Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 30.10.2012, Qupperneq 30
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★ ★ Strandir Gerður Kristný Mál og menning Gerður Kristný er meðal okkar albestu skálda, um það eru varla deildar meiningar eftir meistaraverkið Blóðhófni sem út kom fyrir tveimur árum og hlaut Hin íslensku bókmennta- verðlaun það árið. Og hafi einhver enn velkst í vafa um stöðu (eða setu) hennar á íslenskum skálda- bekk ætti ljóðabókin Strandir að taka af öll tvímæli þar um. Strandir eru ekki samstæður ljóðaflokkur eins og Blóðhófn- ir heldur safn styttri ljóða sem flokkuð eru í fjóra kafla eftir yrkisefnum. Í fyrsta kaflanum eru ljóð um ýmsa staði innan- lands, auk stemningsljóða um jól, liðin skáld, börn og fleira. Í öðrum kaflanum eru ljóð frá ferðum skáldsins utanlands þar sem brugðið er upp örmyndum af aðstæðum og atvikum í fjarlæg- um eða nálægum heimshlutum. Þriðji kaflinn geymir æskuminn- ingar og hugleiðingar um liðin atvik. Rúsínan í pylsuendanum, og það engin smáræðis rúsína, er svo fjórði kaflinn sem er einn ljóðabálkur undir nafninu Skautaferð. Ljóðin í öllum köflunum bera sterk höfundarein- kenni Gerðar Kristnýjar; knappt form, sparlega orða- notkun, sterkt myndmál og oft óvænta vendingu, jafn- vel með kímnum undirtón, þótt undiraldan sé alla jafna þung. Hér er ekki ort í nein- um hálfkæringi og flaustri held- ur málaðar myndir úr orðum og tilfinningum, myndir sem verða ljóslifandi fyrir augum lesandans og færa hann án fyrirhafnar inn í heim hvers ljóðs fyrir sig, varpa nýju ljósi á alkunn fyrirbrigði og/ eða opna glugga í ókunna heima: Japanskt ævintýr Í Næturgalahöllinni kvakar í hverri gólffjöl Keisarinn hræddist launmorð og þjófa á hljóðum þófum og lét naglana í gólfinu nuggast saman Hann reisti óttanum syngjandi búr Fuglinn bar feigð í fjöðrum sér Hver kafli um sig býr yfir eigin töfrum og allir bera þeir listfengi höfundarins órækt vitni. Að öðrum ljóðum ólöstuðum er það þó síðasti kaflinn, ljóðabálkurinn Skauta- ferð, sem sterkust áhrifin hefur. Þar er sögð saga af togstreitu, missi, sorg og eftirsjá í myndmáli sem tæpast á sinn líka í íslenskri ljóðahefð. Eins og oft áður hjá Gerði Kristnýju er notað mynd- mál úr íslenskri vetrarnáttúru og veðráttu til að lýsa tilfinninga- legum sársauka en sjaldan hefur henni tekist betur upp með það en hér. Tónninn er í senn dulúðug- ur, draugalegur og þjóðsöguleg- ur, en um leið er beitt hugljúfum myndum af saumaskap þar sem krosssaumsblóm úr „blíðgulum þræði“ breiða úr sér á baki ljóð- mælandans uns þráðurinn slitnar og allt raknar upp. Nístandi kvölin smýgur í merg og bein lesandans, hár rísa og tár falla. Áhrifin eru í senn ógnvænleg og undurfögur og sterkari en ég minnist frá lestri nokkurs annars texta. Ef það væri ekki svona útjöskuð klisja mundi ég segja að það væri hjartalaus manneskja sem ekki fyndi til við lestur þessa ljóðs. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Sterk, meitluð, falleg og listilega ort ljóð sem undirstrika enn stöðu Gerðar Kristnýjar sem eins okkar fremsta ljóðskálds. Vegna ástar eða óveðurs GÍTARLEIKARINN ÖGMUNDUR ÞÓR JÓHANNESSON flytur fjölbreytta efnisskrá með verkum eftir Francesco da Milano, Mauro Giuliani, Napoleon Coste, Astor Piazzolla, Tal Hurwitz og íslensku tónskáldin Hafliða Hallgrímsson og Atla Heimi Sveinsson í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni í kvöld kl. 20 í Norræna húsinu. Þetta eru síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni á þessu starfsári. Tvö skáldverk eftir Ayn Rand hafa komið út í íslenskri þýðingu með stuttu millibili, Undirstaðan og Uppsprettan. Það þriðja er væntanlegt á næsta ári, Kíra Argúnova, sem Frosti Logason býr til prentunar. Undirstaðan, eða Atlas Shrug- ged eins og hún heitir á frummál- inu, eftir rússnesk-bandaríska rit- höfundinn Ayn Rand kom út á vegum Almenna bókafélagsins fyrir helgi. Undirstaðan, sem kom út árið 1956, er jafn- an álitið helsta stórvirki Rand e nd a b ók i n engin smásmíði – 1.146 blaðsíður í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Undirstaðan er hugmyndafræðilegt framhald Upp- sprettunnar (e. The Fountain head) sem Ayn Rand sló í gegn með árið 1943 (og kom út í íslenskri þýð- ingu Þorsteins Siglaugssonar í fyrra). Fyrsta skáldsaga Rand, We the Living, kom út 1934 en birt- ist sem