Alþýðublaðið - 27.02.1924, Side 3

Alþýðublaðið - 27.02.1924, Side 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ á Frá Danmðrku. (Tilkynningar frá sendiherra Dana). Tala atvinnulausra manna í Danmörku er nú komin upp í B6700. Skylda danskra, íslenzkra og brezkra þegna til þess að láta áteikna vegabréf sín vegna ferða- laga innan þessara landa hefir verið afnumin frá 1. marz, með orðsendingaskiftum milli dönsku og ensku stjórnarinnar. Pó verða ferðamenn framvegis að sýna vega- bréf frá landi sínu, og einnig haldast framvegis núgildandi regl- ur um, að íólk, sem kemur til að leita sér atvinnu, verði að fá inn- gönguleyfi, í Stóra-Bretlandi frá verkamálaráðuneytinu. Sem fólk í atvinnuleit telja Bretar einnig þá, sem vinna kauplaust til þess að fá tækifæri til að iæra málið. Endánleg úrslit iögþingiskosn- inganna á Færeyjum eru nú kom- in. Hefir Sambandsflokkurinn 3691 j atkvæði, en við kosningarnar 1918 fékk hann 2950 atkvæði og 3472 [ atkvæði við kosningarnar 1920. Sjálfstjórnarflokkurinn fékk 2390 atkvæði, en 1918 fékk hann 2921 atkv. og 1920 2462 atkv. Sam- kværnt hinum nýju kosningalögum til lögþingsins hafa Sambandsmenn fengið 13 þingsæti, en höfðu 9 eftir kosningarnar 1918 og 10 eftir kosningarnar 1920. Sjálfstjórnar- menn fengu 10 þiDgsæti, en höfðu árið 1918 11 og árið 1920 10. í hlutfalli við atkvæðatölu áttu sam- bandsmenn tilkall til 15 þingsæta gegn þeim 10, sem sjálfstjórnar- menn fengu. en af fjárhagsástæð- um hefir tala lögþingsmanna verið takmörkuð, svo að þingmenn mega ekki vera nema 23. Par af eru þrír kosnir í aukakjördæmum, og fengu Sambaatísmenn þau öll. Innlend tíðindi. (Frá fréttastofunni.) Vestmannaeyjum, 23. febr. Umsóknarfrestur um bæjar- stjórastöðuna hér var útrunninn f gær, og eru þessir umsækjend- ur: Lögfræðingarnir Þórhallur Sæmundsson, Sigurður Lýðsson, Páll Jónsson og Kristinn Ólafs- son fulltrúi, Brynjólfur Árnason, Haildór Pálsson verkfræðingur og Aaderup verkfræðÍDgur. Kosning fer fram 29. febrúar. Aff relBsla blaðsms er í Alþýðuhúsinu við Ingóifsstræti. Sími 988. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króua á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsöiumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti * ársf jórðungslega. Um taugaveikina á Akureyri gefur landlæknir eftirfarandi upp- lýsingar: Veikin var að stinga sér niður smátt og smátt, þang- að til 5 voru orðnir veikir. Þótt- ist læknirinn geta rakið uppruna hennar til »Hótel Goða!oss< því að fl»stir sjúklingarnir höfðu náið samband við hótelið. Var því þess vegna lokað og sjúkling- arnir vitanlega einangraðlr. Samt hefir velkin borist frá Akureyri og konalð upp á 2 bæjum í Reykdælahéraðl (annar þessara Bdgar Kio» Burroughe: Sonur Tarxans. í fyrstu fann liún engin skot, en i einu horninu var kassi með dóti Sveins, er hann haföi sent á undan sér. Meriem datt í hug', að hér myndu skotfæri falin. Hun leysti böndin 0g vafðí segldúknum utan af kassanum, lyfti lokinu, og iunan skamms var hún að bylta við innihaldi kassans. Þarna voru bróf og blöð og meðal annars mynd af litilli stúlku, og var úrklippa úr frönsku blaði límd á bakið á myndinni. Hún gat ekki lesið úr- klippuna, sem orðin var gul af elli, en henni fanst hún kannast við þessa mynd. Hvar hafði hún séð myndina áður? Og alt i einu datt henni i hug, að þetta væri mynd af henni sjálfri, eins og hún hafði verið fyrir mörgum árum. Hvar hafði hún veyið tekin? Ilvernig hafði þessi maður fengið hana? Hvers vegna hafði hún verið prentnð í blaði? Hvaða sögu sögbu máðu stafirnir? Meriem truílaðist i leit sinni eftir skotfærunum; hún starði um stund á myndina og gleymdi sór alveg. Alt i einu kom líenni i hug, hvað hún hafði ætlað að gera, 0g tók til að leita i kassanum. Á botni hans fann hún loksins litinn skotfæralcassa; hún sá strax, að skotin voru i byssuna, sem hún hafði, og stakk þeim þvi i vasa sinn. Svo fór hún aftur að skoða myndina, sem liktist henui svo mjög. Er hún var sokkin niður i að reyna að grai'a upp i huga sér, hvenær mynd þessi gæti verið tekið, heyrði hún mannamál úti fyrir. Jafnskjótt spratt hún upp. Þeir nálguðust, mennirnir! Brátt þekti hún bölvið i Svianum. Sveinn var að koma! Merien hljóp að tjald- dyrunum og gægðist út. Of sein! Hun var gengin i gildru! Hviti maðurinn og þrír svertingjar komu yfir rjóðrið beint til tjaldsins. Hvað var nú til ráða? Hún stakk á sig myndinni. I skyndi hlóð hún byssuna og gekk aftur á hak inst inn í tjaldið þannig, að byssu- hlaupið horfði á dyrnar. Mennirnir stönzuðu utan dyra, og hún heyrði Svein skipa fyrir; hann var lengi að því og talaði hátt; á meðan leitaði stúlkan undankomu; hún laut niður, og lyfti tjaldskörinni og gægðist út; hún sá engan þeim mea:in; hún varpabi sér flatri og skreið undir tjaldskörina um leið og Sveinn gaf síðustu skip- unina og gekk inn i tjaldið. Meriem heyrði hann ganga yfir gólfið. Þá stóð hún upp 0g hljóp hálfbogin inn í svertingjakofa beint á móti; hún snéri sér þar við og' leit aftur; hún sá engan og hafði ekki sóst. Úr tjaldi Sveins heyrði hún blót og formælingar. Sviinn kallaði á menn sina, og er Meriem heyrbi þá svara, hljóp hún af stað til skiðgarðsins lengst frá tjaldi Svians. Þar slútti tré, sem svertingjunum hafði fundist of stórt til þess að fella, inn yfir garðinn. Meriem faldi sig i þvi. Úr trénu sá hún Svein fara aftur inn i skóginn, en nú skildi hann eftir þrjá verði i búðunum; hann fór snður eftir. Er hann hvarf, liljóp Meriem til árinnar. Þar voru bátarnir. Þeir voru erfiðir einni konu, en hór var engin önnur leið, og yfir ána varð hún að komast. Yerðirnir i búðunum sáu glögt lendinguna. Að þeim ásjáandi gat hún ekkert aðhafst. Eina vonin var að biða til myrkurs. Heila klukkustund hafði hún auga á vörðunum; cinn þeirra virtist eingöngu gæta lending- arinnar. Alt i einu kom Sveinn móður og másandi út úr skóg-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.