Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Foreldrfélag Lækjarskóla kvartar vegna skólaaksturs. Þjónustan mætti vera betri, sérstaklega varóandi sundiö, segir Björn Ólafsson, skólastjóri Lækjarskóla um skólaaksturinn. Fjarðarpósturinn leitaði til Bjöms Ólafssonar, skólastjóra og spurðist fyrir um hvað lægi að baki þessu máli. Foreldrafélag Lækjarskóla sendi bæjarráði Hafnarfjarðar bréf á dögunum þar sem kvartað er undan þeirri þjónustu sem verktakinn er annast skólaakstur í bænum veitir. Kvartað var undan óstundvísi, að bflamir héldu áætlun ekki nægilega vel, bílstjóramir væm að reykja í bflunum og undan framkomu bflstjóranna við bömin. Þeir sýndu óþarfa stirðbusahátt af sér. Bjöm kvað rétt að þetta mál hefði komið upp, foreldrar hefðu verið óánægðir og umrætt bréf verið sent til bæjaryfirvalda. í fram- haldi af því hefði hann og einnig HörðurZophoníasson, skólafull- trúi rætt við verktakann um þessar kvartanir. Bjöm kvað það vera sitt mat að verktakinn hefði tekið þessar umkvartanir og ábendingar til greina og að ástandið væri mikið betra. Þó væri þessi þjónusta ekki nægilega góð að sínu mati. Einkum í sambandi við ferðir skólabama til kennslu í sundi. Það væri um alllangan veg að fara frá öllum grunnskólum bæjarins og það væru alls ekki allir nemendur sem fengju akstur í sambandi við það. Bjöm taldi að mun þægilegra hefði verið fyrir bömin á meðan skólaaksturinn tengdist almenn- ingsvagnakerfi bæjarinns og þau hefðu getað notað almennings- vagnana jöfnum höndum á við skólabflana. Aðspurður taldi hann ekkert athugavert að bjóða skólaaksturinn út en að ekki mætti ganga það langt í spamaði að það kæmi verulega niður á þeirri þjónustu sem bömunum væri nauðsynleg. Hafnarborg ELINA, FINNSKUR GISTILISTAMAÐUR Seinni hluta síðasta árs var finnskur listamaður í gistivinnustofu HAFNARBORGAR. Þessi listamaður var Elina Liikanen frá Finlandi. Dvaldi hún hér í þrjá mánuði og í lok dvalar sinnar hélt hún sýningu á verkum sínum í sal HAFNARBORGAR. Það er skemmst frá því að segja að sýningin vakti verðskuldaða athygli og m.a. ritaði einn gagnrýnenda dagblaðanna lofsamlega grein um sýninguna, en þessi gagnrýnandi er þekktur fyrir óvægna dóma um sýningar. í stuttu spalli Fjarðarpóstsins við Elinu sagðist hún hafa kunnað Islandsdvölinni vel, en fannst verðlag hér alveg út í hött. Hún rómaði mjög allan aðbúnað í gistivinnustofunni og sagðist hafa kunnað vcl við rólegheitin í Hafnarfirði. Hún ferðaðist talsvert um ísland og í málverkum hennar mátti sjá íslenskt landslag og náttúrufyrirbrigði. 217m2 húsnæði til leigu í verslunarsamstæðunni Fjarðartorg, Reykjavíkurvegi 50. Upplýsingar í símum 51400 & 50902. JÓLAMÓT HAUKA. Handknatdeiksdeild HAUKA efndi til jólamóts í handknattleik í 6. fl. karla (9 og 10 ára) og 5. fl. kvenna (11 ára og yngri) í fþróttahúsinu við Strandgötu 20. des sl. Grótta sigraði í 5. fl. kvenna, vann alla sína leiki og HK sigraði í 6. fl. karla, vann einnig alla sína leiki. Sigurvegaramir hlutu að launum bikara til eignar, sem HG- heildverslun in í Hafnarfirði gaf, en auk þess fengu allir þátltakendur, sem voru 133, þátttökupening sem Kiwanisklúbburinn ELDBORG í Hafnarfirði gaf. Félagar úr ELDBORGU afhentu sjálfir peningana í mótslok. Allir þátttakendur fengu að auki jólapoka frá Nóa með sér heim. Það var unglingaráð handknattleiksdeildar HAUKA sem sá um framkvæmd mótsins í samvinnu við stjóm handknatdeiksdeildar. Mótsstjóri var Már Sveinbjömsson, form. unglingaráðsins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.