Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 20124 Páll Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri Ferðafélags Ís-lands, segist vera stoltur yfir því að fyrir nokkrum dögum var opnaður nýr Baldvinsskáli á Fimm- vörðuhálsi. Skálinn kemur í stað eldri skála sem þar var. „Þetta er 60 fermetra vel búið hús. Með því erum við að stórbæta aðstöðu og öryggi fyrir ferðamenn. Gamli skálinn var kominn til ára sinna og ekki í góðu standi. Nú kemur þessi nýi í stað- inn sem mun gjörbreyta aðstöðu ferðamanna. Það er mjög ánægju- legt að búið sé að reisa þennan nýja skála. Þarna hefur fólk skjól í öruggu húsi eða getur komið við og borðað nestið sitt. Húsið er hins vegar ekki ætlað fyrir gistingu nema í algjörri neyð en um tuttugu manns geta gist í skálanum í neyðartilfellum. Hins vegar er hægt að gista í skála Útivist- ar ofar á hálsinum,“ segir Páll. Ferðaáætlun Ferðafélagsins kemur út í byrjun janúar og þar verður að venju fjölbreytt úrval ferða við allra hæfi. „Fjallaferðirn- ar okkar, eitt fjall á viku eða eitt fjall á mánuði halda áfram en hægt er að skrá sig í það verkefni um áramót- in. Fjallaferðirnar hafa notið mik- illa vinsælda. Fram undan er örlítið að hægj- ast á eftir sumarið og framboð á ferðum kannski ekki jafnmikið og í sumar. Þó verður alltaf ein og ein dags- eða helgarferð í boði. Við erum að klára samstarf við Háskóla Íslands en við höfum boðið upp á gönguferðir um borgina með leið- sögn. Síðan verða aðventuferðir og aðrar stemningsferðir í kringum jól og áramót, blysganga og þess konar.“ Allar upplýsingar um ferðir birt- ast á heimasíðunni, www.fi.is. Þarna hefur fólk skjól í öruggu húsi eða getur komið við og borðað nestið sitt. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélag Íslands, segir margt spennandi vera á döfinni í útivistarferðum í haust og vetur. Nýr Baldvinsskáli Ferðafélagsins vígður Ferðafélag Íslands hefur í boði margar skemmtilegar ferðir, jafnt styttri sem lengri og við allra hæfi í vetur. Mikil fjölgun hefur orðið á þátttöku í ferðunum og útivistaráhugi er stöðugt að aukast. Ferðamönnum sem koma til Barcelona fjölgar ár frá ári. Ár hvert er slegið nýtt met en mikil fjölgun er á ferðamönnum frá Austur- Evrópu og Rússlandi. Árið 2010 komu 7,3 milljónir ferðamanna til Barcelona þegar nýtt met var slegið en þeir voru enn fleiri í fyrra. Allt stefnir í enn eitt metið þetta árið. Barcelona var mest sótta borgin í Evrópu á síðasta ári. Á Römblunni, sem er frægasta gata í Barcelona, er erfitt að ganga um vegna mannfjölda þegar ferðamannatíminn stend- ur sem hæst. Samfara þessu hefur verðlag stigið og margir kvarta yfir því að þurfa að borga 12 evrur (tæpar 2.000 krónur) fyrir bjór- glas á þessari frægu götu. Það er margt spennandi að sjá í Barcelona og ferðamenn eru dug- legir að heimsækja helstu staði. Eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar er Magic-gosbrunnurinn við Montjuic- höllina. Þúsundir ferðamanna fylgj- ast með þegar þessi stóri og merkilegi gosbrunnur fer í gang með mikilli vatnasýningu, tónlist og glæsileg- um litbrigðum. Gosbrunnurinn var byggður fyrir heimssýninguna 1929 og þótti mikið undur á þeim tíma. Hönnuðurinn Carles Buigas lagði þessa hugmynd fram ári fyrir sýn- inguna en fæstir trúðu að hægt væri að að byggja svo metnaðarfullt verk- efni á svo skömmum tíma. Um 3.000 starfsmenn voru ráðnir til að vinna við gosbrunninn og þeim tókst að ljúka verkefninu á rétt- um tíma. Gosbrunnurinn þykir mikið listaverk og ferðamenn taka and- köf af hrifningu þegar sýningin fer í gang. Um 2.600 lítrar af vatni flæða upp úr gosbrunninum á hverri sekúndu í sýningunni og dansa með ljósum og tónlist í glæsilegu atriði. Fyrir þá sem eru á leið til Barcelona þá skal upplýst að vetr- artími sýninganna er á föstudögum og laugardögum á hálftíma fresti, klukkan 19, 19.30, 20 og 20.30. Glæsileg vatnasýning í Barcelona Þeir sem leggja leið sína til Barcelona ættu að skoða galdra-gosbrunninn. Vatnaturninn í Barcelona er glæsi- legur. Ferðalög á næsta leyti? Pantaðu bílaleigubílinn hér heima á avis.is eða í síma 591 4000 og njóttu ferðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.