Fréttablaðið - 30.10.2012, Page 8
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR8
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
HVERNIG ER
VEÐRIÐ Í DAG?
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
LÖGREGLUMÁL Lögregla rannsak-
ar enn mál konu sem var kærð
árið 2009 fyrir að draga sér fé
frá Raunvísindastofnun Háskóla
Íslands. Á meðan bíður skaðabóta-
mál hennar gegn skólanum með-
ferðar fyrir dómi.
Konan var kærð til lögreglu
haustið 2009. Við reglubundið eftir-
lit Ríkisendurskoðunar á bókhaldi
Háskóla Íslands hafði komið í ljós
misræmi upp á tæpar tvær milljón-
ir króna, að því er sagði í frétt DV
sumarið 2010. Konan var grunuð
um að hafa dregið sér féð smátt og
smátt á nokkurra mánaða tímabili.
Lögreglan hefur síðan haft það
til rannsóknar en engin ákæra
hefur verið gefin út og málið ekki
verið látið niður falla.
Konunni var sagt upp störf-
um eftir að málið kom upp. Hún
taldi að ólöglega hefði verið stað-
ið að uppsögn-
inni og höfðaði
skaðabótamál
á hendur skól-
anum, Magn-
úsi T u m a
Guðmunds-
syni, deildar-
stjóra jarðvís-
indadeildar, og Sigurði Guðnasyni,
framkvæmdastjóra Raunvísinda-
stofnunar.
Það mál verður tekið fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu
viku, en er engu að síður í biðstöðu
á meðan ekki er fengin niðurstaða
í fjárdráttarrann-
sókninni. - sh
Skaðabótamál fyrrverandi starfsmanns gegn HÍ og tveimur stjórnendum bíður:
Fjárdráttur við HÍ í rannsókn í þrjú ár
PENINGAR Konan er
sökuð um að hafa
dregið sér hátt í tvær
milljónir.
STJÓRNSÝSLA Flugmálastjórn
segir WOW air nota mjög villandi
tungutak í lýsingum á starfsemi
sinni.
Eftir að WOW tók yfir Iceland
Express setti Flugmálastjórn
saman tilkynningu þess efnis að
félagið sé ekki flugrekstrarfélag
í þeim skilningi að félagið eigi og
haldi úti loftfari. Ástæðan er sú
að félagið sagðist hafa tekið yfir
flugrekstur Express.
„Iceland Express og WOW air
hafa vissulega stuðlað að reglu-
bundnum flutningi á fólki og
vörum til og frá Íslandi og auk-
inni samkeppni, en þeir hafa til
þess þurft að fá flugrekenda frá
Evrópska efnahagssvæðinu með
tilskilin flugrekstrarleyfi til að
annast flugið fyrir sig,“ segir
Flugmálastjórn.
- sv
Flugmálastjórn um WOW:
Nota mjög vill-
andi tungutak
ÚKRAÍNA, AP „Þegar hliðsjón er
höfð af misnotkun valda og óhóf-
legu hlutverki peninga í þessum
kosningum þá virðist sem lýð-
ræðisferlinu hafi farið aftur í
Úkraínu,“ segir Walburga Habs-
burg Douglas, yfirmaður eftir-
litssveitar á vegum Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu, sem
fylgdist með framkvæmd þing-
kosninganna í Úkraínu á sunnu-
dag.
Viktor Janúkovitsj forseti hrós-
ar sigri. Endanleg úrslit verða
ekki tilkynnt fyrr en í dag, en
þegar búið var að telja um helm-
ing atkvæða stefndi allt í að Hér-
aðaflokkurinn, sem er flokkur
forsetans, fái 240 til 260 þingsæti
á 450 manna þjóðþingi landsins.
Kommúnistaflokknum, sem
hefur veitt Janúkovitsj for-
seta stuðning, er spáð fimmtán
prósentum atkvæða, en þessir
tveir flokkar vilja halda góðum
tengslum við Rússland.
Stjórnarandstöðuflokkarnir,
sem vilja frekar tengjast Vest-
urlöndum en Rússlandi, ná ekki
meirihluta og sitja því áfram í
stjórnarandstöðu.
Flokkur Júlíu Tímósjenkó, sem
nú situr í fangelsi, hafði fengið 22
prósent og flokkur boxkappans
Vitali Klitsjkó var kominn með
þrettán prósent.
Þá er kominn fram nýr flokkur
þjóðernissinna, sem virtist ætla
að fá um átta prósent atkvæða.
Í tilkynningu frá kosningaeft-
irliti ÖSE segir að stjórnarflokk-
arnir hafi staðið betur að vígi
fyrir kosningarnar, bæði vegna
þess að stjórnarflokkarnir hafi
óspart notfært sér aðstöðu sína
í ríkisfjölmiðlum og stjórnkerf-
inu almennt, auk þess sem fjár-
mögnun flokksstarfs og kosn-
ingabaráttu er engan veginn nógu
gegnsæ.
Þá gagnrýnir ÖSE að tveir
þekktir stjórnarandstæðingar,
þau Timosjenkó og Júríi Lútsj-
enkó, sitji í fangelsi í kjölfar rétt-
arhalda, sem ÖSE gagnrýndi á
sínum tíma. „Maður ætti ekki að
þurfa að fara í fangelsisheimsókn
til að heyra hljóðið í stjórnmála-
leiðtogum landsins,“ segir Dou-
glas.
ÖSE segir að fjarvera þeirra frá
kosningabaráttunni hafi greini-
lega haft áhrif á úrslit kosning-
anna.
Tímósjenkó brást í gær við
úrslitunum með því að hefja mót-
mælasvelti í fangelsinu. Hún
sakar stjórnina um kosninga-
svindl og segir þessar kosningar
hafa verið þær óheiðarlegustu í
sögu landsins. gudsteinn@frettabladid.is
Úkraínustjórn
sögð misnota
valdastöðu
Kosningaeftirlit ÖSE segir lýðræði hafa farið aftur í
Úkraínu. Stjórnarandstöðu var haldið frá fjölmiðlum
og fjármagni. Viktor Janúkovitsj forseti hrósar sigri.
Júlía Timosjenkó mótmælir með mótmælasvelti.
KOSIÐ Í ÚKRAÍNU Júlía Tímósjenkó segir kosningarnar um helgina hafa verið þær
óheiðarlegustu í sögu landsins. NORDICPHOTOS/AFP
Maður ætti ekki að
þurfa að fara í fang-
elsisheimsókn til að heyra
hljóðið í stjórnmálaleiðtogum
landsins.
WALBURGA HABSBURG DOUGLAS
YFIRMAÐUR KOSNINGAEFTIRLITS HJÁ ÖSE