Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. nóvember 2012 13 Borgaryfirvöld kynntu nú á dög-unum deiliskipulag fyrir reiti þá við Laugaveginn sem eru í eigu fasteignafélagsins Regins hf. Það er mikið fagnaðarefni að Regins- menn hyggi á framkvæmdir á þess- um reitum, en eitt af því sem stað- ið hefur verslun við Laugaveginn fyrir þrifum er skortur á nýtísku- legu verslunarhúsnæði. Eitt atriði veldur mér þó miklum áhyggjum í tillögum að uppbyggingu og það er hversu fáum bílastæðum er gert ráð fyrir á svæðinu og sér í lagi neðanjarðar. Í fljótu bragði sýnist mér sem bílastæðum á umrædd- um lóðum muni ekkert fjölga frá því sem nú er, þrátt fyrir margfalt byggingamagn og von- andi margföld umsvif. Sér í lagi er þetta var- hugavert þar sem gert er ráð fyrir íbúðum, en rétt er að hverri íbúð fylgi a.m.k. eitt bílastæði neðanjarð- ar, ella munu íbúar leggja í stæðin allt í kring, sem einkum eru ætluð verslun og viðskiptum á svæðinu. Með framkvæmdum Regins á þessu svæði gefst Reykjavíkurborg, og/eða Regin eftir atvikum, einstakt tækifæri til að útbúa almennings- bílastæði neðanjarðar á þeim slóð- um þar sem hvað helst skortir bíla- stæði til framtíðar í miðborginni. Milli Hverfisgötu og Laugavegar væri hvað best að koma fyrir bíla- stæðum sem gagnast geta verslun- inni á þessum slóðum og nægir að fara eina hæð niður. Nú er tækifæri til að ráðast í þessar framkvæmdir – tækifæri sem mun aldrei gefast aftur á þessu svæði í framtíðinni. Ég hef sjálfur staðið að byggingu tveggja húsa við Laugaveginn og komið fyrir stórum bílakjöllurum undir þeim húsum án teljandi vand- kvæða. Borgaryfirvöld hafa ítrekað á umliðnum miss- erum amast við bílnum og segja má að bílahat- ur sé ríkjandi í borgar- pólitíkinni. En hvað sem líður andstyggð manna á bílum verður ekki framhjá því litið að þetta er sá fararmáti sem flest- ir hafa kosið sér og ef við- skiptavinir fá ekki stæði nærri verslunum leita þeir annað. Óskandi væri að borg- aryfirvöld opnuðu augu sín fyrir því einstaka tækifæri sem þau fá til byggingar almenningsbílastæða á umræddum lóðum. Ef þau láta sér þetta tækifæri úr greipum ganga er raunveruleg hætta á stórslysi í skipulagsmálum miðborgarinnar til framtíðar litið. Strákar í að minnsta kosti þremur framhaldsskólum hafa nú með skömmu millibili álpast inn á jarðsprengjusvæði opin- berrar umræðu með framgöngu sem fer út yfir öll mörk kvenfyr- irlitningar, en var eflaust aldrei „þannig meint“, heldur bara „grín sem fór úr böndunum“. Við þessi gömlu sýnum því að sjálfsögðu umburðarlyndi, veif- um samt áminnandi vísifingri og vonum að drengirnir læri sína lexíu, sem þeir gera eflaust. Málið snýst ekki um þessa pilta sem einstaklinga heldur hitt: hvers vegna þekkja þeir ekki mörkin? Bara grín Grín sem fór úr böndunum. En grín er aldrei bara grín. Það er sjálfur vígvöllur hugmyndanna. Ekkert afhjúpar betur en brand- ari – þann sem segir hann. Brand- arar eru hinn ásættanlegi vett- vangur fyrir hið óásættanlega. Þeir eru lygin sem segir satt. Þar leikum við okkur með fjarstæður og hugmyndir sem við vitum að eru rangar. Almennt samkomulag er um það þegar einhver kveður sér hljóðs til að segja brandara eða fara með gamanmál: Hér á eftir ætla ég að fara út fyrir mörk skynsemi og réttra skoðana. Nú er ég að fara að segja vitleysu. Í gamanmálum er því teflt saman sem ekki á saman, háu og lágu, göfugu og lítilsigldu, því heilaga og því óhreina. Og allir hlæja á eftir eins og til staðfestingar því hversu skemmtilega fráleitt það hafi verið sem sagt var. En þessi eiginleiki brandarans getur þá líka orðið nokkurs konar skálkaskjól; leið til að viðra það sem viðkomandi langar að segja en veit í rauninni að er ekki við hæfi, vegna þess til dæmis að það meiðir aðra. Grínið getur verið leið til að grafa undan valdi – en það getur líka verið leið til þess að festa í sessi vald. Í ákveðinni tegund af bröndurum viðra ráð- andi hópar sem telja sig í miðju valda og áhrifa fordóma sína gagnvart svokölluðum minni- hlutahópum, nota brandarann til að niðurlægja þá sem neðar eru í stigveldinu; gömlu íslensku sög- urnar af Bakkabræðrum eru af því tagi; og allt