Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 2
12. nóvember 2012 MÁNUDAGUR2 SPURNING DAGSINS SKÓLAMÁL Svokallaðir þátttöku- bekkir fyrir þroskahamlaða sem menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í janúar í fyrra að komið yrði á fót eru enn ekki komnir í framkvæmd. Klettaskóli er valkostur fyrir börn með sérþarfir. Þátt- tökubekkir yrðu millistig milli Klettaskóla og almennra skóla og í umsjón Klettaskóla. „Mjög líklega yrði markhópur- inn börn sem gætu bæði verið í Klettaskóla og almennum grunn- skólum,“ segir Ragnar Þorsteins- son, sviðsstjóri skóla- og frí- stundasviðs Reykjavíkur. Þó stefnt hafi verið að því að þátttökubekkir væru komnir í gagnið haustið 2013 og að þeir séu inni í ný endurskoðaðri stefnu borgar- innar um skóla á n aðgrei n - ingar bend- ir Ragnar á að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár verði ekki ljós fyrr en í næsta mánuði. Því sé enn óvíst hvort bekkirnir komist í gagnið á næsta ári. Þegar endurskoðun stefnunnar var samþykkt samhljóða í skóla- og frístundaráði á miðvikudag sögðu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins núverandi framkvæmd stefnunnar umdeilda. „Meðal annars hefur verið bent á að foreldrar, sem telja að sér- skóli henti börnum þeirra betur en heimaskóli, eigi ekki kost á raunverulegu vali milli þess- ara tveggja kosta,“ sagði í bókun þeirra. „Þetta gæti verið valkost- ur fyrir þau,“ svarar Ragnar aðspurður hvort þátttökubekk- irnir standi til boða þroska- hömluðum börnum sem í dag falla milli skips og bryggju að því leytinu til að finna sig ekki í almennum skóla en uppfylla ekki inntökuskilyrði í Kletta- skóla. „Inntökureglur fyrir þessa þátttökubekki hafa ekki verið mótaðar enn. Það gætu orðið önnur inntökuskilyrði en í Klettaskóla.“ segir sviðsstjór- inn. - gar Óljóst um upphaf millistigs almenns skóla og sérskóla fyrir þroskahömluð börn: Þátttökubekkir ekki komnir á áætlun RAGNAR ÞORSTEINSSON LÖGREGLUMÁL Tveir piltar um tví- tugt voru handteknir um átta- leytið í gærmorgun grunaðir um kynferðisbrot gagnvart sextán ára stúlku. Stúlkan, sem hafði verið gest- komandi í húsi á Skólavörðuholti aðfaranótt sunnudags, leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis og í kjölfarið var lögreglan kölluð til og piltarnir handteknir. Kynferðisbrotadeild lögregl- unnar mun rannsaka málið. - kh Tveir piltar handteknir í gær: Grunur um kyn- ferðisbrot gegn 16 ára stúlku SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Växjö í Sví- þjóð leitar fimm til sex manna sem sautján ára drengur segir hafa nauðgað sér við kirkjugarð á föstudagskvöld. Drengurinn var á leið heim seint á föstudagskvöld þegar ráðist var á hann, að því er fram kemur í dagblaðinu Smålands- posten. Lögregla skoðaði svæðið þar sem hann sagði árásina hafa átt sér stað og var stórt svæði girt af um helgina. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins, en enginn hand- tekinn. Lögregla hefur einnig beðið möguleg vitni um að gefa sig fram. - þeb Óhugnaður í Växjö í Svíþjóð: Dreng nauðgað af hópi manna Eldur í klæðningu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Héðinsgötu um hádegisbil í gær þar sem eldur logaði í klæðningu húss. Slökkviliðið náði að slökkva eldinn áður en hann breiddist út og eru skemmdir óverulegar. Eldur- inn kom upp þegar iðnaðarmenn unnu að viðgerð á húsinu. BRUNI NOREGUR Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kvartar undan ýmsu í 27 blaðsíðna bréfi sem birt var úr í norskum fjölmiðlum um helgina. Breivik segist meðal annars fá of lítið smjör á brauðið sitt, þurfa að drekka kalt kaffi og fá ekki að geyma rakakrem í klefa sínum. Klefinn sé svo mjög fábrotinn og úr honum sé ekkert útsýni. Þá segir hann handjárn sem hann hafi verið með hafi skorið hann á úlnliðum. Lögmenn Breiviks hafa sagt að hann telji aðstæðurnar í Ila-fang- elsinu brjóta á mannréttindum hans. Þeir hafa staðfest að bréfið sem norskir fjölmiðlar hafa birt sé ósvikið. - þeb Breivik kvartar undan ýmsu: Fær ekki nóg smjör á brauðið MEIDDU Breivik segir í bréfinu að hand- járnin hafi valdið skurðum á úlnliðum hans. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Um þrjú kíló af kókaíni fundust í töskum tveggja íslenskra stúlkna sem lentu á flugvellinum í Prag á miðvikudag. Stúlkurnar, sem eru báðar átján ára hafa neitað sök í málinu, en voru á föstudag engu að síður úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald. Stúlkurnar fóru frá Íslandi í ágúst. Í síðustu viku flugu þær frá Sao Paulo í Brasilíu áleiðis til Prag með viðkomu í München í Þýska- landi. Þrátt fyrir grunsemdir þar um að stúlkurnar hefðu eitthvað misjafnt í fórum sínum voru þær látnar fljúga óáreittar áfram til Tékklands til að reyna koma yfir- völdum á spor hugsanlegra sam- verkamanna en sú áætlun gekk ekki eftir. Eftir tímafreka leit á flugvell- inum í Prag fannst síðan efnið sem talið er vera kókaín. