Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 82
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 201216 Flug með lítil börn getur verið óárennilegt. Því er mikilvægt að undirbúa ferðalagið með spennandi dægradvöl og vistum fyrir börnin, hvort sem flug- leiðin er stutt eða löng. ● Flugferð með litlum börnum er meiri streituvaldur fyrir foreldrana en börnin sjálf. Dragið því djúpt andann og haldið ró ykkar þótt barnið gráti, öskri eða sparki í sætið fyrir framan. Hafið hugfast að þið greidduð fyrir farið, rétt eins og barnlausa fólkið sem horfir á með hneykslunarsvip, og að hvergi komi fram að börn séu óvelkomnir farþegar í flugvélum. ● Ekkert er tekið fram um öryggi barna þegar fjöl- skyldan flýgur saman. Takið því vel eftir leiðbeining- um flugþjóna um öryggisbúnað og öryggisútganga og hafið börnin ávallt spennt í flugtaki, lendingu og við ókyrrð í háloftunum. ● „Töfrataska“ er nauðsynlegur ferðafélagi með börnum. Hafið í henni staðgott snarl og smávegis sælgæti og eitthvað sem barnið hefur ekki séð áður. Það gæti verið ný bók, litir og litabók, límmiðar, spila- stokkur, púsluspil eða nýtt leikfang með ljósum og tökkum. Gott er að syngja eða lesa fyrir börnin, leika við þau með fingurbrúðum, tala um það sem sést út um gluggann eða horfa saman á nýja mynd í DVD- spilara. Passið upp á að rafknúin tæki séu fullhlaðin eða með nýjum rafhlöðum áður en lagt er af stað. GLÖÐ BÖRN Í HÁLOFTUNUM BRATTASTA GATA HEIMS Baldwin-stræti í borginni Dunedin á Nýja-Sjálandi er talin vera brattasta íbúagata heims og er viðurkennd af Heims- metabók Guinness sem slík. Gatan er 350 metra löng og er lægst þrjátíu metra yfir sjávar- máli en rís svo í hundrað metra yfir sjávarmál. Brattari hlutar götunnar eru úr steypu til að auðvelda viðhald því ef hún væri úr malbiki eins og aðrir hlutar hennar myndi það leka niður á sólríkum dögum. Gatan er nefnd eftir William Baldwin, bæjarfulltrúa og stofnanda dag- blaðs, sem deildi svæðinu niður. HALTU KJAFTI! Frakkar eru ruddalegasta þjóðin heim að sækja segir á ferðavefnum Skyscanner.com. Könnunin fór fram fyrr á þessu ári með þeim hætti að notendur síðunnar voru beðnir að velja þau lönd þar sem heimamenn brosa aldrei og eru yfirhöfuð óvingjarnlegir. Evrópubúar komu almennt illa úr könnun- inni en 20 Evrópuþjóðir eru á listanum sem inniheldur 34 þjóðir. Næstir á listanum og stutt á eftir Frökkum eru Rússar og Bretar fylgja þar á eftir. Sjö af tíu efstu þjóðum á listanum eru Evrópuþjóðir en Ísland er ekki á listanum. Nokkrar Asíuþjóðir eru listanum og er Kína efst þeirra í sjötta sæti. Íbúar Mið- og Suður-Ameríku og Afríku eru samkvæmt listanum kurteisir og brosmildir við ferðamenn en einungis tvær þjóðir þaðan komust á listann, Egyptaland og Brasilía. Skyscanner.com er aðsóknarmesti ferðavefur í Evrópu með yfir 25 milljónir heimsókna í hverjum mánuði. SÖFN OPIN ALLA NÓTT INA Í PARÍS Þann 6. október verða flest söfn og gallerí í París opin alla nóttina. Auk þess verða margar sundlaugar og ýmsar opinberar byggingar einnig opnar. Við- burðurinn kallast Hvíta nóttin og hefur verið haldinn síðan árið 2002. Hvíta nóttin nýtur mikilla vinsælda meðal Parísarbúa og þeirra mörgu ferðamanna sem heimsækja borgina ár hvert. Auk hefðbundinna sýninga á söfnum og galleríum borgarinnar er boðið upp á ljósasýningar og ýmsar óvæntar sýningar. Ókeypis er inn á alla viðburði. ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | MEIRA Á URVALUTSYN.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.