Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 52
12. nóvember 2012 MÁNUDAGUR20 20 menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 12. nóvember ➜ Fyrirlestrar 12.00 Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir kynningu á verkum Enrique del Acebo Inánez, rithöfundar og prófessors. Kynningin ber yfirskriftina Örsagan: Bókmenntaform samtímans? og fer fram í stofu 206 í Odda, Háskóla Íslands. Ibánez flytur erindi sitt á ensku en annað fer fram á íslensku. 12.00 Mats Persson, forstöðumaður hugveitunnar Open Europe í Lundúnum flytur fyrirlestur í boði Rannsóknar- seturs um nýsköpun og hagvöxt og Evrópuvaktarinnar. Fyrirlesturinn fjallar um samkeppnishæfni Evrópu í ljósi samrunaþróunarinnar. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra verður fundarstjóri fundarins sem fer fram á ensku. 12.00 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós kynnir fyrirlestur Barts Dessein, Nýr konfúsíanismi og umboð himinsins. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 102 í Gimli Háskóla Íslands og er aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Flutningur á Lækningastofu: Hef flutt lækningastofu mína í Stóra - Turn á 9. hæð í Kringlunni. Viðtalsbeiðnir áfram í síma: 588 8557 Einar Guðmundsson læknir Sérgrein: Geðlækningar Úr háskólaverkefni í forystu á alþjóðamarkaði Þriðjudaginn 13. nóvember kl. 12.00 í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands í Alþjóðlegu athafnavikunni. Um er að ræða fyrirlestur í nýrri fyrirlestraröð Háskóla Íslands um ný sköp un og stofn un fyrir tækja sem ber yfir skriftina Fyrirtæki verður til. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við Háskóla Íslands og einn upphafs manna Marel, Gylfi Aðalsteinsson, fyrsti fram kvæmda stjóri Marel, Kristinn Andersen, verk- fræð ingur og rann sóknar stjóri hjá Marel og Hrund Rudolfsdóttir, fram kvæmda- stjóri starfs þróunar hjá Marel, fjalla um upp hafs ár fyrir tæk isins, þróun þess og þann lær dóm sem draga má af sögu þess. Marel er eitt þeirra fyrirtækja sem orðið hafa til innan Háskóla Íslands og gott dæmi um hvernig lítil hug mynd verður að öflugu fyrir tæki sem byggir vöxt sinn og þróun á sífelldri nýsköpun. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sköpunarsaga Marel www.hi.is – FYRIRTÆKI VERÐUR TIL – PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 30 93 Tónlist ★★★★ ★ Verk eftir Beethoven og Messiaen Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu, 8. maí Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafs- son. Einsöngvarar: Sveinn Dúa Hjörleifsson, Herdís Anna Jónas- dóttir og Jóhann Smári Sævars- son. Stjórnandi: Ilan Volkov. Græna tónleikaröð Sinfóníunnar var lengi vel helguð Vínarvölsum og mjög vinsælum klassískum verkum. En greinilega ekki leng- ur. Á fimmtudagskvöldið voru á dagskrá Keisarakonsert Beet- hovens, sem að vísu ER mjög vin- sæll, en líka sjaldheyrð óratóría eftir sama tónskáld, Kristur á Olíufjallinu. Í þokkabót var svo leikið Et exspecto resurrectio- nem mortuorum eftir Messiaen. Það er ekki beint tónlist sem er skyld Dónárvalsinum. Keisarakonsertinn var fyrstur. Beethoven sjálfur kallaði hann ekki þessu nafni, það kom síðar, sennilega vegna þess hve tignar- legur hann er. Hægi kaflinn er eitt hið fegursta sem hann samdi. Kaflinn kom vel út í sannfærandi túlkun