Fréttablaðið - 29.09.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 29.09.2012, Síða 46
KYNNING − AUGLÝSINGSnjallsímaforrit LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 20128 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, s: 512 5432, tp. sverrirbs@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Pósturinn setti nýtt snjallforrit á markað á síðasta ári sem hefur fengið góðar við-tökur. Snjallsímaforritið er ætlað Andro- id- og iPhone-símum og þar geta viðskiptavinir Póstsins sótt ýmsa þjónustu og flett upp gagn- legum upplýsingum. Ágústa Hrund Steinars- dóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Pósts- ins, segir viðskiptavini fyrirtækisins hafa tekið snjallsímaforritinu fagnandi enda stórbæti það þjónustuna og spari mikinn tíma. „Við- skiptavinir okkar geta nýtt snjallsímaforrit- ið á ýmsan hátt. Fyrst má nefna að hægt er að rekja sendingar bréfa og pakka í forritinu og finna hvar í ferlinu sendingin er stödd. Þetta á bæði við um sendingar sem viðskiptavinir eiga von á og þær sem fara frá þeim.“ Ágústa segir þjónustuna mikið notaða, bæði í snjall- símaforritinu en einnig á vef fyrirtækisins. „Viðskiptavinur okkar fær viðtökunúmer sem hann nýtir til að fylgjast með hvar sendingin er stödd hverju sinni. Þannig er hægt að fylgj- ast betur með því hvar og hvenær hægt er að nálgast sendinguna. Þetta er auðvitað mun fljótlegri og þægilegri leið en að hringja í þjón- ustuver okkar eða fara á næsta pósthús en að sjálfsögðu tökum við vel á móti viðskiptavin- um þar líka.“ SMS-frímerki spara sporin Önnur þjónusta í snjallsímaforritinu snýr að svokölluðum SMS-frímerkjum. „Þetta eru í raun og veru frímerki sem viðskiptavinir kaupa í gegnum símann sinn. Þeir óska eftir ákveðn- um fjölda frímerkja með SMS-i í númerið 1900 eða í gegnum snjallsímaforritið og fá til baka kóða sem þeir skrifa á umslagið. Þannig spara þeir sér sporin og þurfa ekki að kaupa frímerki í næsta pósthúsi. Þessi aðgerð er í boði fyrir alla GSM-síma og ekki bundin við snjallsíma- forritið.“ Nýjungin kom á markað fyrir síð- ustu jól og vakti mikla athygli að sögn Ágústu. „Viðskiptavinir okkar voru mjög ánægðir með þessa nýjung og hafa nýtt sér þessa þjónustu stöðugt síðan.“ Af öðrum þjónustuþáttum sem hægt er að nýta má nefna gagnvirkt kort þar sem hægt er að finna öll pósthús og póstkassa á landinu ásamt upplýsingum um póstnúmer og opn- unartíma. „Fæstir eru með það á hreinu hvar næsti póstkassi er. Snjallsímaforritið gerir við- skiptavinum kleift að kaupa SMS-frímerki og finna svo næsta póstkassa. Einfaldara getur það ekki orðið.“ Að lokum nefnir hún valmöguleika þar sem hægt er að hringja í þjónustuver Póstsins með einum hnappi auk þess sem hægt er að fletta upp verðskrá Póstsins. Ágústa segir valmöguleikann þar sem hægt er að rekja sendingar vera vinsælastan. „Þessi þjónusta er einnig mikið nýtt inni á vefnum hjá okkur. SMS-frímerkin sækja síðan stöð- ugt á enda afar þægilegur kostur fyrir við- skiptavini. Einnig má nefna valmöguleikann að finna póstkassa og pósthús en hann sækir einnig mikið á.“ Spennandi viðbætur fram undan Ýmsar viðbætur og nýjungar eru á teikniborð- inu að sögn Ágústu enda þýðir lítið að henn- ar sögn að setja snjallsímaforrit á markað ef ekki er ætlunin að þróa það áfram. „Það er svo margt sem hægt er að þróa áfram í svona hlutum. Það eru einhverjar viðbætur í pípun- um sem ekki er rétt að greina frá núna en það verður eitthvað mjög spennandi.“ Þegar Póst- urinn hóf undirbúning að gerð snjallsímafor- ritsins voru sambærileg fyrirtæki skoðuð er- lendis. Ágústa segir þar vera mikið lagt upp úr verðþættinum þannig að viðskiptavinir geta reiknað út hvað kosti að senda bréf og pakka. „Það er vissulega þáttur sem við höfum skoðað. Það væri gaman að sjá til dæmis reiknivél inni í snjallsímaforritinu okkar. Við teljum okkur þó hafa góða þjónustu að bjóða upp á fyrir við- skiptavini okkar miðað við sambærileg fyrir- tæki erlendis en mörg þeirra bjóða ekki enn þá upp á svona þjónustu.“ Pósturinn hefur að sögn Ágústu fengið mjög góð viðbrögð við snjallsímaforritinu frá við- skiptavinum enda var lagt upp með það í upp- hafi að hafa viðmótið einfalt. „Markmiðið er auðvitað að flýta fyrir og því er óþarfi að flækja hlutina. Aðalmarkmiðið er að spara tíma fyrir viðskiptavini okkar og veita betri þjónustu.“ Hægt að nálgast snjallsímaforritið ókeypis á vef Póstsins, www.postur.is. Tímasparnaður og betri þjónusta Snjallsímaforrit Póstsins einfaldar og bætir þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins. Viðskiptavinir Póstsins hafa tekið því mjög vel enda sparar það oft mikinn tíma og fyrirhöfn. „Aðalmarkmiðið er að spara viðskiptavinum okkar tíma og veita betri þjónustu,“ segir Ágústa Hrund Steinars- dóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. MYND/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.