Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 44

Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 44
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 20126 Matur er ómissandi förunautur á lífsins ferðalögum. Stór hluti upp- lifunar ferðafólks úr ókunnum löndum felst í munnbitum sem aldrei gleymast. Hér eru nefnd sum af bestu matarlöndum heims: ● Taíland stendur á vegamótum Indlands, Kína og Eyjaálfu og mat- armenning Taílendinga sameinar það besta úr þremur áttum. Ein- kennandi er hvítlaukur og rauður pipar, en einnig límónusafi, kórí- ander og sítrónugras. ● Frakkland er dásamað á heimsvísu fyrir sælkerafæði, hvort sem í munninn rata ostar, kampavín, sniglar eða snittubrauð. Í franska eldhúsinu er daðrað við hráefnið og í hverju héraði finnast áhrif veðurfars og landsvæðis í sérréttum hússins. ● Spánn er heimaland unaðslegrar matarupplifunar og þykir kata- lónska eldhúsið allra best. Þar er saffran, broddkúmen og hun- ang notað til kryddunar sjávarfangs og kjötrétta, umlukið fínustu sósum. ● Kína geymir fágaðasta bragðskyn heims og í eldhúsinu gætir jafn- vægis yins og yangs í öllum máltíðum. Þannig eru grænmeti og ávextir bornir fram á móti heitkrydduðum aðalréttum og hrísgrjón og núðlur með nánast öllum réttum. ● Mexíkó er undir sterkum spænskum áhrifum þegar kemur að mat- argerð en einnig frönskum og afrískum. Kjötréttir með baunum úr ýmsum áttum eru áberandi og notaðir sem fyllingar í harðar og mjúkar maískökur. ● Ítalía er heimaland vinsælustu rétta veraldar og engin furða þótt matur sé frægasta útflutningsvara Ítala. Þaðan koma þunnbotna pitsur, pasta og rísottó og enginn hellir upp á betra kaffi en Ítalir. ● Indland er land síbreytilegrar matargerðarlistar því þar breytist bragð landshorna á milli. Exótísk krydd einkenna indverska mat- armenningu í bland við lostæta matseld á hrísgrjónum, grænmeti, fisk og kjöti. Með ferðabragð í munni Á síðunni Bakpokinn.com er að finna fjöldann allan af upplýsingum um ferðalög og þá einna helst svo kölluð bak- pokaferðalög. Þrúður Helgadóttir á veg og vanda af síðunni. Ferðanörd „Ég var og er algjört ferðanörd og var í ferðamálafræði frá 2002- 2006 í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Vinir mínir voru alltaf að leita til mín varðandi upplýsingar um tengla á ferðaskrifstofur sem sér- hæfðu sig í heimsreisum og þess háttar. Út frá því kviknaði sú hug- mynd að stofna heimasíðu til að halda utan um allar þessar upp- lýsingar. Síðan þá hefur Bakpok- inn.com vaxið og dafnað og er orðin sú íslenska síða sem hefur að geyma hvað mestan fróðleik um bakpokaferðalög.“ Þar má nálgast allar upplýs- ingar um svokölluð Round the world flights, eða flug umhverf- is heiminn, ferðaskrifstofur, gist- ingu, ferðamáta, bólusetning- ar, nauðsynlegan farangur, mis- munandi sjúkdóma eftir svæðum og ótal margt fleira. Síðan er í raun draumasíða þess sem hyggur á ferðalög upp á eigin spýtur um heiminn. Hefur áhrif Þrúður hefur unnið síðuna í sjálf- boðavinnu en ferðalög eru henn- ar aðalástríða. „Þegar ég var að byrja með síðuna voru fáir að fara í heimsreisur. Fljótlega eftir að hún opnaði og heimsreisublogg fóru að birtast, virtist þeim fjölga sem fóru í slíkar ferðir. Ég vil trúa því að síðan hafi átt þar stóran þátt, sem getur verið algjör vitleysa í mér,“ segir Þrúður og hlær. Kennir ensku í Síle Um þessar mundir býr Þrúður í Síle, í strandbænum La Serena sem er um 500 kílómetra norður af Santíago. Þar kennir hún heima- mönnum ensku. „Heima á Hellu var mikið af Sílebúum um tíma og ég átti kærasta þaðan. Ég hef því komið hingað nánast óslitið í 1-3 mánuði á ári undanfarin tíu ár. Svo þegar efnahagsástand- ið á Íslandi fór versnandi hugs- aði ég mér til hreyfings. Í Síle er gott efnahagsástand, næga vinnu að fá og yndislegt fólk. Ég tók því TEFL-próf á netinu, sem er ensku- kennslupróf, og flutti til Síle til að kenna ensku.“ Ekki á leiðinni heim strax Þrúður segist njóta sín vel í smá- bænum og ekki væsi um hana. Hún nýtur daganna og sinnir áhugamálum sínum á daginn og kennir á kvöldin. „Ég leigi her- bergi, sem dugar mér, fer oft út að borða og út á lífið og hef það bara mjög fínt.