Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is Netverslun 12. nóvember 2012 266. tölublað 12. árgangur Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið. JAKOB KRISTINSSON PRÓFESSOR Í EITUREFNAFRÆÐI JÓLASTJARNANNú er tími jólastjörnunnar að ganga í garð. Forðast ber að hafa of mikinn hita nálægt henni og sömuleiðis of mikinn kulda. Hún þarf daglega vökvun og best að nota ylvolgt vatn. Moldin þarf alltaf að haldast sæmilega rök. SÝNA Í BOXINU Sverrir Ásgeirsson og Stefán Pétur Sólveigar-son vöruhönnuðir sýna tvær útgáfur af nýjum skáp á föstudaginn á vinnustofu sinni að Laugavegi 168.MYND/VALLI Þ að eru níu innstungur inni í skápnum og pláss fyrir hleðslu-tæki og snúrur. Skúffa er undir lykla og fleira og einnig hilla. Týndir símar og hleðslutæki og snúruflækjur voru ákveðið vandamál heima hjá mér og þannig kviknaði hugmyndin,“ segir Sverrir Ásgeirsson vöruhönnuður en næsta föstudag bjóða þeir Stefán Pétur Sólveigarson á opnunarhóf á vinnustofu sinni, Boxinu, þar sem þeir sýna tvær útgáfur af veggskáp.Sverrir frumsýndi skápinn á sam-sýningu Félags vöruhönnuða á Hönn-unarMars fyrir tveimur árum en segir skápinn mikið breyttan síðan þá. „Við Stefán Pétur höfum tekið hann í gegn, einfaldað hann og bætt og útfært hann á tvo vegu. Önnur útgáfan er úr eik og hin úr svörtu MDF. Svarta útgáfan er minni og einfaldari og í henni er ekki skúffa heldur einungis hill “Sver i höldum að þau séu þegar á að grípa til þeirra. „Þetta hafði ekki verið leyst á fallegan hátt fannst okkur. Skápurinn færir okkur líka aftur í tímann þegar landlínusím-inn átti sinn ákveðna stað á heimilinu. Í skápnum er nú kominn staður fyrir síma, myndavélar og spjaldtölvur og fleiri rafmagnstæki sem er að finna á nútímaheimilum.“Sverrir og Stefán útskrifuðust báðir frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og hafa deilt vinnustofu síðan. „Við höfum unnið nokkur verkefni saman gegnum tíðina og höfum komið okkur upp ágæt- is verkstæði hér í Boxinu,“ segir Sverrir. „Ætlunin er að koma jafnvel út línu hús- gagna í þessum dúr í samvinnu. Við smíðum skápinn sjálfir og til að byrja með mun hann fást hér hjáokkur en ið VANDAMÁLIÐ LEYSTÍSLENSK HÖNNUN Sverrir Ásgeirsson vöruhönnuður var orðinn þreyttur á snúruflækjum og týndum símum heima hjá sér og hannaði sniðuga hirslu. SNIÐUG HIRSLA Níu innstungur er að finna innan í skápnum og því geta mörg hleðslutæki átt sinn stað í skápnum. FASTEIGNIR.IS12. NÓVEMBER 2012 43. TBL. Fasteignasalan Berg kynnir: Reykjahvoll, Mosfellsbær. Mjög vandað og vel skipulagt 205,9 m² einbýli auk tvöfalds 46,2 m² bílskúrs. Húsið stendur á fögrum útsýnisstað, efst í Reykjahverfi. Opið hús á morgun milli kl. 17-18. K omið er inn í anddyri með flísum á gólfi og vönduðum skápum. Hol/miðrými með uppteknum loftum og innfelldri halógen-lýsingu. Eikarparket á gólfi (plankaparket). Hiti í gólfum.Til hægri er baðherbergi. Allt fyrsta flokks. Flísalagnir, hrein-lætistæki og innréttingar. Horn-baðkar með nuddi og sturtuklefi. Tvö herbergi innar á gangi. Eik-arparket og vandaðir skápar. Úr miðrými eru tvær tröppur niður í eldhús, borðstofu og setustofu. Glæsilegt skipulag og hönnun. Granít í borðplötu og gaseldavél. Eldhúsinnrétting frá JKE. Stofur eru aðskildar að hluta með arni. Upptekin loft.Til vinstri úr miðrými er rúmgott hmeð inn af