Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 25.10.2012, Qupperneq 22
22 25. október 2012 FIMMTUDAGUR Feneyjaskráin er alþjóðleg sam-þykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heima- síðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyja- skrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögu- legu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða lita- samhengi.“ Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Lauga- veg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbygg- ingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fund- argerðum Húsafriðunarnefnd- ar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbygg- ingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á frið- aða húsið. Í fundargerð nefndar- innar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunar- nefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðar- hlutföllum í næsta nágrenni frið- aðra mannvirkja“ (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvenna- skólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verð- laun í samkeppni um skipulag við Ingólfs torg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskól- ann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvenna- skólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafn- framt skal Landsímahúsið í Thor- valdsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvenna- skólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinnings- tillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timbur húsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti.“ Á hinn frið- aða Kvennaskóla í Thorvaldsens- stræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðar hlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirð- ing við merkan byggingar arf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætl- aðri hótel byggingu á www.ekkki- hotel.is. Hvað með Feneyjaskrána? Skipulagsmál Guðríður Adda Ragnarsdóttir atferlisfræðingur VIÐ AUSTURVÖLL „Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasa- salarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum...” Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótel- bygging beint ofan í friðað hús er lítils- virðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóð- legri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Samtök sjávarút- vegssveitarfélaga Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitar- félaga sem hafa beinna hags- muna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er til- gangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra. Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein mikilvægasta efna- hagsstoð þjóðarbúsins og með- fram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávar- útvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sam- eiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegs- samfélögin. Fyrstu verkefni samtakanna beinast einkum að tvennu; að sjávarútvegssveitar- félögin fái eðlilega hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu og að þeim störfum á vegum ríkisins sem tengjast nýtingu sjávar- auðlindarinnar verði í ríkari mæli komið fyrir á sjávar- útvegsstöðunum. Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarafla hefur fækkað alla síðustu öld. Tækniframfarir og lagabreytingar sem leitt hafa af sér kröfu um aukna hagræðingu í greininni hafa haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssam- félaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifa- valdur í byggðaþróun undan- farinna áratuga. Ný störf s.s. þekkingarstörf, rannsóknir og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar, hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegs stöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft til hneigingu til að hnappast saman á höfuðborgar svæðinu. Með lögum um sérstakt veiði- gjald er nú enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sjávarútvegs- sveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem aukinni hagræðingarkröfu fylgja, svo sem enn frekari fækkun starfa, er eðlilegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Einnig hefur verið bent á að geta sjávarútvegsfyrir- tækjanna til vaxtar og/eða þátt- töku í verkefnum í heimabyggð skerðist við upptöku sérstaka veiðigjaldsins. Krafa um aukna hagræðingu kalli fremur á sam- einingu fyrirtækja og fækkun starfa. Það er því mikilvægt að nú sé einnig hugað alvarlega að því að þau störf á vegum ríkis- ins sem eru sjávarútvegstengd séu sett niður víðar um landið. Með nýtingu samskiptatækni ætti slíkt að vera einfaldara en áður. Það er hagur þjóðarinnar að íslenskur sjávarútvegur sé rek- inn með hagkvæmum hætti, en það eru sjávarbyggðirnar sem greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa, fækkun íbúa, lækkun fasteignaverðs o.s.frv. Það er því mikilvægt að sjávar- útvegssveitarfélögin og ríkis- valdið taki höndum saman um að lágmarka þau áhrif sem enn aukin krafa um hagræðingu í greininni mun hafa. Sjávarútvegsmál Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og formaður Samtaka sjávarútvegs- sveitarfélaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.