Víkings Heiðars Ólafs- sonar undir stjórn Ilan Volkov. Blæbrigðin voru fallega mótuð, sönglínurnar himneskar. Fyrsti kaflinn var líka frábær, fullur af fjöri og skemmtilegum tilþrifum. Auk þess var samspil einleikara og hljómsveitar nákvæmt. Ef hægt er að finna að ein- hverju, þá var það helst síðasti kaflinn, sem var í hraðasta lagi. Beethoven skrifaði þar allegro ma non troppo, sem þýðir hratt en ekki um of. Ef kaflinn er of hraður missir tónlistin dýptina og tignarleikann. Í staðinn verð- ur hún að hálfgerðu gríni sem að mínu mati á ekki heima í þessu verki. Eftir hlé var Kristur á Olíu- fjallinu á dagskránni. Óratórían fjallar um það þegar Kristur biðst fyrir skömmu áður en hann er tekinn höndum, og svitnar blóði. Volkov stjórnaði af glæsibrag, yfirbragðið var fremur þurrt og stílhreint, sem passaði við trúar- stemninguna í verkinu. Svitnaði blóði VÍKINGUR HEIÐAR Hægi kafli Keisarakonsertsins eftir Beethoven kom vel út í sann- færandi túlkun Víkings Heiðars. Blæbrigði voru fallega mótuð og sönglínur him- neskar. Tveir einsöngvarar voru í aðal- hlutverki, þau Sveinn Dúa Hjör- leifsson tenór í hlutverki Jesú, og Herdís Anna Jónasdóttir sópr- an sem var svokallaður ljós- engill. Það er undarleg þýðing á seraphim, sem eru logandi englar með sex vængi. Í mörgum sálm- um á Íslensku sem ég hef séð eru þeir einfaldlega kallaðir serafar. Slíkar verur, og englar yfirleitt, eru fremur óhugnanlegir (þó að þeir séu þjónar Guðs), enda verð- ur fólk oftast hrætt í Biblíunni þegar þeir birtast. Herdís Anna er vissulega frá- bær söngkona, og hún stóð sig prýðilega, en rödd hennar er of fíngerð fyrir svo voldugt hlut- verk. Svein Dúa vantaði líka kraftinn í hæðina í raddsviðinu, en það var engu að síður ánægju- legt að hlusta á hann. Hann hefur fallega rödd sem hefur vaxið síðan ég heyrði hana síðast. Hún er mjúk og létt og hentar ákaflega vel í óratóríu. Þriðja einsöngshlutverkið, Pétur postuli, var í höndunum á Jóhanni Smára Sævarssyni bassa. Það er miklu minna, en kom ágæt- lega út. Einnig söng Mótettukór Hallgrímskirkju (undir stjórn Harðar Áskelssonar) og gerði það fallega. Hljómsveitin spilaði líka af kostgæfni. Tónleikunum lauk um hálf-tíu leytið. Klukkan tíu var komið að hinum svokallaða Eftirleik. Það er ný tónleikaröð sem er helguð öndvegisverkum úr samtíman- um, bæði innlendum og erlend- um. Þetta er sniðugt; lengi vel var eina nútímatónlistin í boði hér ný íslensk verk. Maður fékk engan samanburð við það besta utan úr heimi. Et exspecto resurrectio- nem mortuorum eftir Messiaen fjallar um upprisu dauðra eins og hún er skilgreind af kaþólsku kirkjunni. Tónsmíðin er fyrir blásara og slagverk og var ótrú- lega mögnuð undir stjórn Volkovs. Tæknilega séð var flutningurinn fullkominn, stemningin var hug- leiðslukennd; útkoman var sam- felldur unaður. Jónas Sen Niðurstaða: Almennt skemmtilegir tónleikar, flottur einleikur, ágætur ein- söngur, frábært nútímaverk. MCLEMORE Á KEX Kvartett trommuleikarans Scott McLemore kemur fram á þriðjudagsdjasskvöldi Kex annað kvöld. Auk McLemore skipa hljómsveitina þau Sunna Gunnlaugsdóttir á píanó, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, og Róbert Þórhalls- son á bassa. Á dagskránni verða lög af glænýjum geisladiski Scotts sem ber titlinni „Remote location“. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.