Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 39

Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 39
FERÐIR LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012 Kynningarblað Á leikfimihátíð á Ítalíu Íbúðaskipti Á faraldsfæti um Ástralíu Áhugavert í Barcelona Heimasíða ferðalanga Matur á ferðalögum Úrval Útsýn k ynnir um helgina nýja og glæsilega haust- og vetrardagskrá en þá kemur nýr ferðabækling- ur út. Eins og venjulega er marg- ar spennandi nýjungar í boði í bland við eldri áfangastaði sem hafa notið vinsælda í mörg ár. Þor- steinn Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Úrvals Útsýnar, segir ferða- skrifstofuna bjóða upp á fjölbreytt úrval ferða í vetur þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Meðal spennandi nýjunga hjá okkur í vetur er nýr áfangastaður í skíðaferðum okkar sem er Cana- zei á Ítalíu. Síðan eru Kanaríeyjar alltaf jafn vinsælar en við bjóðum upp á tvo áfangastaði þar í vetur, Tenerife og Gran Canaria. Golfferð- irnar okkar hafa síðan slegið í gegn og er uppselt í þær allar. Svo virðist vera sem efnahagshrunið hafi haft lítil áhrif á golfþorsta landsmanna.“ Sólin vinsæl Sólþyrstum Íslendingum bjóð- ast nú reglulegar ferðir í vetur til tveggja áfangastaða á Kanaríeyj- um, Tenerife og Gran Canaria. Te- nerife er sannkölluð paradís fyrir vandláta ferðalanga enda nýtur hún sérstöðu fyrir einstakt nátt- úrufar og mikla veðursæld. „Það eru ekki mörg ár síðan Tenerife var kynntur aftur til sögunnar á Íslandi en staðurinn hefur fest sig gríðarlega vel í sessi. Það er alveg ótrúlegt hvað hann hefur fall- ið vel í kramið hjá Íslendingum.“ Góð hótel, snyrtilegt umhverfi og frábært loftslag einkennir Kan- aríeyjar. „Þar er aldrei of kalt eða heitt heldur stöðugur og þægileg- ur andvari. Kanaríeyjar eru í raun dæmi um hið fullkomna veðurfar og henta Íslendingum frábærlega vel.“ Gran Canaria býður upp á fjöl- marga spennandi gistimöguleika og fallegar strendur. „Þar er einn- ig mikið úrval veitingastaða, kaffi- húsa og frábærra verslunarkjarna.“ Einnig má nefna að skipulagðar ferðir Úrvalsfólks eru í boði í haust, vetur og vor til Tenerife, Gran Can- aria og Benidorm. Úrvalsklúbbur- inn er ferðaklúbbur ætlaður 60 ára og eldri. Frábærir skíðastaðir Úrval Útsýn býður upp á þrjá frá- bæra skíðastaði á Ítalíu í vetur. Nýr áfangastaður er kynntur til sög- unnar en um er að ræða Canazei sem tilheyrir einu besta og stærsta skíðasvæði heims sem kall- ast Dolomiti Superski. Í miðjum bænum er kláfur sem flytur skíða- fólk upp á skíðasvæði fyrir ofan bæinn þar sem hægt er að velja úr fjölda skíðaleiða. „Bærinn er ein- staklega líflegur og skemmtileg- ur. Í bænum er mikið úrval góðra veitingahúsa og kráa sem taka vel á móti skíðamönnum úr brekk- unni í lok dags og jafnvel langt fram á nótt.“ Einnig er boðið upp á skíðaferðir til Madonna og Selva Val Gardena. Báðir staðirnir bjóða upp á góða gistimöguleika, góða veitingastaði og frábæra skíða- brekkur að sögn Þorsteins. Siglt um heimshöfin Skemmtisiglingar á framandi slóðir hafa lengi verið vinsælar hjá Íslendingum. Í vetur býður Úrval Útsýn eins og fyrr upp á nokkrar stórskemmtilegar sigling- ar um fjarlægar slóðir. „Glæsileg- asta skemmtisigling okkar í vetur er fimmtán daga ferð sem hefst í Dubai og endar við strendur Ít- alíu. Ferðin býður upp á einstaka náttúrufegurð, sögu og menn- ingu og framandi áfangastaði þar sem meðal annars er boðið upp á spennandi skoðunarferð- ir.“ Úrval Útsýn bauð upp á sömu ferð í fyrra að sögn Þorsteins og sló hún í gegn. Auk þess er boðið upp á þrjár spennandi siglingar um Vestur-Karíbahaf þar sem endað er í Flórída. Konur skemmta sér Úrval Útsýn hefur um nokkurra ára skeið boðið upp á skemmti- legar kvennaferðir undir nafninu „Ný og betri“. Um er að ræða viku- ferðir þar sem þaulvanir leiðbein- endur blanda saman skemmtun og uppbyggilegum námskeiðum í góðu veðri á suðlægum strönd- um. „Þessar ferðir hafa skilað til baka alveg gríðarlega ánægðum þátttakendum. Ferðirnar eru góð blanda af hreyfingu og fyrirlestr- um en um leið fá þátttakendur góðan frítíma. Þessi ferð er fyrir konur á öllum aldri.“ Af öðrum spennandi kostum nefnir Þorsteinn borgarferðirn- ar sívinsælu og ýmsar íþrótta- og tónlistarferðir sem íþróttadeild Úrvals Útsýnar skipuleggur fyrir hópa og einstaklinga. Hægt er að lesa nánar um allar ferðir Úrvals Útsýnar á heimasíðu þeirra, www.urvalutsyn.is. Skemmtilegur ferðavetur fram undan með Úrvali Útsýn Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn kynnir glæsilegan ferðabækling um helgina. Auk vinsælla sólarlandaferða eru margar fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir í boði í vetur. Meða nýjunga í vetur er nýr áfangastaður í skíðaferðum. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar. MEIRA Á UU.IS TENERIFE | KANARÍ | ÚRVALSFÓLK | BORGIR | SKÍÐI | SIGLINGAR | SÉRFERÐIR | GOLF | ENSKI BOLTINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.