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa stúlkurnar borið að töskurnar séu gjöf frá Banda- ríkjamanni sem þær hafi kynnst á Íslandi. Sá maður var hér á landi þar til honum var vísað á brott þar sem dvalarleyfi hans var útrunnið. „Þegar tvær átján ára stúlkur lenda í svona ógæfu reynum við auðvitað að bregðast við eins og jafnan,“ segir Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra um aðkomu ráðuneytisins að máli stúlknanna. „Bæði höfum við verið í sambandi við foreldra þeirra og okkar maður á staðnum hefur hitt þær báðar. Einnig höfum við tryggt að þær fái verjendur.“ Stúlkurnar höfðu ætlað frá Tékk- landi til Kaupmannahafnar með lest en sitja nú hvor í sínu fangelsinu í Prag. Talið er að þrír mánuðir hið minnsta líði þar til dómur geng- ur í máli þeirra. Verði stúlkurnar Neita allri vitneskju um kókaín í töskum Tvær átján ára íslenskar stúlkur sitja í varðhaldi eftir að hafa flutt um þrjú kíló af kókaíni til Tékklands frá Brasilíu. Þær neita sök en margra ára fangelsisvist vofir yfir. Mikil ógæfa og ráðuneytið gerir sitt besta segir utanríkisráðherra. EKKI ALLT SEM SÝNIST Tollverðir í Prag leituðu lengi vel í töskum íslensku stúlknanna áður en þeim tókst loks að finna eiturlyfin sem hafði verið komið haganlega fyrir í samskeytum og milli laga í töskuefninu sjálfu. MYND/TÉKKNEKSKA LÖGREGLAN DANMÖRK Danska ríkisstjórn- in hefur ákveðið að afnema skatt á matvöru sem innheldur mikið magn af mettaðri fitu en ár er síðan skatturinn var lagður á. Mjólkur-og kjötvörur sem og unnar matvörur féllu undir þenn- an skattaflokk en yfirvöld segja skattlagninguna hafi haft neikvæð áhrif á matarverð og atvinnu. Skatturinn gerði það að verkum að Danir ferðuðust í auknum mæli yfir landamærin og keyptu mat- vöru í Þýskalandi. - áp Afnema fituskattinn: Hafði áhrif á matarverð Egill, er uppá ykkur typpið? „Það stendur ekki á okkur.“ Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdar- stjóri Forlagsins og hefur boðað erótísk bókajól árið 2013. TRÚMÁL „Kirkjan verður að umbera þjóðina og þjóð- in verður að umbera kirkjuna,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem flutti ávarp við setningu Kirkjuþings á laugardag. Ögmundur vísaði til nýlegrar þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrármálið. Sagði hann svar þjóðarinnar varðandi kristinn sið hafa verið afger- andi. „Þess vegna verður kirkjan enn um sinn eign þjóðarinnar. Og þjónar kirkjunnar því þjónar okkar allra og þjóðin og kirkjan munu fylgjast að í blíðu og stríðu og verða ekki aðskilin,“ sagði ráð- herrann og bætti við að þjóðin viti að leiðin út úr vandanum sé „ekki að höggva á rótina til að ganga inn í nýja veröld sögulaus og allslaus“. Næra þurfi arfleifð okkar og menningu og það þurfi kirkjan að gera; óttalaus, staðföst og sterk. „Það er sú kirkja sem þjóðin ákvað að ætti að vera með okkur um ókominn tíma. Niðurstaða þjóðarinnar er áskorun á hendur kirkjunni. Ég veit að hún mun svara kalli þjóðarinnar; rísa undir þeirri ábyrgð sem ætlast er til að hún axli sem þjóðkirkja,“ sagði innanríkisráðherra. - gar Innanríkisráðherra segir kirkjuna munu rísa undir ábyrgð og svara kalli: Kirkjan sé óttalaus, staðföst og sterk ÖGMUNDUR JÓNASSON „Það er góð regla að taka málið upp á þúsund ára fresti,“ sagði innanríkisráðherra um umræðu um kristni í landinu. MYND/KIRKJUÞING 2012 sekar fundnar mun lágmarks refs- ing hljóða upp á fimm til átta ára fangelsisvist. Útlitið er því ekki bjart og staðan batnar heldur ekki við það að aðbún- aðurinn í tékkneskum fangelsum er fremur slæmur. Þá er enginn fram- salssamningur í gildi milli Íslands og Tékklands og því ekki um það að ræða að stúlkurnar fái að afplána hugsanlega dóma hér heima á Íslandi. Össur Skarphéðinsson segir mál eins og þetta afar erfið fyrir aðstandendur, ekki síst þegar um sé að ræða kornungt fólk. „Það auð- vitað veldur miklu angri. Við erum boðin og búin að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða götu þeirra en því miður getum við ekki hrifið menn út úr fangelsum eða varðhaldi eins og þessar stúlk- ur hafa verið úrskurðar í – en við gerum okkar besta,“ segir utanrík- isráðherra. gar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.