Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 40

Fréttablaðið - 29.09.2012, Side 40
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 20122 Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hefur í rúm tuttugu ár boðið upp á skíðaferðir til Vail í Colorado í Bandaríkjunum. „Skíðasvæðið í Vail er stærsta samfellda skíðasvæði Norður-Ameríku en það er yfir 2.500 hektarar,“ segir Signý Guðmundsdóttir. „Þar má finna brekkur við allra hæfi, bæði troðnar og ótroðnar. 34 skíðalyftur eru á þrem- ur svæðum og er auðvelt að skíða á milli þeirra. Sami lyftupassi gild- ir á öllu svæðinu í Vail. Ýmisleg önnur afþreying er í fjallinu, svo sem Adventure Ridge-skemmtigarðurinn en þar má finna skautasvell, snjósleðabrautir, skíðahjól, trampólín og margt fleira.“ Ferðaskrifstofan býður upp á beint flug til Denver en þaðan er tveggja klukkustunda akstur til Vail. Gist er á hótelinu Ever- green Lodge sem er í hjarta Vail og í göngufæri við aðallyftustöð- ina. „Vail er ekki bara stórkostlegt skíðasvæði heldur er bærinn lif- andi og skemmtilegur með fjölda verslana og veitingahúsa. Af feng- inni reynslu vitum við að besti tíminn í Colorado er febrúarmánuður en þá er nægur snjór og púðurfæri algengt. Við mælum með að fólk komi til Vail og upplifi,“ segir Signý. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar, www.ferdir.is. Yfir 20 ára reynsla Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar býður upp á ferðir til skíðasvæðisins í Vail. Flogið er beint til Denver og gist á hóteli í hjarta Vail. Signý segir að í Vail sé ekki bara stór- kostlegt skíðasvæði heldur sé bærinn líka lifandi og skemmtilegur. MYND/GVA Besti tíminn í Colorado er febrúarmán- uður en þá er nægur snjór og púðurfæri algengt. Sýningin heitir Golden Age Gym Festival og er ætluð fimmtugum og eldri. Guðni segir að karlarnir í leikfimihópn- um hafi hlegið í nokkrar vikur þegar þátttakan var fyrst nefnd við þá. Það var því ekki úr vegi að spyrja Guðna hvernig þetta hafi komið til. „Jú, við erum að fara á einhvers konar leikfimimót aldr- aðra á Ítalíu. Ástæðu þess má rekja til Fréttablaðsins. Einhverra hluta vegna komst blaðamaður þar á bæ á snoðir um þennan karlaleik- fimihóp og fylgispekt hans við Sól- eyju Jóhannsdóttur leikfimikenn- ara en sumir hafa verið hjá henni í tuttugu ár. Einn úr hópnum, Rúnar Gunnarsson, var í viðtali við blað- ið en það reyndist draga dilk á eftir sér. Eftir viðtalið fékk hann nefni- lega tölvupóst frá Fimleikasam- bandi Íslands þar sem okkur var bent á þessa leikfimihátíð á Ítalíu. Spurt var hvort þetta væri ekki eitt- hvað fyrir okkur?“ Guðni segir að hópurinn, sem samanstendur af ellefu körlum, hafi litið á þetta sem brandara fyrst í stað. „Síðan komst Sóley á snoðir um þetta og viku síðar var ákveð- ið að við færum þarna suður eftir. Eiginkonurnar taka virkan þátt í þessu með okkur. Við ætlum að sýna atriðið tvisvar á hátíðinni,“ segir Guðni og bætir við að þetta séu svona smávegis dansspor, arm- beygjur og pínulítið sipp. En eru fimleikar í þessu? „Nei, við megum nú þakka fyrir að geta gert armbeygjurnar,“ svara Guðni og hlær. Bætir síðan við: „Þú ert nú ekki að tala um einhverja unglinga. Fyrst var þetta einungis venjuleg leikfimi, svo fór Sóley að bæta við danssporum og nú er þetta orðið að dansatriði. Við ákváðum í upp- hafi að gera þetta í þeirri trú að við ættum að sýna leikfimi en smám saman tók dansinn yfir hjá Sóleyju. Hefði okkur verið sagt í vor að við ættum að sýna dans hefðum við aldrei tekið þetta í mál.“ Karlahópurinn verður í sér- hönnuðum búningum en hátíðin byrjar á skrúðgöngu. „Þetta verð- ur eins og á Ólympíuleikunum með fánabera og flöggum. Þarna koma 1650 manns víðs vegar frá í Evrópu og sýna stutt atriði á pöll- um í þorpi sem heitir Montecat- ini Terme. Við sýnum á mánudag og miðvikudag en hópurinn fer út í dag,“ segir Guðni og bætir við. „Við ætlum bara að hafa gaman af þessu. Við búumst ekki við að leggja heiminn að fótum okkar sem íþróttamenn en gerum okkar besta.“ Æfingar hafa staðið yfir í ágúst og Guðni segir að Sóley hafi tekið þetta mjög alvarlega. „Annars æfum við hjá henni tvisvar í viku yfir veturinn. Þetta er fjölbreytt leikfimi sem gerir okkur gott. Við værum ekki þarna ár eftir ár nema vegna þess að árangurinn skilar sér og þetta er skemmtilegt,“ segir Guðni sem er farinn að hlakka til ferðarinnar, enda aldrei komið til Ítalíu áður. Með í förinni er 25 manna hópur frá Akranesi sem æfir línudans. En verður sýningunni sjónvarp- að? „Nei, það er bannað. Sonur einna hjónanna hefur meira að segja hótað öllu illu ef þetta fer á Youtube.“ elin@365.is Sýna dans á leikfimihátíð aldraðra Guðni Kolbeinsson er í skemmtilegum karlaleikfimihóp í Kramhúsinu. Hópurinn er nú á leið til Toskana á Ítalíu þar sem hann tekur þátt í leikfimisýningu. Karlarnir ætla að sýna dansatriði en það hefði þeim ekki dottið í hug þegar ferðin var ákveðin. Ég veit aldrei hvort þú ert að koma eða fara, syngur Rod Stewart í laginu sem Sóleyjardrengirnir leika listir sínar eftir. Frá vinstri Ólafur Jón Bríem, Rúnar Gunnarsson, Sigurður Björgúlfsson, Björn Sveinsson, Hróbjartur Hróbjartsson, Ágúst Þór Gunnarsson, Guðni Kolbeinsson, Hafliði M. Guðmundsson, Sigurður Björgvinsson og Einar Karl Haraldsson. MYND/VILHELM VAIL í rúm 20 ár!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.