Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 83

Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 83
FIMMTUDAGUR 15. nóvember 2012 67 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur fundið sér nýjan þjálfara en hún hefur verið þjálfaralaus síðan í haust. Þá var ákveðið að slíta samstarfi hennar við Stefán Jóhannsson. „Ég er komin með þjálfara og verður tilkynnt á næstu dögum hver það er. Það á enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu, sem ég taldi besta fyrir minn feril,“ segir Ásdís sem vill ekki gefa upp nafn nýja þjálf- ans að svo stöddu. Hún vill heldur ekki segja hvort hún muni halda kyrru fyrir á Íslandi eða flytja út fyrir land- steinana. „Við getum orðað það þannig að ég er ekki búin að segja upp leigusamningnum mínum,“ segir hún. Ásdís varð í ellefta sæti í spjót- kasti á Ólympíuleikunum í sumar en hún setti glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni er hún kastaði 62,77 m. Hún stefnir á að ná enn lengra á Ólympíuleikunum í Ríó eftir fjögur ár. Ásdís var nýlega valin frjáls- íþróttamaður ársins af Frjáls- íþróttasambandi Íslands. - esá Ásdís Hjálmsdóttir tilkynnir síðar í vikunni hvaða þjálfara hún muni starfa með á næstu árum: Er ekki búin að segja upp leigusamningnum ÁSDÍS Mun tilkynna síðar í vikunni hver muni taka við þjálfun hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SUND Íslenska afreksfólkinu í sundi barst í gær góður stuðning- ur þegar garðaþjónustan Sigur- garðar í Borgarnesi ákvað að styrkja íslensku keppendurna sem fara á EM í sundi í 25 m laug um 25 þúsund krónur. Alls hafa ellefu náð lágmörkum fyrir mótið en sjö eru á leið utan. Skorar fyrirtækið á önnur að gera slíkt hið sama en fyrir stuttu var tilkynnt að keppendur Íslands á mótinu þyrftu sjálfir að leggja út fyrir kostnaði sem hlytist af þátttöku við mótið, sem fer fram í Chartres í Frakklandi. Upphæð sem hver og einn þarf að leggja út fyrir er um 300 þúsund krónur. Fjárútlát Sundsambands Íslands hafa verið meiri á árinu en búist var við enda margir sem unnu sér inn þátttökurétt bæði á Ólympíuleikunum í London og EM í 50 m laug sem fór fram í Debrecen í Ungverjalandi. Af þeim ástæðum var ekki hægt að fjármagna ferðakostnað íslensku keppendanna. Þau fyrirtæki sem óska að leggja íslensku sundfólki lið geta haft samband við Sundsamband Íslands. - esá Styrkir fyrir sundfólk: Skorað á fyrir- tæki að hjálpa EYGLÓ ÓSK Meðal efnilegustu sund- manna Íslands í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikir kvöldsins Domino‘s-deild karla, kl. 19.15: Snæfell - Tindastóll Njarðvík - KFÍ Grindavík - Stjarnan Keflavík - Skallgr. N1-deild karla: 18.00: FH - Akureyri 19.30: ÍR - Afturelding Fram - Haukar ÍÞRÓTTIR Sjö leikir verða á dag- skrá í efstu deildum karla í handbolta og körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Grindavíkur, sem eru í þriðja sæti Domino‘s- deildar karla, taka á móti sterku liði Stjörnunnar. Garðbæingar deila toppsætinu með Snæfelli, sem mætir botnliði Tindastóls. Í N1-deild karla eru Hauk- ar á góðri leið með að stinga af en staðan er jöfn og spennandi meðal hinna sjö liðanna í deild- inni. - esá Nóg um að vera í kvöld: Toppslagur í Grindavík - Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 6 18 82 1 1. 20 11 Kvöldið er okkar Komdu á miðnæturopnun Lyfju í Smáralind í kvöld, fimmtudagskvöldið 15. nóvember. Nýttu þér frábær tilboð fram að miðnætti. Hjá okkur finnur þú líka eitt og annað sem er tilvalið í jólapakkann. Njóttu kvöldsins - miðnæturopnun í Smáralind! Loreal 20% afsláttur Kynning á nýju BB kremunum, hárolíunni og jólagjafaöskjunum ÍS L E N S K A S IA IS LY F 61 88 2 11 20 11 Maybelline 20% afsláttur Kynning á Falsies Feather maskaranum Oroblu 20% afsláttur Kynnir jólasokkabuxurnar Clarins vörur með 20% afslætti Clinique vörur með 20% afslætti Sothys vörur með 20% afslætti DIM sokkabuxur með 20% afslætti Boss, Lady Gaga, Calvin Klein, Puma, Aguilera og allir hinir ilmirnir á 20% afslætti Jólagjafavörur Náttföt og sloppar með 20% afslætti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.