Fréttablaðið - 27.11.2012, Side 17

Fréttablaðið - 27.11.2012, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 2012 | SKOÐUN | 17 Það er mikið fagnaðar-efni að nú skuli loks liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menning- armálaráðherra skipaði í febrúar síðast liðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvik- myndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heima- síðu Listaháskólans. Niðurstöður stýrihópsins byggja á ítarlegri rannsókn á þörfum fyrir námið og núverandi framboði. Enn fremur leggur stýrihópurinn til grundvallar greiningu tveggja mikilsvirtra sérfræðinga á sviði kvikmynda- menntunar, sem leggja sjálfstætt mat á aðstæður hér og gera til- lögur um uppbyggingu námsins, skipulag og áherslur. Í tillögum sínum skipta stýri- hópurinn og erlendu sérfræðing- arnir kvikmyndamenntuninni í fjögur þrep: ● Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi. ● Almennt kvikmyndanám, kennt á framhaldsskólastigi. ● Menntun í stoðhlutverkum kvikmyndagerðar (s.s. hljóð, tölvuvinnsla, búningar, leik- myndagerð), kennt á fram- haldsskólastigi. ● Sérhæft nám með áherslu á listrænan grunn og með það að markmiði að útskrifa leið- andi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handrits- gerðar, kvikmyndatöku, klipp- ingar, hljóðs og framleiðslu; háskólamenntun á BA-stigi. Það er mikilvægt hvernig til- lögurnar byggja á samfellu frá einu skólastiginu til annars. Grunnurinn er lagður með mark- vissri kennslu í kvikmynda- og fjölmiðlalæsi á grunnskólastigi, og á framhaldsskóla stiginu fá nemendur innsýn í helstu grunn- þætti kvikmyndagerðar og skapa sér traustan grunn til frekara náms í kvikmyndagerð eða í tengdum fögum. Greinileg skil Hvert stefnir næst fer eftir því hvort nemandinn vill frekar leggja áherslu á ýmsa tækniþætti og stoðgreinar sem tengjast kvik- myndagerð eða hvort hann vill leggja áherslu á hinn listræna þátt og reyna að skapa sér leið- andi hlutverk í greininni. Að sjálf- sögðu útilokar önnur leiðin ekki hina, en samkvæmt greiningu stýrihópsins eru greinileg skil þarna á milli. Fari nemandinn fyrrnefndu leiðina þá liggur leiðin í skóla á framhaldsskólastigi sem hefur yfir að ráða sérhæfðum kenn- urum á hinum ólíku stoðsviðum kvikmyndagerðar og þeim búnaði og tækjum sem menntun í þessum greinum krefst. Fari hann hina leiðina, vill í listrænt kvikmynda- nám, fer hann í listaháskóla þar sem áherslan er lögð á fræðilega greiningu, listræna úrvinnslu, og þverfaglegar tengingar, fyrir utan þau tækifæri sem gefast í háskóla fyrir alþjóðlegt samstarf og teng- ingar við háskóla erlendis. Varðandi þessi tvö síðari þrep þá hvetur stýrihópurinn til þess að í stað þess að dreifa kröftunum víða verði náminu þjappað í fáa skóla, á framhaldsskólastiginu jafnvel í einn kjarnaskóla, sem þá hefði þeim mun betri aðstöðu og sérhæfðari mannafla til að geta gegnt hlutverki sínu vel en ef skólarnir væru fleiri. Á háskólastiginu blasir það við að aðeins fáir nemendur eru út valdir hverju sinni og sýnist nefndinni það vera augljóst að slíkt nám eigi hvergi heima annars staðar en í listahá- skóla. Þá bendir hópurinn á að BA-gráða frá viður- kenndum háskóla sé lykill að frekara námi erlendis. Þegar tillögur stýri- hópsins eru lesnar í þessu samhengi þá finnst manni augljóst að það þjóni best nemendum að hafa skýrar línur um námsleiðir og hvernig eitt leiðir af öðru. Kerfið er fyrir nemendurna, ekki fyrir stofnanirnar eða fyrirtækin. Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntun- inni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um kvikmyndamenntun í landinu, sem þó því miður hefur frekar mótast af tilfinninga- legum upphlaupum en raunveru- legri greiningu og rök studdum úr lausnum. Sérstaklega var umræðan hávær fyrir u.þ.b. ári síðan þegar málefni Kvikmynda- skóla Íslands voru í brennidepli. Þörf á skýrri stefnu Nú er hins vegar kominn tími til að taka þetta mál á annað plan og stjórnvöld taki skýra stefnu um hvað skuli gera og hvernig. Skýrsla stýrihópsins byggir á fag- legri þekkingu og hlutleysi gagn- vart þeim hagsmunum sem ein- stakar stofnanir eða fyrirtæki geta átt í þessu máli. Skýrslan er grunn- urinn til að byggja á og nú þurfa stjórnvöld, skólamenn og kvik- myndagerðarfólk að taka höndum saman og hrinda til lögunum í framkvæmd. Það er ekki eftir neinu að bíða. Kvikmyndamenntun: hin augljósa leið www.tskoli.is Langar þig að Tækniskólinn í samvinnu við Stúdíó Sýrland býður upp á nám í hljóðtækni Námið hefst í janúar og skiptist í þrjár annir - vor/sumar/haust. Kennsla fer að mestu fram í hljóðverum STÚDÍÓ SÝRLANDS við bestu mögulegu aðstæður. Kenndar verða m.a. tónlistarupptökur, hljóðsetningar, hljóðblandanir, masteringar, tónleika- upptökur, eftirvinnsla á hljóði fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir og fleira sem tengist hljóðvinnslu. Náminu lýkur með lokaverkefni. Takmarkaður fjöldi nemenda. Námið er lánshæft hjá LÍN. Allar nánari upplýsingar má finna á www.tskoli.is og www.syrland.is. vinna í hljóði? PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 33 38 MENNTAMÁL Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskóla Íslands ➜ Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntuninni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.