Fréttablaðið - 24.10.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 24.10.2012, Síða 22
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 26. október KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS Save the Children á Íslandi Nú er bleikur október og fjáröfl un-ar- og árvekniátak Krabbameins-félags Íslands, Bleika slaufan, í fullum gangi. Með hverju árinu bætast fleiri styrkt- araðilar í hópinn sem leggja ýmislegt á sig í þeim tilgangi að sýna viljann í verki við að vekja athygli á krabbameini hjá konum hér á landi. Þeirra á meðal er fyrirtækið Reykjavík Excursions–Kynn- isferðir sem hefur látið mála eina rútu sína bleika. „Við höfum verið styrktaraðilar átaksins í nokkur ár og selt bleiku slaufuna á okkar sölustöðum. Við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra í ár. Hugmyndin um að mála eina rútu bleika og merkja hana með bleiku slauf- unni kom út úr því og við slógum bara til,“ segir Kristján Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Reykjavík Excursions. Rútan ekur á leið Flugrútunnar um Reykjanesbrautina mörgum sinnum á dag. Hluti tekna af farþegum flug rútunnar rennur svo til Krabbameinsfélagsins. „Þetta hefur vakið mikla athygli og lukku, bæði hjá viðskiptavinum og starfsmönnum sem eru glaðir yfir að taka þátt í svona samfélagslegu mikil- vægu verkefni. Einnig hefur borið á því að beðið hefur verið um rútuna til að aka fólki á starfsmannafagnaði eða í annars konar hópakstur.“ Spurður um framhaldið segir Krist- ján að rútunni verði haldið bleikri áfram út nóvember, en svo verði hún aftur hvít. „Það er dýrt að láta mála rútuna bleika og við viljum einfaldlega að sem mest komi út úr þessu fyrir átakið Bleiku slaufuna og því ætlum við að leyfa henni að vera bleikri aðeins lengur.“ Mörg fyrirtæki mættu taka sér Reykja vík Excursions–Kynnisferðir til fyrirmyndar þar sem árlega er haldin öryggisvika innan fyrirtækisins. Þá er starfsfólki meðal annars boðið að fara í krabbameinsskoðanir. „Það er okkur að sjálfsögðu mikilvægt að stuðla að heil- brigði starfsmanna okkar með þessum hætti. Karlmönnum er boðið að fara í blöðruhálskirtilsskoðun og konum í brjóstamyndatöku og leghálsskoðun.“ Það mætti því segja að boðskapur árvekniátaksins Bleiku slaufunnar hafi sannarlega náð til fyrirtækisins. ■ vidir@365.is BLEIKUR STYRKUR FLOTT FRAMTAK Söfnunar- og árvekniátakið Bleika slaufan stendur nú yfir. Í tilefni af því hefur fólksflutningafyrirtækið Reykjavík Excursions–Kynnisferðir látið mála eina rútu skærbleika og mun hluti tekna hennar renna til átaksins. GÓÐ HUGMYND „Við höfum verið styrktaraðilar átaksins í nokkur ár og selt bleiku slauf- una á sölu stöðum Reykjavík Excur- sion. En ákváðum að taka þetta skref- inu lengra í ár. Hug myndin um að mála eina rútu skærbleika og merkja hana með bleiku slaufunni kom út úr því og við slógum bara til.“ FLOTTUR FARSKJÓTI Til að sýna lit í orðsins fyllstu merkingu var ákveðið að mála eina rútu fyrirtækisins bleika. MYND/PJETUR www.saft.is ÞÚ BERÐ ÁBYRGÐ Á ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR OG GERIR Á NETINU!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.