Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 4
4 FJAROARPÓSTURINN Skæruliðabúnaöur í fórum hafnfirskra unglinga. Hefð til háborinnar skammar segir lögreglan, sem þurfti að ryðja miðbæ Hafnarfjaröar til að bægja frá hættuástandi á þrettándakvöldi Að aíloknu þrettándakvöldi hér í Hafnarfirði voru fjölmiðlar upp- fullir af frásögnum af miklum skrilslátum unglinga og að í fórum þeirra hefðu verið alls kyns sprengjur og tól sem hefðu getað valdið miklu tjóni ef ekki hefðu verið gerð upptæk. Frá- sögn lögreglunnar af þessum ólátum eru tæpitungulaus og fer hcr á eflir stutt lýsing hennar á ástandinu. Upp úr kvöldmat á þriðjudags- kvöldið tóku unglingar að safnast saman í miðbæ Hafnar- fjarðar. Til margra ára hefur það vcrið einskonar hefð íþessum bæ að unglingar safhist saman á þrettándakvöld til þess að efna til skrílsláta og óspekta. Að þessu sinni átti ekkert að gefa eftir afrekum fyrri ára og höfðu margir útbúið sig mjög vandlega af þeim sökum. Frá því fyrir áramót, að sala á flugeldum hófst, fór að bera á því að unglingar væru með heimatil- búnar sprengjur. Margar hverjar voru mikið öflugri heldur en flugeldasprengjur sem leyft er að framleiða og selja. Af þessum sökum og vegna mjög slæmrar reynslu af hegðun ung- mcnna á þrettándakvöldum til margra ára hafði lögreglan sérstakan viðbúnað. Ákveðið var að sporna við því að fólk safn- aðist saman í miðbænum til skrflsláta og skemmdarverka. Þegar unglingar sinntu ekki tilmælum um að hverfa burt úr miðbænum varð lögreglan að flytja um 140 manns á lögreglu- stöðina. Um þriðji hver ungling- ur var með heimatilbúnar sprengjur á sér sem sumar voru það öflugar það ef þær hefðu sprungið í mannþröng hefðu þær getað drepið og stór slasað fjölda manns. Scm dæmi um hugvitsemi ung- linganna til að búa til mann- drápsvopn má nefna glerflöskur af ýmsum stærðum, fylltum af púðri og stundum blandað með málmögnum. Kveikur er síðan þræddur í gegnum vel írekinn tappa. Þessar flöskur springa með miklum krafti og nærri má geta sér til um afleiðingar ef glerbrot og málmagnir lentu í fólki. Annað dæmi eru rörbútar og rörtengi, fyllt með sprengi- efni. Einnig mátti finna koparrör og jafnvel niðursuðudósir. f einni slíkra dósa fannst sprengi- efni blandað með girðingar- kengjum. Þessi tól eru ekkert annað en öflugar handsprengjur sem gætu unnið mikið tjón og orðið til mannsskaða ef þeim væri beitt. Þó skiptar skoðanir séu um aðgerðir lögreglunnar er ljóst, að ef ekki hefði verið gripið til jafn öflugra vamaraðgerða og raun ber vitni hefði sú hætta verið mjög alvarlega fyrir hendi að einhverjum af þessum hættulegu vopnum hefði verið beitt. En það er ekki ungmennunum sjálfum að þakka. Það er ekki heldur foreldrum og forráðamönnum þeirra að þakka. Forkastanlegt var þegar for- eldrar, sem gert var að sækja . afkomendur sína á lögreglustöð- ina, rifu kjaft við lögregluþjóna í áheyrn unglinganna sjálfra. Lögreglan taldi sig þó aðeins að geraþá skyldu sína að koma í veg fyrirað stór tjón hlytist á munum og mönnum. Slíka framkomu er ekki hægt að túlka á annan veg en sem beinan stuðning við óaldahugmyndir bama. í því sambandi má spyrja á hvaða vegi uppeldi hafnfirskra bama sé. Hafnfirðingar eiga myndarlegan bæ. Þeir eru framsæknir um marga hluti og það stendur ekki á þeim að vilja veg sinn sem mestan. Á hinn bóginn hefur bæjarbúum oft sámað að vera hafðir að skotspæni. Hafðir að háði og spotti. Þegar litið er til þessar þrettánda- hefðar, sem er nokkuð einstök fyrir þennan bæ, geta þeir ekki ætlast til að þeim sé hlíft. Þessi hefð er Hafnfirðingum til hábor- innar skammar. Þótt þama sé um lítin hluta bæjarbúa að ræða, sé miðað við fólksfjölda, þá er enginn Hafnfirðingur saklaus í þessu máli. Ekkert annað en sterkt almenn- ingsálit, sem fordæmir aðgerðir af þessu tagi getur þ vegið þennan smánarblett af bænum. Þyngst hvílir ábyrgðin á foreldrum og uppalendum unlinganna. Þeir geta haft mikil áhrif ef einlægur vilji er fyrir hendi. Það væri ef til vill ekki úr vegi að finna gryfju úti í hrauni, hlaða þar upp nokkmm sandpokum og finna síðan einhvem hlut sem hefði svipað viðnámsþol og mannslíkaminn. Fá síðan sprengjusérfræðing til að sprengja einhverjar af þessum sprengjum í viðurvist ungling- anna og leyfa þeim þannig sjá raunverulegar afleiðingar af notkun þeirra tóla sem þau eru að framleiða, jafnvel á eldhúsborð- um foreldra sinna. Fjarðarpósturinn skorar á alla Hafnfirðinga að stilla hugi sína saman og mynda það almenn- ingsálit í bænum sem unnið getur algjöran bug á þessari hræðilegu hefð. Lögregluaðgerðir eru ekki annað en til að forða eigna og einkum og sér í lagi manntjóni. Það er heppni að þær tókust svo vel að engan skyldi saka. Ekkert annað en sterkt almenningsálil getur losað Hafnarfjarðarbæ við þá mestu skömm sem hann býr við, þrettándaólæún ÞI.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.