Fréttablaðið - 30.10.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 30.10.2012, Síða 34
30. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is FJALAR ÞORGEIRSSON skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Val en hann kemur til liðsins frá KR þar sem hann var í eitt ár. Fjalar er 35 ára og hefur lengst af á ferlinum leikið með Þrótti og Fylki en einnig með Fram. Hann á að baki vel á þriðja hundrað leikja í deild og bikar og hefur spilað fimm A-landsleiki. Lengjubikar karla A-RIÐILL Haukar - Skallagrímur 83-82 (43-38) Haukar: Arryon Williams 25/10 fráköst, Haukur Óskarsson 25/5 stoðsendingar, Andri Freysson 10/6 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 10/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/9 fráköst, Krist- inn Marinósson 4, Davíð Hermannsson 4. Skallagrímur: Carlos Medlock 28/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 25/5 fráköst, Orri Jónsson 7/8 fráköst, Trausti Eiríksson 6/12 fráköst, Sigmar Egilsson 5, Davíð Ásgeirsson 4, Birgir Þór Sverrisson 4, Davíð Guðmundsson 3. Keflavík - Grindavík 99-91 Staðan: Keflavík 6, Grindavík 4, Skallagrímur 2, Haukar 2. C-RIÐILL Breiðablik - Fjölnir 86-82 (41-31) Breiðablik: Þorsteinn Gunnlaugsson 22/15 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 20/4 fráköst, Atli Örn Gunnarsson 18/9 fráköst, Hraunar Karl Guð- mundsson 16, Sigmar Logi Björnsson 6/4 fráköst, Rúnar Pálmarsson 3, Garðar Pálmi Bjarnason 1. Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 32/8 fráköst, Róbert Sigurðsson 12, Jón Sverrisson 11/7 fráköst, Christopher Matthews 10, Gunnar Ólafsson 9, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Tómas Heiðar Tómasson 2. Staðan: Tindastóll 6, Stjarnan 4, Breiðablik 2 , Fjölnir 0. Keppt er í fjórum riðlum. Efsta liðið úr hverjum riðli kemst áfram í undanúrslit. ÚRSLIT Oddur í ómskoðun í dag: Bara misst af einum leik ODDUR GRÉTARSSON Lykilmaður í liði Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Ísland mætir Hvíta- Rússlandi í undankeppni EM 2014 á morgun en einn lykilmanna íslenska landsliðsins, Aron Pálm- arsson, verður með liðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í oln- boga sem hafa plagað hann síðustu vikurnar. „Ég er ágætur. Ég gat spilað á laugardaginn og þó svo að ég finni aðeins til sögðu læknarnir að meiðslin verði ekkert verri. Ég má því gera allt sem ég geri venju- lega,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu lands- liðsins sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Aron skoraði þrjú mörk í ótrú- legum leik Kiel og Hamburg um helgina. Kiel var fimm mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en vann þriggja marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning. Það var hans fyrsti leikur með Kiel síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Sävehof frá Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu en hann fór fram snemma í október. Alltaf pressa á okkur Kiel fékk fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þar að auki bikarmeist- ari sem og Evrópumeistari. Aron segir að í ár sé lagt að leikmönn- um að ná árangri, rétt eins og áður. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur, ekki síst í leik- mannamálum. Við misstum Kim Andersson sem var okkar besti maður í fyrra en erum komnir með nýja leikmenn sem þurfa að fá tíma til að venjast nýjum aðstæð- um,“ segir Aron. „Ekki að við séum búnir að spila illa, þvert á móti. Okkur hefur gengið vel sem breytir þó ekki því að það er allt- af pressa á okkur að vinna hvern leik.“ Kiel tapaði sínu fyrsta stigi í deildarleik í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, á útivelli um miðjan síðasta mánuð. „Ég held nú að bærinn hafi andað léttar við það,“ sagði hann og brosti. „Þetta var búið að ganga í langan tíma og þetta var staðfest- ing á því að við getum enn tapað stigi og stigum,“ bætti hann við en Kiel hefur ekki tapað deildarleik síðan í maí í fyrra. Erfiðir dagar eftir leikana Aron klæðist á morgun íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn síðan að Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Ungverjalandi í tvífram- lengdum leik í fjórðungsúrslitum. „Það var gríðarlega erfitt að kyngja því. Við ætluðum okkur lengra,“ sagði Aron og fannst erfitt að rifja þetta upp. „Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga.