Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 44
 | 10 28. desember 2012 | miðvikudagur ERLENT Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Þriðja árið í röð hefur skulda- baggi gríska ríkisins hvílt sem mara, ekki bara á grísku þjóðinni heldur einnig á hinum evruríkj- unum sem enn eiga í mestu vand- ræðum með að koma í veg fyrir að vandi Grikkja dragi þau niður með sér. Afborganir af þessari skulda- súpu hafa verið og verða enn um sinn hærri en gríska ríkið ræður við. Þess vegna hafa grísk stjórn- völd staðið í ströngu við niður- skurð og skattahækkanir, en á móti hafa Evrópusam bandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyris sjóðurinn (AGS) útvegað Grikkjum fé úr neyðar- sjóðum sínum til að brúa bilið. Ríkisskuldir Grikkja nema enn um 180 prósentum af þjóðar- framleiðslu og hefur þetta hlutfall hækkað nokkuð á árinu þrátt fyrir stórfellda niðurfellingu skulda enda hefur þjóðarframleiðslan haldið áfram að dragast saman. Grikkjum hjálpað Í febrúar samþykktu ESB og AGS að veita Grikkjum 130 milljarða evra úr neyðarsjóðum sínum, til viðbótar fyrri greiðslum upp á 110 milljarða. Alls hafði þá verið samþykkt að Grikkir fengju meira en 240 milljarða evra í neyðarað- stoð og hafa þeir í staðinn lofað að skera niður í ríkisfjár málum um sem nemur meira en 140 milljörðum evra. Í mars samþykktu svo flestir lánardrottnar Grikklands, að und- anskildum ríkisbönkum, niður- fellingu skulda gríska ríkisins upp á ríflega 100 milljónir evra í febrúar. Þar með losnuðu Grikkir á einu bretti við helming skulda sinna hjá bönkum, öðrum einka- fyrirtækjum og fjárfestum. Í kjölfarið fylgdu svo kosningar í Grikklandi með töluverðri óvissu mánuðum saman, og þegar leið fram á sumar varð ljóst að Grikkir höfðu ekki getað staðið við sparn- aðarloforð sín. Þeir tóku að biðja um lengri frest til þess að koma ríkisfjármálum sínum í sæmilegt horf. Hindrunarhlaup Áður lofuðum greiðslum úr neyð- arsjóðum ESB og AGS var frestað þangað til í lok nóvember þegar Grikkjum hafði, með herkjum, tekist að sýna fram á getu sína til að standa við sparnaðarloforðin. Mikið hafði verið rætt um hugsan legt brotthvarf Grikk- lands af evrusvæðinu, en líkur á því virðast hafa gufað upp – að minnsta kosti í bili. Nú í desember tókst Grikkjum svo að kaupa til baka skuldir upp á um 30 milljarða evra, en greiddu aðeins um 10 milljarða fyrir. Allt þetta varð til þess að stuttu fyrir jól hækkaði matsfyrir tækið Standard & Poor‘s lánshæfismat Grikklands um sex flokka, eða upp í B mínus. Fyrirtækið telur sem sagt litlar líkur á því að Grikkland lendi í greiðslufalli úr þessu. Lítill árangur Önnur evruríki hafa einnig átt í verulegu basli með fjármál sín, ekki síst Miðjarðarhafsríkin. Á árinu sáu bæði Spánverjar og Kýpurbúar sér ekki annað fært en að leita á náðir ESB og AGS um neyðarlán, en áður hafa bæði Írar og Portúgalar auk Grikkja fengið aðstoð úr neyðar sjóðunum. Á Ítalíu hefur, rétt eins og á Spáni og Grikklandi, verið efnahags- samdráttur í meira en eitt ár. Seðlabanki Evrópusambandsins spáir litlum hagvexti á evrusvæð- inu öllu á næsta ári og rekur það einna helst til stöðnunar í efna- hagslífi öflugustu evruríkjanna, svo sem Þýskalands, Frakklands, og Hollands. Frakkar hafa átt í töluverðum erfiðleikum á árinu og kynntu í september ströngustu aðhalds- fjárlög sín í þrjátíu ár. Merkel gefur eftir Jafnvel Þýskaland, sem hefur staðið einna best allra evruríkj- anna, hefur ekki sloppið alveg. Þýski seðlabankinn spáir nú minni hagvexti á næsta ári, að- eins 0,4 prósentum, og virðist lítið þurfa til að það snúist upp í sam- drátt. Þá hafa Bretar, sem standa utan evrusvæðisins með sitt pund, einn- ig glímt við erfitt samdráttar skeið og gripið til harkalegs niðurskurð- ar sem hægristjórn Davids Came- ron vonast enn til að