Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Hlutur sveitarfélaga verður 6,7% af opinberum gjöldum. Við óttumst það óþekkta, segir Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri. Samkvæmt ákvörðum félagsmálaráðherra verður hlutur sveitarfélaga 6,7 % af opinberum gjöldum nú þegar hið nýja staðgreiðslukerfi skatta hefur tekið gildi. Samband fslenskra sveitarfeélaga hefur mótmælt þessari ákvörðun og talið aö hlutur sveitarfélaganna yrði aö vera hærri, cða yfir 7% ef þau eigi að geta sinnt þeim verkefnum sem þeim ber. Guðmundur Ami Stefánsson, bæjarstjóri sagði í samtali við Fjarðarpóstinn að í þessu sambandi óttuðust sveitarstjómarmenn fyrst og fremstþað óþekkta. Það væri erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig þetta kæmi til með að skila sér og því hefðu menn ótta af að tekjur sveitarfélaganna yrðu hlutfallslega minni en verið hefði. Þetta skapaði nokkra óvissu varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Það væri erfitt að vita ekki nægilega vel úr hverju væri að spila og menn óttuðust hér eins og víða annars staðar að þessi ákvörðun félagsmálaráðherra verði til Þess að sveitarfélög verði að draga úr framkvæmdum. Fasteignagjöldin. Hvað aðra tekjustofna varðar fer fasteignaskattur 0,425% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði og 1,25% af atvinnuhúsnæði. Fasteignamat hefur hækkað á bilinu 26 og 27% milli áranna 1987 og 88. Holræsagjald er 1% og vatnsskattur hækkar nú all verulega og verður 2%. Að sögn Guðmundar Áma stafar sú hækkun af því að fyrir dyrum standa miklar framkvæmdir í vatnsveitumálum Hafnarfjarðar, sem kosta munu tugi milljóna og því nauðsynlegt að fara að huga að fjármögnun þeirra. Að þessu sinni verða gjalddagar fasteignagjalda fjórir í stað þriggja áður. Fyrsti gjalddagi verður 15. janúar, annar 15. febrúar, þriðji 15. apríl og sá fjórði 15. maí. Niðurfelling gjalda ellilífeyrisþega. Ellilífeyrisþegar sem hafa árstekjur undir 475 þúsund krónum fá fulla niðurfellingu fasteignagjalda. Þeir sem hafa undir 565 þúsund króna árstekjum fá 70% niðurfellingu og þeir sem eru undir 673 þúsund króna markinu fá 30% niðurfellingu. Hjá hjónum verða þessar tölur 741 þúsund hámarkstekjur hjá báðum til að fá fulla niðurfellingu, 888 þúsund til að fá 70% og 1,000 þúsund til að fá 30% af fasteignagjöldum fellt niður. Sundlaug í Suðurbænum. Að sögn Guðmundar Áma Stefánssonar, bæjarstjóra er nú verið að bjóða út annan áfanga að byggingu sundlaugar í Suðurbæ Hafnarfjarðar. Annar áfangi hljóðar upp á að steypa húsið upp. Miðað er við að því verki ljúki síðsumars. Guðmundur Ámi kvað þetta orðið gamalt mál og tími því kominn til að drífa verkið áfram. Miðað er við að sundlaugin í Suðurbænum verði tilbúin til notkunar á haustdögum árið 1989. AA samtökin í gömlu lögreglustöðina. Gamla lögreglustöðin við Suðurgötu var búin að þjóna hlutverki sínu vel og lengi þrátt fyrir að þar væri þröngt á þingi og starfsaðstaða til löggæslustarfa ekki eins og best væri kosið a.m.k. ekki eftir að vaxtarkippur hljóp í bæinn og einnig aðra þéttbýliskjama sem Hafnarfjarðarlögreglan þjónar. Síðan lögreglan fékk nýtt og betra húsnæði hefur gamla húsið staðið ónotað og beðið þess að einhver gæti nýtt sér húsaskjól þess. Nú hefur húsið fengið nýtt hlutverk. Að sögn Guðmundar Áma Stefánssonar hefur nú verið gengið frá leigusamningi við AA samtökin. Það fer vel á því að þetta gamla og vinalega hús hafi fengið nýtt hlutverk, að hýsa aðstoð við þá sem eiga við áfengisvandamál að glíma. FMRÐffi Utgefahdl: Fjarðarfréttir st. Rltstjóri og ábyrgðarmaður: Rúnar Brynjólfsson Útgáfuráð: Ellert Borgar Þoryaldsson Guðmundur Sveinsson Rúnar Brynjólfsson Ljósmyndun: Ellert Borgar Þorvaldsson Helmillsfang: Pósthólf 57, Hafnarfirðl Símar: 651745 51261, 51298. 53454 Utllt og setning. Fjarðarpósturinn Fllmuvinna og prentun: Prisma: slmi 65 16 14

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.