Fréttablaðið - 30.10.2012, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. október 2012
Nýlegar rannsóknir vísinda-manna við Stanford-háskóla
í Bandaríkjunum velta því upp að
lífræn ræktun sé ekki hollari en
önnur ræktun ef undanskilið er að
vera útsettur fyrir skordýraeitri
sem víða er notað, en er minna
tengt lífrænum afurðum. Þá er
einnig bannað að nota sýklalyf,
bætiefni eða hormóna við lífrænar
afurðir ólíkt því sem getur gerst
við venjubundna ræktun.
Það er því afar áhugavert
þegar litið er til rannsóknarnið-
urstaðna ofangreindra vísinda-
manna sem fóru yfir margar
rannsóknir með svokallaðri
meta-analysis aðferð til að greina
þær rannsóknir sem gerðar hafa
verið um hollustu afurða hvort
sem er svokallaðar lífrænar eða
hefbundar, að ekki skuli vera
neinn afgerandi munur á holl-
ustu þeirra. Fæðuflokkarnir sem
voru skoðaðir voru meðal annars
ávextir, grænmeti, egg, mjólkur-
vörur og fuglakjöt.
Í markaðslegu tilliti hafa líf-
rænar vörur selst í auknum mæli
um allan heim og er því um veru-
lega hagsmuni að ræða fyrir
bæði framleiðendur og seljendur
að geta flaggað sinni vöru sem
hollari auk þess sem hægt er að
nota það sem ástæðu fyrir dýrari
vörum en ella. Þá hefur verið rætt
í þessu samhengi að dýrari vara í
augum kaupandans þýðir oftsinnis
aukin gæði, sem þessi rannsókn
virðist stangast á við ef horft er
til hollustusjónarmiða. Ekki var
hægt að sýna fram á aukið víta-
míninnihald né marktækan mun
á prótein- eða fituinnihaldi þess-
ara afurða og niðurstaða vísinda-
mannanna því sú að enginn munur
væri á hollustu þessara vara
þegar þessir hlutir eru mældir.
Þegar horft er til bragðgæða,
útlits eða annarra þátta sem ekki
er hægt að tengja beint við holl-
ustu er ljóst að þar er fyrst og
fremst um að ræða tilfinninga-
lega þætti sem er erfitt að mæla
og einstaklingsbundna upplifun
hvers og eins. Það er þó ljóst að
margir kjósa að neyta lífrænna
afurða vegna skoðana sinna á
umhverfisvernd og félagslegra
þátta og er það góðra gjalda vert
og ánægjulegt, þó með þessum
fyrirvara að því er virðist, að ekki
sé neinn marktækur munur þegar
tekið er tillit til hollustu einstakra
vöruflokka.
Nú verður að skoða veikleika
þessarar rannsóknar einnig og
eru þeir einna helst að ekki er um
langtímaeftirfylgni að ræða með
einstaklingum og tímaramminn
að hámarki tvö ár sem er í styttra
lagi. Þá voru rannsóknir þær sem
skoðaðar voru mjög margvís-
legar, ræktun og meðferð afurða
mismunandi svo og munur milli
ræktunarsvæða hvað varðar jarð-
veg og margt fleira sem vert er
að telja upp sem annmarka. Þetta
leiðir til þess að gera þarf lang-
tímarannsóknir með tilliti til mæl-
anlegra þátta sem snerta heilsufar
með tvíblindri rannsóknaraðferð
til að svara frekar þeim fullyrð-
ingum sem fram koma.
Kostnaður við slíkar rannsókn-
ir er mjög mikill og umfangið
einnig mikið þar sem svo margar
breytur eru í menginu. Ég leyfi
mér því að efast um að við munum
fá úr þessu skorið með afgerandi
hætti á næstunni. Því verðum við
að láta tilfinningar okkar, pyngj-
una og umhverfisvitund okkar
ráða um fæðuval og innkaup
hverju sinni en ekki auglýsing-
ar um meinta hollustu eða óholl-
ustu þeirrar vöru sem við setjum í
kerruna okkar.
Hollusta eða bara plat?
Í dag hefst Norðurlandaráðsþing í Helsinki, helsti viðburður nor-
rænnar samvinnu ár hvert. Norð-
urlandaráð á 60 ára afmæli í ár og
því ber að fagna þar sem ráðið er
í lykilhlutverki við að bæta hag
almennings á Norðurlöndum með
frumkvæði um norrænt samstarf.