með flottum flísum og hrein- lætistækjum. Topp frágangur og flott hönnun. Fataherbergi einnig inn af herbergi. Sérsmíðaðir skáp- ar. Útgengt á sólpall úr herbergi. Úr enda gangs er gengið í þvotta- hús með flísum á gólfi og innrétt- ingum. Úr þvottahúsi er engið í bílskúr. Upptekin loft í bílskúr og gott geymsluloft yfir að hluta. Vandaðir sólpalla heitufall g lóð ingu er stýrt með þægilegri fjar- stýringu. Gluggatjöld m í alrými er stýrt með söm fjarstýringu. Sólarúr er á útiljósum.Hægt að stilla fyrirfram ákveðna lýsingu inn á fjarstýr- inguna. Þegar það er gert er ein- falt að kalla fram ákveðið lýs- ingarþema. Fullkomið þráðl öryggisk f Útsýni yfir byggð og til fjalla Í húsinu er fullkominn tæknibúnaður en rafkerfi hússins er svokallað Funkbus. 4-5 herbergja íbúð með 2ur stofum og 3ur herbergjum. Hægt að breyta í 4 svefnherbergi. Rúmgott eldhús. Stórar innbyggðar svalir. Getur losnað fljótlega. Ekkert áhvílandi. 107 fm Verð 23,3 m. Elín ViðarsdóttirLögg. fasteignasali Auður Kristinsd.Sölufulltrúi audur@fasteignasalan.is OPI Ð H ÚS Vegna mikillar sölu vantar eignir á skrá! Kleppsvegur 48, 2. h. h. Opið hús í dag frá kl. 17:30 - 18:00. RE/MAX ALPHA • SKEIFUNNI 17 • 108 REYKJAVÍK FRÍTT VERÐMATHRINGDU NÚNA Sylvía G. Walthersdóttirsylvia@remax.is 820 8081Haukur Halldórsson, hdl.Löggiltur fasteignasali Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Sími 512 4900 landmark.is Magnús EinarssonLöggiltur fasteignasaliSími 897 8266 Sigurður SamúelssonLöggiltur fasteignasaliSími 896 2312 Sveinn EylandLöggiltur fasteignasaliSími 690 0820 Þórarinn ThorarensenSölustjóriSími 770 0309 Kristberg SnjólfssonSölufulltrúiSími 892 1931 Eggert MaríusonSölufulltrúiSími 690 1472 Haraldur Ómarssonsölufulltrúisími 845 8286 Sigurður Fannar GuðmundssonSölufulltrúiSími 897 5930NETVERSLUNMÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012 Kynn garblað Notað og nýtt, netöryggi, tilboð og vefverslunarkerfi. Frábær þjónusta og gott vör ú l hjá Uppboðshús.is var opnað í október og selur bæði nýjar og notaðar vörur í mörgum vöruflokkum. Vörum fjölgar jafnt og þétt og kaupendur geta skoðað vörurnar í vöruhúsi fyrirtækisins. MYND/STEFÁN Þú leggur línurnar létt&laggott NÝ KILJA Hagkvæm Windows 8 fartölva sem hentar vel fyrir alla hefðbundna tölvuvinnslu. 15,6” skjár, Intel Dual Core örgjörvi, 4GB vinnsluminni og 320 GB harður diskur. SKÝR SKILABOÐ Þorsteinn Davíðsson graffari var að dytta að verki sínu við Borgarbókasafnið í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti þar leið hjá. „Orðið er frjálst“ er slagorð bókmenntaborgarinnar en Reykjavík var valin ein af bókmenntaborgum Unesco í fyrra. „Ég er óskaplega hrifin af þessu slagorði og mér finnst það eiga vel við á Borgarbókasafninu,“ segir Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður. Björn Unnar Valsson, starfsmaður safnsins, átti hugmyndina að slagorðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Kröfur norskra lög- reglumanna um að fá að bera sýni- leg skotvopn við dagleg störf verða ræddar á stjórnarfundi Landssam- bands lögreglumanna hér á landi, sem haldinn verður á miðvikudag. „Ég mun gera stjórninni grein fyrir því sem fram kom á fundin- um og væntanlega verða umræður um það hver næstu skref verða hjá okkur,“ segir Snorri Magnússon, formaður íslenska landssambands- ins, nýkominn