Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 56
12. nóvember 2012 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is LIONEL MESSI skoraði í gær tvívegis í 4-2 sigri Barcelona á Real Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni. Þar með hefur hann skorað 76 mörk á árinu 2012, einu meira en Brasilíumaðurinn Pele gerði árið 1959. Metið á Þjóðverjinn Gerd Müller en hann skoraði alls 85 mörk í 60 leikjum árið 1972. Messi hefur spilað 59 leiki til þessa á árinu. Einstaklega ríkt af próteini (27g í 100g), járni, E og B1 vítamíni. Gott í múslí, jógúrt, bakstur og þeytinginn. Góðar fyrir húð, hár, heila, hjarta- og æðakerfi. Til inntöku, í þeytinginn og grautinn. Orkugefandi og einnig góð til að varna sýkingum því þau innihalda ríkulegt magn propolis. Góð út á jógúrt, í músíl, þeytinginn og til inntöku (1-2 tsk.). NATUFOOD N1-deild karla FH - Haukar 18-31 (8-13) Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 6/1 (11/1), Ólafur Gústafsson 4 (10), Ragnar Jóhannsson 3 (7), Einar R. Eiðsson 2/1 (3/2), Bjarki Jónss. 1 (1), Jóhann K. Reyniss. 1 (2), Sigurður Ágústss. 1 (2). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8 (30, 27%), Sigurður Örn Arnarson 1 (10/1, 10%). Mörk Hauka (skot): Stefán R. Sigurmannsson 10/1 (12/1), Sveinn Þorgeirss. 5 (9), Jón Þ. Jóhannss. 4 (4), Adam Baumruk 3 (5), Elías Hall- dórss. 3 (5), Gísli Jón Þóriss. 2 (2), Árni Steinþórss. 2 (4), Egill Eiríkss. 1 (2), Tjörvi Þorgeirss. 1 (6). Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 14 (26/1, 54%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (7/1, 14%). N1-deild kvenna ÍBV - Fylkir 30-15 (20-7) Markahæstar: Simona Vintale 7, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 6 – Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 4. Selfoss - Stjarnan 25-32 (10-14) Markahæstar: Carmen Pacamariu 6 – Hanna G. Stefánsdóttir 9, Jóna M. Ragnarsdóttir 6. FH - Grótta 25-23 (11-12) Markahæstar: Aníta Mjöll Ægisdóttir 9 – Sunna María Einarsdóttir 6, Elín Helga Jónsdóttir 5. Haukar - Afturelding 29-19 (17-6) Markahæstar: Karen Helga Sigurjónsdóttir 7 – Hekla Daðadóttir 8. Domino‘s-deild kvenna Grindavík - KR 80-60 (46-22) Stigahæstar: Crystal Smith 24, Petrúnella Skúladóttir 20 – Björg Guðrún Einarsdóttir 14. Keflavík - Haukar 82-68 (41-25) Stigahæstar: Pálína Gunnlaugsdóttir 19, Siarer Evans 25, Gunnhildur Gunnarsdóttir 22. Njarðvík - Fjölnir 95-94 (48-48, 87-87) Stigahæstar: Lele Hardy 44/22 fráköst – Britney Jones 46, Bergdís Ragnarsdóttir 19. Snæfell - Valur 88-54 (58-29) Stigahæstar: Hildur Sigurðardóttir 23, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 19 – Alberta Auguste 18. ÚRSLIT HANDBOLTI Haukar gjörsigruðu nágranna sína í FH 31-18 í ójöfn- um handboltaleik á heimavelli FH í N1-deild karla á laugardaginn. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka miklir en aðeins var jafnræði með liðunum fyrsta stundarfjórðung leiksins. Leiknum hafði víða verið stillt upp sem einvígi landsliðsmark- varðanna Arons Rafns Eðvarðs- sonar hjá Haukum og Daníels Freys Andréssonar hjá FH en það var tvítugur strákur úr öðrum flokki Hauka sem stal senunni. Einar Ólafur Vilmundarson kom í mark Hauka í stöðunni 6-6 eftir um tólf mínútna leik og lokaði marki liðsins. Hann fékk tvö mörk á sig á 18 mínútum í fyrri hálfleik og þegar upp var staðið var hann með 14 skot varin eða 54% mark- vörslu. Einar Ólafur hóf feril sinn í FH undir stjórn Loga Geirssonar en skipti mjög ungur í Hauka. Hann er enn í öðrum flokki félagsins og var með báða fætur kyrfilega á jörðinni þegar hann ræddi við Fréttablaðið skömmu eftir leikinn á laugardaginn. „Ég er bara þriðji markvörður- inn í Haukum. Giedrius Morkunas lenti í vinnuslysi og Aron Rafn fann sig ekki í byrjun. Ég kom inn á og svaraði bara kallinu ágætlega held ég,“ sagði Einar Ólafur. „Vörnin var mjög góð og það fannst mér aðallega skila sigr- inum. Ég veit ekki hvað ég varði marga bolta og mér fannst ég ekki vera að taka neitt rosalega mikið af boltum. Vörnin var virkilega góð og við spiluðum agað í sókn- inni.