Fréttablaðið - 30.10.2012, Qupperneq 16
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR16
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Bjarni Siguróli Jakobsson var kjörinn
matreiðslumaður ársins á sunnudags-
kvöld að undangenginni úrslitakeppni
sem hófst klukkan níu um morguninn.
Keppnin var haldin í Hótel- og mat-
vælaskólanum en það er klúbbur mat-
reiðslumanna sem stendur að keppn-
inni.
„Það er mikill heiður að hafa unnið
þennan titil, það eru ansi margir
merkir matreiðslumenn sem hafa
unnið keppnina til þessa og gaman að
fá nafn sitt á bikarinn,“ segir Bjarni
sem starfar sem matreiðslumaður á
Slippbarnum.
Það réðst á föstudagskvöld hvaða
matreiðslumenn komust í úrslita-
keppnina og segir Bjarni að hann hafi
notað laugardaginn vel til þess að
undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina.
„Við fengum að vita hvaða hráefni við
ættum að nota í forréttinn, aðalréttinn
og eftirréttinn en svo máttum við bæta
við þau hráefni. Ég var að allan laugar-
daginn en ég vissi að fenginni reynslu
úr öðrum matreiðslukeppnum að það
borgar sig að mæta úthvíldur til leiks
í lokakeppnina þannig að ég sleppti því
að vaka fram eftir við æfingar.“
Bjarni lauk námi sem matreiðslu-
meistari árið 2009. „Ég lærði á Vox.
Flutti reyndar suður til þess að fara í
nám í bassaleik í FÍH en hætti því og
fór að elda í staðinn,“ segir Bjarni sem
er frá Húsavík. „Það er skemmtilegt
frá því að segja að þetta er þriðja árið
í röð sem Húsvíkingur er valinn mat-
reiðslumaður ársins. Húsvíkingurinn
Gústaf Axel Gunnlaugsson vann fyrir
tveimur árum og svo vann Sigurður
Kristinn Laufdal í fyrra en mamma
hans er frá Húsavík. Ætli það sé ekki
eitthvað í vatninu okkar hér fyrir
norðan sem skýrir velgengnina,“ segir
Bjarni og hlær.
Sem fyrr segir vinnur Bjarni á
Slippbarnum sem hann segir mjög
skemmtilegt. Áður en hann hóf störf
þar vann hann á nokkrum veitinga-
stöðum í Danmörku eftir að náminu
lauk hér á landi. „Ég vann á Henne
Kirkeby Kro, Malling og Schmidt og
Nordisk Spisehus sem eru allt mjög
góðir veitingastaðir. Sá fyrstnefndi
var til dæmis valinn besti veitinga-
staður Norðurlanda í fyrra. Þessir
staðir eru allir mjög fínir. Á Slipp-
barnum erum við með hversdagslegri
mat, en mjög góðan.“ Spurður hvað
sé helst fram undan segir Bjarni að
lokum: „Ætli það sé ekki bara að búa
sig undir jólatörnina.“
sigridur@frettabladid.is
BJARNI SIGURÓLI JAKOBSSON: MATREIÐSLUMAÐUR ÁRSINS 2012
Hætti bassaleiknum
og sneri sér að eldamennsku
BJARNI SIGURÓLI JAKOBSSON Matreiðslumaður ársins í vinnunni á Slippbarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KRISTÓFER KÓLUMBUS landkönnuður (1451-1506)
fæddist þennan dag.
„Auðæfi gera menn ekki ríkari, bara uppteknari.“
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ERLINGUR DAGSSON
fv. aðalbókari,
lést á Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn
26. október.
Þór Ingi Erlingsson Margrét Sigurðardóttir
Vigdís Erlingsdóttir Steinar Geirdal
Kristrún Erlingsdóttir
Jón Sverrir Erlingsson Kristín Stefánsdóttir
Kjartan Ragnar Erlingsson
Grétar Örn Erlingsson Bryndís Anna Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
40 ára afmæli
Sjúkraþjálfaralegendið,
hlaupagikkurinn, tilvonandi
járnkarl og meðlimur í YMCA,
Rúnar Marinó
Ragnarsson
fagnar fertugsafmæli í dag.
Hann heldur upp á áfangann með
fjölskyldu og frábæru
samstarfsfólki.
Tekið er á móti árnaðaróskum á
Facebook síðu Sjúkraþjálfunar
Afls og g jöfum í Borgartúni 6.
Ástkær eiginmaður minn,
JÓNAS PÉTUR ÞORLEIFSSON
Lækjasmára 15, Kópavogi,
Dagsbrún Norðfirði,
sem lést á heimili sínu 20. október
síðastliðinn, verður jarðsunginn frá
Digraneskirkju fimmtudaginn 1. nóvember
klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem
vilja minnast hins látna er bent á Hollvini Grensásdeildar.
Gina Barriga Cuizon og fjölskylda hins látna.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN H. SIGURÐARDÓTTIR
Tröllateig 47, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum Hringbraut
27. október. Útför verður auglýst síðar.
Alfreð Alfreðsson
Sigurður Örn Alfreðsson Rósfríður F. Þorvaldsdóttir
Óskar Már Alfreðsson María Sturludóttir
Hanna María Alfreðsdóttir Valdimar R. Arnarson
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HULDA ÁSGEIRSDÓTTIR
frá Bíldudal,
til heimilis á
Hrafnistu, Reykjavík,
lést á heimili sínu þann 24. október sl.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Axelsdóttir
Eyjólfur Axelsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN REYKJALÍN ÁSMUNDSSON
andaðist 18. október síðastliðinn. Útför
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum samúðarkveðjur og vinarhug.
Sigrún Áslaug Þórðardóttir
Ásmundur Jónsson Vilborg Matthíasdóttir
Jón Viðar Ásmundsson Sandra Hraunfjörð
Sigurður Rúnar Ásmundsson Kristín Kristinsdóttir
Sigrún Áslaug Ásmundsdóttir Óskar Róbertsson
Ásmundur Þór Ásmundsson
og langafabörnin.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁSGEIR KARLSSON
málarameistari,
Reynimel 80, Reykjavík,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði þriðjudaginn
16. október sl. Hann verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju 31. október kl. 13.00.
Þórarinn Ragnar Ásgeirsson Hildur Friðriksdóttir
Erla María Ásgeirsdóttir Jón Einarsson
Lúðvík Jóhann Ásgeirsson Guðrún Björg Berndsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Það er skemmtilegt
frá því að segja að
þetta er þriðja árið í röð sem
Húsvíkingur er valinn mat-
reiðslumaður ársins.
BLÁLANGA, FOLALDALUND OG MYSUOSTUR
Keppendum um titilinn matreiðslumeistari Íslands var uppálagt að elda
þrírétta máltíð úr ákveðnum hráefnum. Í forréttinum var skilyrði að nota
blálöngu og spínat og rétturinn sem Bjarni reiddi fram var steikt blálanga
með gúrkum, karamelliseruðum lauk og humarsósu. Í aðalrétt átti að
notast við folaldalund, rauðrófur og portobello og shitake-sveppi og
bar Bjarni á borð bakaða folaldalund í grillolíu með sveppaflani, salt-
bökuðum rauðrófum og kremaðri sveppasósu. Að lokum átti að búa
til eftirrétt úr rjómamysuosti og perum og heillaði Bjarni dómnefnd-
ina með steiktum peruís með mysingskremi, hjartafrókrapi og frosnu
kryddjurtasalati.