málamaður getað tekist þetta verk á hendur. Jóhanna naut trausts og stuðnings út fyrir raðir eigin flokks. Hún var líka þekkt sem málsvari minnihlutahópa sem átti ugglaust sinn þátt í þeirri sátt sem um hana skapaðist í kjölfar Búsáhaldabylt- ingarinnar.“ Guðni segir erfitt, vegna nálægð- ar við tímabilið að leggja mat á verk Jóhönnu. „Það er eflaust margt sem hefur tekist vel og annað sem hefur tekist miður vel. En ef nefna á eitt- hvað gagnrýnivert þá má segja að það sem helst hafi skort hjá Jóhönnu sé hæfni, kapp og löngun til að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi í þeim illdeilum sem við höfum staðið í í tengslum við Icesave. Hún hefur verið treg til að tala máli Íslands eins og eftir var tekið, sem skap- aði tómarúm sem aðrir gátu þá nýtt sér,“ segir Guðni sem metur það svo að þannig hafi forseta Íslands verið gefið svigrúm til að taka sviðsljósið sem hann hafi óspart nýtt sér. „En svo er auðvitað margt annað sem mætti nefna í tengslum við Jóhönnu. Hún er mikilvæg í sögu kvenréttinda hér á landi. Hún og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru þær konur sem hafa komist til mestra áhrifa í íslenskum stjórn- málum. Ekki síður má horfa til henn- ar í tengslum við baráttu samkyn- hneigðra. Hún var með þeim fyrstu í hópi samkynhneigðra til að ganga í hjóna- band og þó hún hafi aldrei viljað að kastljósinu væri beint að hennar einkalífi og íslenskur almenningur hafi ekki velt vöngum yfir því þá var það heimsviðburður að hér var sam- kynhneigður forsætisráðherra. ■ ÁHRIFAMESTA KONAN Í ÍSLENSKUM STJÓRNMÁLUM Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni í formannskjöri Alþýðuflokksins steig Jóhanna í ræðustól og mælti hin fleygu orð: Minn tími mun koma. Tími Jóhönnu kom óvænt í ársbyrjun 2009 þegar upp úr samstarfi Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar slitnaði í kjölfar hrunsins. Fáir ef nokkrir aðrir stjórn- málamenn en Jóhanna Sigurðardóttir hefðu getað stillt til friðar eftir hrun, að mati Guðna Th. Jóhannessonar. En tregða hennar til að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi í Icesave-deilunni gaf Ólafi Ragnari Grímssyni tækifæri til að taka sviðsljósið. Jóhanna setti ræðumet á Alþingi þegar hún talaði í samtals tíu klukkustundir og átta mínútur við aðra umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar félagsmálaráðherra. Metið stendur enn. 1998 Jóhanna Sigurðardóttir var fyrsta konan til að taka sæti á þingi fyrir Alþýðuflokkinn árið 1978. Árið 1966 skipaði hún 5. sæti á lista Alþýðuflokksins í borgarstjórnarkosningum. Leiðarahöfundur Alþýðublaðsins hrósaði þá þessari „ungu og myndarleg konu“ sem hefði nýlega verið kjörin formaður Flugfreyjufélagsins, „fegursta verkalýðsfélags í landinu“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.