“ Það var vel mætt í Kaplakrika en það truflaði Einar Ólaf ekkert að spila fyrir framan á annað þús- und áhorfendur. „Við erum með góðan þjálfara og hann mótiveraði okkur vel. Við náðum að stilla spennustigið á þægilegan punkt og þá smellur þetta,“ sagði Einar Ólafur sem vakti ekki síður athygli fyrir frá- bærar sendingar fram völlinn en góða markvörslu. Stefán Rafn Sig- urmannsson sem skoraði 10 mörk í leiknum naut sérstaklega góðs af hnitmiðuðum sendingum Einars Ólafs fram völlinn. „Ég er ekki með neitt sérstak- lega góðar sendingar og ég veit ekki hvað gerðist. Suma daga smellur þetta og aðra ekki,“ sagði þessi einkar hógværi og ungi markvörður Hauka. - gmi Haukar fóru illa með FH-inga í Kaplakrika: Þriðji markvörður Hauka var hetjan HANDBOLTI Björgvin Páll Gústavs- son fer frá þýska úrvalsdeildar- félaginu Magdeburg næsta sumar. Félagið ákvað að semja við annan markvörð, Dario Quenstedt, sem er reyndar uppalinn hjá félaginu en leikur nú með Lübbecke. Björg- vin Páll segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila að hann færi frá félaginu. „Ég fundaði með þjálfaranum í vikunni og við ræddum þetta ítar- lega. Mitt aðalmarkmið er að fá að spila reglulega og bæta mig og það varð því niðurstaðan að leita á önnur mið í sumar,“ segir Björgvin við Fréttablaðið. Hann hefur deilt markvarðarstöðunni með Hollend- ingnum Gerrie Eijlers. „Við erum líklega of góðir mark- verðir til að geta verið í sama lið- inu,“ segir Björgvin sem er þó ekki óánægður með veru sína hjá Mag- deburg en hann er á sínu öðru ári þar. Gekk vel í fyrra „Markmið félagsins með því að fá mig var að auka hlutfallsmark- vörslu liðsins og það tókst. Mark- varslan var mun betri á síðasta tímabili en árið þar á undan,“ segir Björgvin sem hefur verið frá keppni síðustu vikurnar eftir að hann fékk fyrst salmonellusýkingu og greindist svo með fylgigigt. Björgvin er þó á góðum batavegi og segir markmiðið að spila með Magdeburg á ný eftir rúma viku. Hann segist ætla að halda áfram að gefa allt sitt til félagsins. „Þrátt fyrir allt hefur minn tími hér verið mjög góður og það verð- ur vonandi þannig áfram. Það er heilmikið eftir af tímabilinu og stór verkefni fram undan, bæði með félagsliðinu og landsliðinu. Ég ætla að leggja fyrst og fremst áherslu á að ná mér góðum á ný.“ Frakkland gæti verið spennandi Björgvin Páll segir að umboðs- manni hans hafi þegar borist fyrir spurnir frá öðrum félögum. „Það er auðvitað mikið sem kemur til greina. Ég hef verið í þýskumælandi löndum í nokkur ár og líður vel þar. Svo er franska deildin líka spennandi en ég er svo sem til í að prófa allt. Þetta snýst frekar um hvaða lið komi til greina en land,“ segir Björgvin en hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir sig að vinna lið. „Markaðurinn fyrir markverði er mjög góður núna. Markvarðar- staðan er mjög mikilvæg í hand- bolta og flest lið þurfa að vera með tvo góða markverði í sínum liðum. Þegar einn markvörður skiptir um lið geta farið miklar hrókeringar af stað og því oft margir mögu- leikar í stöðunni,“ segir Björgvin að lokum. Magdeburg er í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en auk Björgvins Páls hefur Eijlers einnig átt við meiðsli að stríða. Liðið fékk því hinn 41 árs gamla Kristian Asmussen að láni frá Nordsjæll- and í Danmörku til áramóta. eirikur@frettabladid.is Of góðir til að vera í sama liðinu Björgvin Páll Gústavsson er á leið frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg í sumar. Hann óttast ekki atvinnuleitina og segir markaðinn góðan fyrir markverði. Stutt er í endurkomu hans eftir fylgigigtina. BJÖRGVIN PÁLL Kom til Magdeburg sumarið 2011. NORDICPHOTOS/GETTY EINAR ÓLAFUR Stal senunni í Hafnar- fjarðarslagnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.