skili árangri þegar fram líða stundir. Stjórnar- andstæðingar telja niður skurðinn hins vegar gera illt verra. Angela Merkel Þýskalands- kanslari hefur þurft að gefa tölu- vert eftir á árinu, ekki síst gagn- vart Grikkjum. Í upphafi ársins stóð hún enn föst á því að Grikkir ættu sjálfir að greiða sínar skuldir. Ábyrgðin á þeim ætti hvorki að lenda á Þýskalandi né neinu öðru evru- ríki. Smám saman virðist hún hafa áttað sig á því að það reikn- ingsdæmi myndi aldrei ganga upp. Æ nánara samstarf Í janúar féllust evruríkin á að mynda með sér fjárlagabanda- lag, með skýrum heimildum til refsiaðgerða á hendur einstökum ríkjum fari fjárlög þeirra úr bönd- unum. Undir lok ársins var gengið skrefi lengra og ákveðið að eftir áramótin verði bankabandalag að veruleika, með sameiginlegu fjár- málaeftirliti. Þá hafa Þjóðverjar smám saman sætt sig við að Seðlabanki Evrópusambandsins fengi heim- ildir til þess að taka æ virkari þátt í glímunni við skuldavanda evru- ríkjanna. Í lok febrúar útvegaði hann bönkum á evrusvæðinu ódýr lán í stórum stíl og í byrjun sept- ember kynnti hann nýja áætlun um að kaupa upp skuldir evruríkj- anna á markaði, sem hann hefur reyndar gert í töluverðum mæli allt frá árinu 2010. Þessi inngrip seðlabankans hafa átt stóran þátt í að halda vanda evrusvæðisins í skefjum, en ganga þvert gegn þeirri stefnu sem Þjóðverjar töl- uðu fyrir lengi vel. Þverhnípið bíður Bandarískt efnahagslíf hafði varla náð að rétta að ráði úr kútnum frá árinu 2008 þegar al- þjóðlega fjármálakreppan skall á. Hagvöxtur á árinu 2012 varð ekki nema 2,2 prósent og atvinnu- leysið er 7,7 prósent. Orka stjórn- málamanna hefur að stórum hluta farið í kosningabaráttu, með harð vítugum deilum repúblik- ana og demókrata, meðal ann- ars um efnahagsmálin. Allt fram undir árslok hefur verið óljóst hvort Barack Obama forseti nái á síðustu stundu samkomulagi við repúblikana um lausn á fjár- lagaþverhnípinu svonefnda, sjálf- krafa skattahækkunum og niður- skurði sem taka gildi um áramót verði ekkert að gert. Reyndar ger- ist fátt fyrstu vikurnar, en þegar lengra líður er talið að afleiðing- arnar verði minnkandi umsvif í þjóðfélaginu, sem dregur enn frekar á langinn hægaganginn í efnahagslífinu – jafnvel þótt fall- ið fram af fjármálaþverhnípinu hafi í för með sér að staða ríkis- sjóðs skáni nokkuð með auknum tekjum og minni útgjöldum. Evrukreppan endalausa Alvarleg skuldakreppa nokkurra evruríkja hefur allt þetta ár haldið áfram að íþyngja efnahagslífi annarra Evrópuríkja og helstu viðskiptalanda þeirra sömuleiðis. Þá hefur hvert bankahneykslið á fætur öðru uppgötvast. NIÐURSKURÐI MÓTMÆLT Spánverjar hafa, rétt eins og Grikkir og fleiri evruþjóðir, verið afar óánægðir með aðhaldsaðgerðir stjórnvalda og óspart látið í sér heyra á árinu. NORDICPHOTOS/AFP ÁR BANKAHNEYKSLANNA Árið hefur reyndar einnig einkennst af því að hver stórbankinn á fætur öðrum hefur orðið uppvís að svikum og þurft að greiða himinháar sektir fyrir vikið. Nú síðast var það svissneski bankinn UBS sem þarf að punga út 1,5 milljarði dala fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á millibankavexti. Fyrr í desember viðurkenndi breski bankinn HSBC að hafa auðveldað fíkniefnahringjum og hryðjuverkasamtökum peningaþvætti, auk þess að hafa gerst brotlegur gegn alþjóðlegum refsiaðgerðum á hendur Íran og fleiri ríkjum. Bankinn þarf fyrir vikið að greiða 1,9 milljarða dala í sektir, en það er hæsta sekt sem banka hefur nokkru sinni verið gert að greiða. Á annan tug annarra stórbanka hafa staðið í svipuðum sporum á árinu, þar á meðal breski bankinn Barclays, hollenski bankinn ING, skoski bankinn RBS, og bandarísku bankarnir Citygroup, Bank of America, Wells Fargo og JP Morgan Chase. Rekstrarvörur - vinna með þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.