Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 94
29. september 2012 LAUGARDAGUR50 krakkar@frettabladid.is 50 Teikningar og texti Bragi Halldórsson 11 Á himninum sáu þau hóp af Nafn og aldur: „Ég heiti Adri- an Sölvi Ingimundarson og er 15 ára.“ Er einhver saga á bak við Adrian nafnið? „Mamma mín er frönsk og því er fyrra nafn- ið franskt og seinna rammís- lenskt.“ Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að skrifa sögur? „Ég var 12 ára þegar ég gerði fyrstu söguna mína.“ Hvernig kom það til að þú fórst að skrifa bækur? „Ég var held ég svona 10 ára þegar ég reyndi að gera mína fyrstu bók sem var þá reyndar einungis teikn- uð og átti að vera teiknimynda- saga, en það varð aldrei neitt úr því vegna þess að ég var svo óánægður með myndirnar.“ Hvernig datt þér í hug að gera klippimyndir? „Það kom fransk- ur maður hingað til Íslands sem var að lesa upp úr sögum sem hann hafði búið til og ég var beðinn um að koma til þess að þýða yfir á íslensku fyrir krakkana á leikskólanum. Í þeirri ferð kynntist ég þessari nýju aðferð við að búa til klippi- myndir.“ Gerir þú myndirnar með skær- um eða í tölvunni? „Ég þró- aði mína aðferð við að búa til klippimyndir og nota aðeins pappír sem ég klippi og lími hvern ofan á annan.“ Ertu mikið í tölvu? „Nei ég er ekki mikill tölvukall en kann samt smá á þær. Auðvitað lærði ég heilmikið við að setja bæk- urnar upp í tölvunni. Lestu mikið sjálfur? „Þegar ég var yngri las ég á hverju kvöldi en núna er það meira lestur fyrir skólann.“ Er erfitt að fá hugmyndir í sög- urnar? „Þegar ég er að búa til bækurnar þá er í rauninni erf- iðast að klára verkefnið til enda, því það er ekki erfitt að fá góðar hugmyndir en það er erfiðara að framkvæma þær og ljúka. „Veistu alltaf hvernig myndir passa við? „Þegar ég er að búa til sögurnar þá þarf ég ekkert að hugsa mig um hvernig mynd- irnar eiga að vera, þær koma bara af sjálfu sér þegar ég er búinn að skrifa söguna.“ Er dýrt að gefa út svona bækur? „Auðvitað er dýrt að gefa út bækur en ef maður er nógu duglegur við að selja þær þá er hægt að borga prentunina og kannski hagnast smá á þeim.“ Hvar selur þú þær? „Ég hef verið að selja þær á útimörkuð- um fyrir jólin og svo voru þær í Pennanum.“ Eru ritstörf aðaláhugamálið þitt eða áttu fleiri? Ég æfi júdó á fullu og er einnig í fjallabruni (e. downhill).“ Ætlarðu að halda áfram að verða rithöfundur? „Ég stefni kannski ekki á að verða rithöf- undur í framtíðinni en ég væri til í að fá bókaútgefanda til að hjálpa mér við útgáfu á fleiri bókum.“ - gun MYNDIRNAR KOMA BARA AF SJÁLFU SÉR Þegar Adrian Sölvi var tólf ára gaf hann út sína fyrstu bók sem hann setti upp í tölvunni með eigin sögu og myndum. Nú er hann fimmtán ára og bækurnar orðn- ar þrjár, Grái Litli, Ertu svona lítill og Hvað varð um húsið. BRÆÐUR Adrians Sölva, þeir Valens Torfi og Emilien Kári, hafa gaman af bókum bróður síns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þú getur sent gátur til krakkar@frettabladid.is DISNEY ætlar á árinu að senda valdar Pixar-myndir aftur í bíó og það í þrívídd. Fyrsta kvikmyndin í væntanlegri myndaröð er Leitin að Nemó og hefjast sýningar á henni nú um helgina. 3D Mary Poppins er ein vinsælasta barnabókahetja sögunnar og hún er enn að safna nýjum aðdá- endum. Bækurnar um hana njóta stöðugra vin- sælda, kvikmynd hefur verið gerð eftir sögunum og eftir áramótin verður leikritið um hana sýnt í Borgarleikhúsinu. Þess vegna er tilvalið að lesa sögurnar fyrst. En um hvað eru þessar bækur og hver er eiginlega Mary Poppins? Svona byrjar þetta allt saman: Í Kirsuberja- götu búa fyrirmyndarhjónin Banks með tveimur börnum sínum. Þau eru í vandræðum því enn ein barnfóstran hefur gefist upp á óþekktinni í krökkunum tveimur, Jane og Michael. Eitt síðkvöldið þegar austanvindurinn blæs birt- ist skyndilega vel klædd og ofurlítið kuldaleg kona með regnhlíf á tröppunum hjá Banks-fjöl- skyldunni og sækir um barnfóstrustarfið. Hér er komin Mary Poppins sjálf, skemmtilegasta og skrítnasta barnfóstra sem systkinin hafa kynnst. Jane og Michael finna fljótt út að Mary Popp- ins er ólík öllum öðrum barnfóstrum og áður en varir lenda þau með henni í ótrúlegum ævintýr- um, svo ekki sé meira sagt. Mary Poppins minnir okkur á að það sem mestu máli skiptir er að vera maður sjálfur og njóta þess að vera ekki eins og allir aðrir. Sjálf er hún ekki dæmigerð að neinu leyti, hvorki sem barnfóstra, kennari, vinkona né kvenmaður. Þekkir þú Mary Poppins? 1. Hvað er það sem gengur án afláts en kemst aldrei til dyra? 2. Kringlótt eins og kaka, svört eins og moldin en með langt skott. Hvað er það? 3. Í hvaða mánuði borða menn minnst? 4. Hvað eru mörg manna- og bæjarnöfn á vasahníf? Svör 1: Klukkan. 2: Steikarpanna. 3: Febrúar, hann er stystur. 4: Oddur, Hjalti, Skafti, Bakki, Kinn, Egg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.