af landsfundi norsku lögreglufélaganna. „Verði þetta að veruleika í Nor- egi þá verður Ísland eitt Norður- landanna eftir án heimildar fyrir lögreglumenn til að bera skotvopn,“ segir Snorri. Í Noregi hafa lögreglumenn um nokkurra ára skeið verið með skot- vopn í læstum kistum í bílnum hjá sér en geta aðeins opnað kistuna ef þeir fá til þess sérstakt leyfi. Til þessa hefur ekki verið vilji til þess meðal norskra lögreglumanna að fá að bera skotvopn, en á lands- fundinum snerist sú afstaða við. Norsk stjórnvöld hafa þó úrslita- vald í málinu. Snorri segir að í könnun, sem gerð var meðal íslenskra lögreglu- manna nýverið, hafi komið fram skýr vilji til þess að fá aukið aðgengi að skotvopnum með svipuðu fyrir- komulagi og nú er í Noregi. - gb Norska lögreglan vill fá heimild til að bera sýnileg skotvopn við dagleg störf: Íslenska lögreglan yrði ein vopnlaus LÖGREGLUMÁL Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði, sem hefur fengið sýni til rannsóknar frá lögregl- unni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum tilgangi. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast sé hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og séu illgreinanleg. Með nauðgunarlyfjum er átt við lyf á borð við róhypnól, smjörsýru og ketamín. Jakob Kristinsson segir það reyndar líf- seiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskaplega fljótt að hverfa úr fórnar- lömbunum. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir. Vandamálið sé frekar það að fórnarlömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lög- reglu fyrr en að þessum nokkrum dögum liðnum. Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir aldamót og hafa nokkur slík sýni borist Rann- sóknastofu í lyfja- og eiturefna- fræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009, eða samtals 41 sýni á þremur árum án þess að tekist hafi að sýna fram á að fyrrgreind efni hafi verið í fórnarlömbunum. „En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft,“ segir Jakob. „Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið.“ - sh / sjá síðu 10 Grunur um nauðgunarlyf í 41 máli síðustu þrjú árin Þrátt fyrir að á árunum 2009 til 2011 hafi 41 sinni vaknað grunur um að konum hafi verið byrluð ólyfjan í aðdraganda nauðgana hafa slík lyf aldrei greinst. Fórnarlömbin koma of seint og ummerkin hverfa fljótt. Sökktu Pétri Ben Dóri og Jónas stungu Pétri Ben á kaf við tökur fyrir plötuumslag. tónlist 30 Heilluð af mokka Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis hannar fatnað og fylgihluti úr mokkaskinni. tíska 30 Leitar á ný mið Björgvin Páll Gústavsson fer frá þýska liðinu Magdeburg að tímabilinu loknu. sport 24 Sniðug lausn Sverrir Ásgeirsson vöruhönnuður hefur hannað skáp sem felur rafmagnssnúrurnar á heimilinu. RÓHYPNÓL Svefn- og deyfilyf í töfluformi sem notað er við margvíslegum kvillum. SMJÖRSÝRA Sljóvgandi lyf í duft- eða vökvaformi sem er fyrst og fremst selt á ólöglegum markaði. KETAMÍN Mjög öflugt deyfilyf í vökva- eða duftformi. Helstu nauðgunarlyfin HVASST Á LANDINU Í dag má búast við SA- og A-áttum, 10-18 m/s en heldur hvassara í námunda við fjöll, einkum sunnan Vatnajök- uls og undir Eyjafjöllum. Töluverð úrkoma S-til og síðar austanlands. VEÐUR 4 6 2 2 3 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.