“ Spurð um hvort hún ætli sér ekki að koma heim segist hún ætla að vera í Síle fram í apríl á næsta ári. „Þá fer ég til Perú sem leiðsögu- maður. Það eru 16-20 manns að koma í þá ferð. Ég bóka rútu fyrir fólkið og verð leiðsögumaður þess um svæðið sem við ferðumst um.“ Ferðafrelsi mikilvægt Mörg járn eru í eldinum hjá Þrúði, en hún stóð fyrir undirskrifta- söfnun þar sem ríkistjórnin ís- lenska var hvött til að semja við ríkistjórn Ástralíu og Nýja-Sjá- lands um svokallað vinnuleyfi, eða Working Holiday Visa. „Leyf- ið er fyrir ferðamenn á aldrinum 18-30 ára til að vinna og ferðast í allt að 12 mánuði án þess að fá sérstakt dvalarleyfi. Þetta leyfi stendur flestum Evrópulöndum til boða og öllum Norðurlöndunum nema Íslandi. Það tókst að safna 500 undirskriftum og skrifaði ég bréf til þingmanna, ræðismanna og Íslendingafélaga til að vekja at- hygli á málinu. Þannig að þetta er í vinnslu.“ Sjálfboðaliðasamtök í Amazon Árið 2010 stofnaði Þrúður sjálf- boðaliðasamtökin Wachimak í Amazon-regnskógunum í Ekva- dor. „Þar getur fólk farið og unnið með Kicwa-indíánum. Þá gist- ir það hjá þeim og vinnur við kennslu- og samfélagsstörf, líkt og að kenna börnum ensku, kenna listgreinar, samfélagsgreinar, íþróttir eða annað skemmtilegt. Einnig er hægt að vinna á ökrun- um með indíánunum við lífræna ræktun.“ Mjög margir alls staðar að úr heiminum hafa tekið þátt í starfinu. Hægt er að kynna sér starfið nánar á http://www.wachi- mak.com. Sé einhver að huga að því að leggja upp í heimsreisu ætti hann að byrja ferðina á því að líta inn á heimasíðu Þrúðar www.bakpok- inn.com. Hefur ferðaþrá í blóðinu Þrúður Helgadóttir stofnaði síðuna Bakpokinn.com árið 2004. Þar með sameinaði hún áhugamál sín; óstjórnlega ferðalöngun og tölvuáhuga. Í dag býr hún í strandbænum La Serenea í Síle og kennir heimamönnum ensku. Hér er Þrúður á góðri stund ásamt samstarfsfélögum sínum úr skólanum þar sem hún kennir ensku. Kynnisferðir voru stofnaðar 1968 og er því eitt elsta og rótgrónasta fólksflutninga- fyrirtæki landsins. Frá árinu 1979 hafa Kynnisferðir séð um akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. Þessi elsta áætlunarleið hófst með samn- ingi við Flugleiðir um akstur með f lugfarþega og f lugáhafnir milli Reykjavíkur og flugvallarins. Í dag eru farnar allt að tuttugu ferðir til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á degi hverjum. „Í hvert sinn sem áætlunar- og leiguflugvélar lenda á Keflavíkur- flugvelli þá er f lugrúta til staðar. Hvort sem fólk er að fara í flug eða koma úr því, þá getur það hoppað áhyggjulaust upp í f lugrútuna og notið þess að komast á einfaldan og öruggan hátt á áfangastað. Ferð- unum fjölgar svo eftir því hversu mörg flug eru í gangi hverju sinni. Á góðum degi í júlí voru um þrjá- tíu brottfarir frá f lugstöðinni til Reykjavíkur,“ segir Þórarinn. Flugrútan fer frá Umferðarmið- stöðinni BSÍ og stoppar á leiðinni til móts við Aktu-Taktu í Garðabæ og gegnt Fjörukránni í Hafnarfirði á leið sinni út á völl. „Fólk getur þannig sparað sér tíma og fyrirhöfn með því að taka rútuna. Það þarf ekki að finna stæði fyrir bílinn á flugvellinum með til- heyrandi kostnaði eða hafa áhyggj- ur af því að fá einhvern til að keyra sig. Þetta er einföld og þægileg leið til að komast á milli höfuðborgar- svæðisins og flugvallarins.“ Hægt er að bóka far með Flugrút- unni í tveimur einföldum skrefum á heimasíðunni www.flugrutan.is „Með útprentaðan miða kemst far- þeginn beint um borð í rútuna og sleppur þannig við biðraðir. En að sjálfsögðu er hægt að kaupa miða bara á BSÍ eða í flugstöðinni. “ Nánari upplýsingar um flugrút- una og brottfarir frá BSÍ er að finna á www.flugrutan.is. Upplýsingar um aðrar ferðir og þjónustu er að finna á www.re.is. Flugrútan alltaf til taks Reykjavík Excursions – Kynnisferðir reka Flugrútuna sem ekur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. „Einföld og þægileg leið fyrir fólk til að komast til og frá flugvellinum,“ segir Þórarinn Þór, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins. „Fólk getur sparað sér tíma og fyrirhöfn með því að taka Flugrútuna.“ MYND/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.