smælingjagrínið sem Íslendingar hafa svo miklar mætur á. Þetta helgast af aðstæðunum. Við sitjum í hring og einhver kveður sér hljóðs til að segja brandara og það þykir kurteisi að hlæja að honum. Í bröndur- um er sem sé þvingaður fram almennur hlátur og þar með viðurkenning á þeim hugmynd- um sem liggja brandaranum til grundvallar. Við hlæjum með og tökum um leið undir hugmyndir sem við myndum alla jafna ekki gera; til dæmis að konur séu upp til hópa fáfróðar og eyðslusamar og ákaflega illa akandi afætur á sístritandi eiginmönnum sínum en ljóshærðar konur séu fagrar og fákænar í jöfnum og réttum hlutföllum. Og svo framvegis. Tíðarandinn Af hverju þekkja þeir ekki mörkin? Af hverju eru strákar á þessum aldri aftur og aftur að vekja á sér athygli með svo lítið skemmtilegum klúrheitum sem ganga út á mjög skringi- legar hugmyndir um kynferðis- legt samneyti kynjanna? Enn og aftur: við megum ekki alhæfa um unga karla út frá þessu, og ekki draga hvatvíslegar álykt- anir um innræti þeirra sem hafa í frammi svo mislukkuð gaman- mál. En eitthvað eru þeir að tjá. Þeir eru að tjá sig. Þeir eru andsetnir. Í þeim hefur tekið sér bólfestu illur andi og hvæsir og fnæsir út um munninn á þessum vesalings drengjum. Sá illi andi er tíðar- andinn sem fullur er af kven- hatri, kven ótta og kvennakúgun, þar sem sú hugmynd er alls- ráðandi að konur eigi að þjóna körlum til borðs og sængur og karlinn þurfi að vera vakinn og sofinn í því að bæla niður hvers kyns tilhneigingar konunnar til sjálfstæðis. Þar með er ekki sagt að þessir drengir aðhyllist slíkar ranghugmyndir – í rauninni. Þessi tíðarandi er ekki áberandi í opinberri umræðu – nema í skúmaskotum athugasemdakerfa netsins – og þegar hann skýt- ur upp kollinum á opinberum vettvangi verður fólk almennt felmtri slegið. En hann er þarna einhvers staðar. Hann er í því menningarefni sem ungu fólki er almennt boðið upp á; ekki þarf lengi að horfa á myndbönd poppstöðvanna til að sjá þennan tíðaranda, og er þá ónefnt allt það ofbeldisefni í ýmsum myndum sem menn milli tektar og tvítugs hafa horft á inni í herberginu sínu frá unga aldri, athugasemdalaust. Ungir menn fá sem sé að minnsta kosti tvöföld skilaboð frá samfélaginu. Og línum getur slegið saman. Menningarefnið sem þeir neyta frá unga aldri, grínið sem þeir horfa á, músíkví- deóin, tölvuleikirnir og annar sjónrænn neysluvarningur þeirra – hin menningarlega inn- ræting sem þeir fá – hið andlega kókópöffs sem þeir nærast á – er allt fremur hömlulaust, espandi, hvatning til að lifa á forsendum hvatalífsins og fullt af stereó- týpum, karl- og kvenlegum. Við þurfum ekki að horfa lengi á Cartoon network og þætti þar sem ætlaðir eru litlum drengj- um til að sjá slíkan ofstopa. Úti í hinu raunverulega lífi fá ungir menn – auðvitað í misjöfnum mæli – þau skilaboð frá foreldr- um og skóla að konur séu jafn- ingjar þeirra og þeim beri að sýna virðingu. Þeir fá allt önnur skilaboð úr svonefndu afþrey- ingarefni. Flestir strákar átta sig á þessu. En þegar þessum ólíku hugmyndaheimum lýstur saman getur orðið sprenging. AF NETINU Samfylkingin, sjálfsmyndin, hægri- og vinstrisveiflur Árni Páll Árnason boðar breytingar nú þegar hann hefur sigrað í prófkjöri í Kraganum. Eins og kom fram í Silfri Egils í dag er hann einni maðurinn sem langar mjög mikið að verða formaður Samfylkingarinnar. Kannski tekst honum það. Hann segir að þurfi nýjan takt. Það er samt óljósara hvað felst í þessu? Er það Samfylking sem er vinsamlegri stóriðju, fjármagni og útgerð? Sem á þá minni samleið með Vinstri grænum en á tíma Jóhönnu? Flokkur sem sveiflast aftur til hægri, eftir að hafa sveiflast til vinstri á tíma hrunsins, en þar áður hafði hann verið í mikilli hægri sveiflu? blog.pressan.is/silfuregils Egill Helgason Af hverju eru strákar á þessum aldri aftur og aftur að vekja á sér athygli með svo lítið skemmtilegum klúrheitum… Ef viðskipta- vinir fá ekki stæði nærri verslunum leita þeir annað. Skortur á bílastæð- um við Laugaveg Strákarnir okkar Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Skipulagsmál Jón Sigurjónsson kaupmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.