“ Nafni hans Kristjánsson stýrði í gærkvöldi sinni fyrstu landslið- sæfingu en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem hætti eftir Ólympíuleikana. Nýi þjálfarinn tók langan fund með leikmönnum fyrir æfinguna í gær. „Þetta byrjaði ekki vel – fundur- inn var allt of langur,“ sagði Aron og hló. „Mér líst auðvitað mjög vel á hann enda tala vinir mínir sem hafa spilað undir hans stjórn mjög vel um hann. Hann greinir and- stæðinginn mjög vel og við erum vanir því. Við þurfum á því að halda.“ eirikur@frettabladid.is BÆRINN ANDAÐI LÉTTAR Aron Pálmarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á ný þegar það mætir Hvít-Rússum í vikunni. Hann er kominn af stað með Kiel á ný eftir meiðsli en Aron segir að það fylgi því ávallt mikil pressa að spila með liðinu. NAFNARNIR Aron Pálmarsson ræðir við Aron Kristjánsson, nýjan landsliðsþjálfara Íslands, fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga. ARON KRISTJÁNSSON LEIKMAÐUR ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS FÓTBOLTI Enn eitt kynþáttaníðs- málið er í uppsiglingu í ensku úrvalsdeildinni en enska knatt- spyrnusambandið hefur hafið rannsókn á ásökunum um að Mark Clattenburg knattspyrnu- dómari hafi haft niðrandi ummæli um tvo leikmenn Chel- sea í leik liðsins gegn Manchester United um helgina. Chelsea kvartaði undan dómar- anum og mun Clattenburg ekki dæma leik í deildinni um næstu helgi. Mannréttindalögmaðurinn Peter Herbert, sem fer fyrir hópi manna sem vill stofna sérstök leikmannasamtök fyrir þeldökka knattspyrnumenn, hefur farið fram á að lögreglan í Lundúnum hefji sína eigin rannsókn á mál- inu. Mikið hefur verið fjallað um kynþáttafordóma í tengslum við enska knattspyrnu síðustu vikur og mánuði. John Terry í Chel- sea og Liverpool-maðurinn Luis Suarez hafa báðir verið dæmdir í bann fyrir niðrandi ummæli og hafa þeirra mál haft víðtæk áhrif á knattspyrnuna í Englandi. - esá Enn eitt hneykslismálið: Ummæli dóm- ara rannsökuð HANDBOLTI Oddur Gréetarsson, hornamaður Akureyrar, meidd- ist á hné eftir aðeins átta mínútur í tapleiknum á móti Haukum í N1 deild karla um helgina en það kemur ekki í ljós fyrr en í hádeg- inu í dag hversu alvarleg meiðsl- in eru. „Ég fer í nánari skoðun á morgun (í dag) og þá ætti þetta að koma betur í ljós. Það var ekki möguleiki að fá tíma fyrr en þá,“ sagði Oddur í gær en í fyrstu var búist við að hann kæmist í myndatöku í gær. Oddur gæti verið með slitið krossband. „Vonandi er þetta eitthvað minna en maður veit ekkert og ég get því alveg búist við nokkrum mánuðum. Ég yrði ánægður ef ég væri kominn af stað í fyrstu leiki eftir áramót,“ segir Oddur sem hefur hingað til verið heppinn með meiðsli. „Ég hef bara misst af einum leik vegna meiðsla á öllum mínum meistaraflokksferli. Þetta eru mín fyrstu alvöru meiðsli,“ segir Oddur og þetta gerðist á versta tíma fyrir Akureyrarliðið. „Það er meiðslahrina í gangi hjá okkur núna en menn koma von- andi bara sterkir til baka,“ segir Oddur. -óój FÓTBOLTI FCK tapaði í gær sínum fyrsta leik á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið mætti þá Horsens sem vann, 1-0. Ragnar Sigurðsson var einn Íslending- anna hjá liðinu í byrjunarliðinu en Sölvi Geir Ottsen kom inn á seint í leiknum. Rúrik Gíslason var ónotaður varamaður. FCK er þrátt fyrir tapið enn á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir fjórtán umferðir. Íslendingaliðið Halmstad þarf að fara í umspil um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Það varð ljóst eftir 2-1 tap liðsins fyrir Assyriska í næstsíðustu umferð sænsku B-deildarinnar í gær. Guðjón Balvdinsson lék allan leikinn með Halmstad en Krist- inn Steindórsson tók út leikbann. Spilað á Norðurlöndunum: Fyrsta tap FCK CLATTENBURG Ræðir hér við John Obi Mikel, sem er sagður vera annar þeirra leikmanna Chelsea er málið varði. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.