Verkefnin eru á ýmsum sviðum, á
sviði efnahagsmála, menningar-
og menntamála, borgara- og neyt-
endamála, umhverfismála, og í
síauknum mæli á sviði alþjóða-
mála.
Norðurlandaráðsþingið er ein-
stakt að því leyti að þar eiga sér
stað umræður milli ráðherra allra
Norðurlandanna við þingmenn
frá öllum löndunum. Í ár verða
sérstakar umræður ríkisstjórna-
leiðtoga landanna og stjórna Fær-
eyja, Grænlands og Álandseyja
um efnahagslegar og aðrar áskor-
anir norrænna velferðarkerfa. Þá
verða umræður með þátttöku nor-
rænu utanríkisráðherranna um
alþjóðamál og öryggis- og varnar-
mál, og ráðherrar norrænna sam-
starfsmála svara óundirbúnum
munnlegum fyrirspurnum þing-
manna.
Landamærahindranir, þ.e. regl-
ur og venjur innan stjórnsýslunn-
ar sem hindra för og starf ein-
staklinga og fyrirtækja milli
Norðurlanda skv. norrænum
samningum, hafa verið í brenni-
depli í starfi Norðurlandaráðs á
árinu og verða það einnig á Norð-
urlandaráðsþinginu. Í apríl fóru
fram samtímis í norrænu þjóð-
þingunum umræður um landa-
mærahindranir þar sem rauði
þráðurinn í umræðunum var
hvernig koma mætti í veg fyrir
myndun hindrana við lagasetn-
ingu og innleiðingu ESB-gerða.
Fyrir Norðurlandaráðsþinginu
í Helsinki liggur tillaga um að
styrkja lagalega stöðu norræns
almennings samkvæmt norræn-
um samningum með norrænum
umboðsmanni. Ætlast er til að
norrænir borgarar sem telja sig
rekast á landamærahindranir
milli Norðurlanda geti leitað til
umboðsmanns, auk þess sem hann
ráðlegði Norrænu ráðherranefnd-
inni, norrænum ríkisstjórnum og
norrænum þjóðþingum um hvern-
ig komast megi hjá myndun nýrra
stjórnsýsluhindrana við lagasetn-
ingu og innleiðingu ESB-gerða.
Í tengslum við Norðurlandaráðs-
þingið verða einnig afhent verð-
laun Norðurlandaráðs en þess má
geta að tónlistarverðlaun Norður-
landaráðs 2012 hlýtur íslenska tón-
skáldið Anna Þorvaldsdóttir fyrir
verk sitt Dreymi.
60 ára afmælisþing
Norðurlandaráðs
Teitur
Guðmundsson
læknir
HEILSA
Norræn samvinna
Helgi
Hjörvar
formaður Íslandsdeildar
Norðurlandaráðs
Kostnaður við slíkar rannsóknir er mjög
mikill og umfangið einnig mikið þar sem
svo margar breytur eru í menginu. Ég
leyfi mér því að efast um að við munum fá úr þessu
skorið með afgerandi hætti á næstunni.
til batnaðar á einfaldan og öfgalausan hátt?
INGA KRISTJÁNSDÓTTIR næringarþerapisti D.E.T. kennir ykkur
hve einfalt það getur verið að bæta mataræðið og hvaða ráð hún hefur til þess.
ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ! Inga er búin að halda yfir
40 fyrirlestra um efnið enda nálgunin einföld, skýr og
hentar öllum sem áhuga hafa á breyttum lífsháttum.
Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl.18:30 - 21:00
Innifalið er mappa með
uppskriftum og fróðleik.
Verð: 4.900 kr. Nánari
upplýsingar og skráning í síma
8995020 eða á inga@inga.is
www.heilsuhusid.is
FARIÐ VERÐUR MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI YFIR:
• Hverju er hægt að skipta út og hvað kemur þá í staðinn
• Hvernig hægt er að þekkja muninn á hollri og skaðlegri fitu
• Hvernig þú getur haldið fullri orku allan daginn og losnað
við sykurþörf og þreytuköst
Þriðjudaginn 6. nóv.
Innifalið
er mappa
með
uppskriftum
og fróðleik
Nýtt í
Lindum
Ferskt sushi
búið til á stað
num!