framhaldssaga í Morgun- blaðinu undir heitinu Kíra Arg- únova árið 1949. Hún kemur út á vegum Almenna bókafélagsins á næsta ári og hefur Frosti Logason útvarpsmaður búið hana til prent- unar, en hann skrifað BA-ritgerð sína í stjórnmálafræði um Rand og stjórnmálaheimspeki hennar. Frosti komst fyrst í kynni við verk Rand í stjórnmálafræðinámi sínu. „Það var af persónulegum áhuga sem ég fór að grufla í verk- um hennar,“ segir hann. „Ég er trúleysingi og fékk áhuga á þeim þætti í fræðum hennar og heillað- ist af áherslunni sem hún leggur á frelsi og ekki síður ábyrgð ein- staklingsins; að hann geti ekki sett örlög sín í hendur einhvers almætt- is eða yfirvalda heldur verður að axla ábyrgð á þeim sjálfur. Í fram- haldinu fór ég að kynna mér verk Enduruppspretta Ayn Rand FROSTI LOGASON UMDEILDUR HÖFUNDUR Ayn Rand fæddist í Rússlandi 1905 en fluttist til Bandaríkjanna 1926 og gerðist farsæll handritahöfundur í Hollywood, þar til hún sló í gegn með skáldsögunni Uppsprettunni árið 1943. Hornsteinninn í verkum Rand er heimspekikerfi hennar, hluthyggjan, sem gengur út á að einstaklingurinn sé mikilvægasta grunneining samfélagsins og æðsta skylda hans sé að vinna að rökréttum hagsmunum sínum. Leiðin að þessum markmiðum væri í gegnum frjálsan markaðsbúskap með lágmarksríkisafskiptum. Rand var stækur andstæðingur heildarhyggju, þar sem áhersla var lögð á ábyrgð einstaklingsins gagnvart samfélaginu, og taldi það ávísun á sníkjulífi. Hug- myndafræði Rand og verk hennar voru umdeild en hún hefur átt upp á pall- borðið hjá frjálshyggjumönnum sem hafa tekið skáldskap hennar opnum örmum og bækur hennar hafa selst í milljónum eintaka. AYN RAND Sló í gegn með Uppsprettunni árið 1943 en stórvirki hennar, Undirstaðan, kom út 1956. Rand var umdeildur höfundur en frjálshyggjumenn tóku skáldskap hennar og hugmyndafræði opnum örmum. NORDICPHOTOS/GETTY Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Þann 1. nóvember kl. 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju verður haldin fyrirlestur um makamissi. Fyrirlesarar eru Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur og Hulda Guðmundsdóttir guðfræðingur. Þá verður einnig opið hús þetta sama kvöld og hefst það kl. 19 á sama stað. Í kjölfar fyrirlestrarins fara af stað tveir stuðningshópar 1. Að missa maka í blóma lífsins. 2. Að missa maka á fullorðinsárum (í samvinnu við Krabbameinsfélagið). Að missa lífsförunaut Fyrirlestur og stuðningshópar ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 DAGSKRÁ Lifandi tónlist Frostrósir Friðrik Ómar Happdrætti KYNNINGAR Karl K. K arlsson Hafliði súkkulaðimeistari MARSEILLE sápur Kaffitár Búrið ÓTRÚLEG TILBOÐ 30% af öllum CHRISTMAS j ólavörum, MARSEILLE sápum, kertum og púðum FIMMTUDAGINN 1. NÓVEMBER Frá 18:30 21 00 - : KONUKVÖLD HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 30. október 2012 ➜ Sýningar 10.00 Sýning á veggspjöldum Guð- mundar Odds Magnússonar opnar í Spark Design Space, Klapparstíg 33. ➜ Tónlist 12.15 Þóra Björnsdóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja tónlist eftir Bach í Hafnarfjarðarkirkju. 20.30 Kvartett söngkonurnar Ragn- heiðar Gröndal spilar á þriðjudagsdjass- inum á KEX Hostel. 21.00 ÍRIS, Minor Times og Mikael Lind halda tónleika á Café Rosenberg. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Steinunn Kristjánsdóttir fjallar um niðurstöður fornleifauppgraftar á rústum Skriðuklausturs í Þjóðminjasafni Íslands. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is hennar betur og það var afar fátt sem mér hugnaðist ekki, hún talaði mjög sterkt til mín.“ Hugmyndafræði og heimspeki- kenningar Rand hafa verið mikið gagnrýndar í gegnum tíðina og sumir vilja meina að með hruni fjármálakerfisins 2008 hafi hug- myndir hennar og frjálshyggjunn- ar hreinlega gengið sér til húðar. Því er Frosti ósammála og telur hann boðskap Rand eiga brýnt erindi nú. „Ef hér hefði ríkt frjálshyggja í anda Ayn Rand hefðu bankar þurft að bera ábyrgð á aðgerðum sínum og þar af leiðandi ekki farið jafn óvarlega og þeir gerðu. Að skatt- greiðendur og seðlabankar hafi þurft að axla tjónið á tapi einka- banka er í hrópandi ósamræmi við hugmyndafræði Rand og hún hefði aldrei fallist á það. Að þessu leyti held ég að boðskapur hennar eigi brýnt erindi.“ bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.