Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 113

Fréttablaðið - 29.09.2012, Page 113
LAUGARDAGUR 29. september 2012 69 FÓTBOLTI Það verður barist um gull, silfur- og bronsskóinn í lokaum- ferð Pepsi-deildar karla í dag og því ekki úr vegi að skoða mögu- leika þeirra leikmanna sem skor- að hafa mest í deildinni í sumar. FH-ingurinn Atli Guðnason er og hefur verið markahæstur í nær allt sumar en hann er með 12 mörk fyrir Íslandsmeistarana. Atli hefur eins marks forskot á Fram- arann Kristin Inga Halldórsson en þar sem Atli hefur spilað nær allar mínúturnar í leikjum FH í sumar þá mun hann alltaf verða undir takist Kristni eða einhverj- um öðrum að jafna hann. Kristni Inga nægir því bara að jafna Atla til að taka af honum gullskóinn því hann hefur leikið þremur leikjum færra. Atli ætti að vera öruggur með gull- eða silfur- skóinn enda með þremur mörkum meira en þeir sem koma á eftir þeim Atla og Kristni Inga. Kristinn Ingi hefur verið að vinna upp forskot Atla í undan- förnum átta leikjum enda með 7 af 11 mörkum sínum frá því í byrjun ágúst. Atli hefur skorað þrjú mörk í síðustu átta leikjum FH-liðsins. Næstu menn eru með níu mörk og það eru Fylkismaðurinn Ingi- mundur Níels Óskarsson, FH-ing- urinn Björn Daníel Sverrisson, og Eyjamaðurinn Christian Steen Olsen. Olsen hefur leikið leik meira og verður alltaf neðstur af þessum þremur en Ingimundur Níels verður alltaf efstur þar sem hann hefur leikið færri mínútur en Björn Daníel. Það þarf mun meira að gerast til að þeir þrír sem hafa skorað átta mörk nái að krækja sér í skó. Garðar Jóhannsson í Stjörnunni og Garðar Gunnlaugsson í ÍA búa hins vegar báðir að því að hafa leikið færri leiki og verða því allt- af ofar en níu marka mennirnir takist þeim að jafna þá. Garðar Jóhannsson hefur skor- að sín átta mörk í 18 leikjum en átta mörk Garðars Gunnlaugs- sonar hafa komið í 19 leikjum. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur einnig skorað átta mörk en hann er meiddur og fær ekki tækifæri til að bæta við mörkum í dag. Hér fyrir ofan má sjá markahæstu leikmenn deild- arinnar. - óój Það verður barist um gull-, silfur- og bronsskó í lokaumferð Pepsi-deildar karla: Kristinn Ingi þarf bara að jafna Atla til að taka gullskóinn KRISTINN INGI HALLDÓRSSON Ellefu mörk í 18 leikjum. Mark á 132 mínútna fresti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ATLI GUÐNASON 12 mörk í 21 leik. Mark á 155 mínútna fresti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Markahæstu menn í Pepsi-deildinni 2012: Atli Guðnason, FH 12 (21 leikur) Kristinn Ingi Halldórsson, Fram 11 (18) Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 9 (20) Björn Daníel Sverrisson, FH 9 (20) Christian Steen Olsen, ÍBV 9 (21) Kjartan Henry Finnbogason, KR* 8 (14) Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 8 (18) Garðar Gunnlaugsson, ÍA 8 (19) Jóhann Birnir Guðmundsson, Keflavík 7 (19) Kolbeinn Kárason, Val** 7 (20) Viðar Örn Kjartansson, Selfossi 7 (20) Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 (21) Rúnar Már Sigurjónsson, Val 7 (21) Gary John Martin, KR/ÍA 7 (21) Jón Daði Böðvarsson, Selfossi 7 (21) * Meiddur ** Í leikbanni í dag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.