Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN FJflRDK ^mpésturmn Utgefatidi: Fjarðarfréttir st. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Rúnar Brynjólfsson Útgáfuráð: Eltert Borgar Þoryaldsson Guðmundur Sveinsson Rúnar Brynjólfsson Ljósmyndun: Ellert Borgar Þorvaldsson Heimlllsfang: Pósthólf 57, Hafnarfirði Simar: 651745 51261, 51298. 53454 Utllt og setnlng. Fjarðarpósturinn Fllmuvinna og prentun: Prisma: slmi 65 16 14 Að gjöfulu ári gengnu Síðasta ár var íslendingum að mörgu leyti gjöfult. Útflutningur þjóðarinnar óx verulega. Eftirspum eftir vinnuafli jókst einnig. Hún leiddi í sumum tilfellum af sér uppboð á vinnandi fólki. Þótt samkomulag næðist um hóflegar launakröfur á fyrri hluta ársins braut vinnuaflsþörfin þau bönd. Launaskrið fór af stað og margir starfshópar hafa notið mjög góðra kjara á þessu ári. Góðærið sem verið hefur kemur ekki síst fram í neyslu landsmanna. Að því er virðist hefur hún stóraukist. Tölur um mikinn viðskiptahalla segja sína sögu á sama tíma og útflutningsverðmætin aukast. Viðskiptamáti landsmanna hefur einnig breyst. Þótt ráðstöfunarfé fólks hafi aukist þá hefur einnig aukist að verslun fari fram með greiðslukjörum. Afborganatími lengist og hlutfall staðgreiðslu íviðskiptum fer minnkandi. Þessarfáu staðreyndirsegja ekkert annað en stórfelld þensla sé í landinu. Ljóst er að allir hafa ekki notið þeirra kjarabóta sem þenslan hefur leitt af sér. Nokkuð stórir hópar hafa setið eftir og fá laun greidd eftir taxtakaupi hóflegra kjarasamninga. I viðtali við Sigurð T. Sigurðsson, formann verkamannafélagsins Hlífar í síðasta Fjarðarpósti kemur fram að hann telur að laun þess fólks þurfi að hækka um 6 til 8% ársfjórðungslega til þess eins að halda í við þá dyrtíð sem nú sé haldið uppi í landinu. Ýmsar blikur eru á lofti að gjöfulleiki síðasta árs muni ekki halda áfram með sama hætti á þessu ári. Það verði að taka upp aðhaldssamari stefnu í efnahagsmálum. En með hvaða hætti verður það gert? Kjarasamningar standa fyrir dyrum í landinu. Með hliðsjón af versnandi horfum í efnahagsmálum og því að kjarabætur margra hafa farið langt fram úr því sem ráð var fyrir gert í byrjun síðasta árs er ljóst að gæta verður alls hófs. Það er einnig ljóst að kjör vissra hópa verður að bæta. Þetta er ekki ny tt vandamál. Hingað til hefur ekki tekist að lagfæra launakjör þeirra sem mest hafa þurft þess með með án þess að launahækkanir hafi runni upp alla launaskalann, annað hvort í formi endanlegra kjarasamninga eða í formi launaskriðs eins og gerðist eftir síðustu samninga, sem stundum hafa verið nefndir þjóðarsátt. Ekkert bendir til að þetta takist nú fremur en endra nær. Þ ví miður er ekki til svar við spumingunni um hvernig aðgæslu í efnahagsmálum verði fylgt eftir. Með hliðsjón af komandi kjarasamningum, eyðslu íslendinga á umliðnu ári í kjölfar batnandi lífskjara og þeirri staðreynd að útflutningsverðmæti okkar muni ekki aukast á næstunni er staðan sú að við verðum, að þessu gjöfula ári gengnu, að horfast í augu við þann draug sem leysti drauga þjóðtrúarinnar af hólmi á íslandi, verðbólgudrauginn. Þ.I. Hafnfirðingar verða að íhuga þrettándamálin alvarlega. Ef þetta er þróunin er stór hætta á ferðum, -segja starfsmenn Landhelgisgæslunnar, sem skoðað hafa heimatilbúnar sprengjur sem fundust í fórum hafnfirskra unglinga á þrettándakvöld. Landhelgisgæslan hefur fengið til skoðunar og til að gera óvirkar heimatilbúnar sprengjur sem fundust í fórum unglinga í Hafnarfirði á þrettándakvöld. Að sögn starfsmanna þar, sem athugað hafa þessa hluti, telja þeir að hér séu stórhættuleg tól á ferðinni. Að þeirra dómi er brotið blað í sögu þrettándaóláta ung- menna með þessum vopnum. Með þeim sé hægt að valda miklum skemmdum og þau geti hæglega valdið manntjóni sé þeim beitt, hvort sem það verði af slysni eða ásettu ráði. Þetta séu ekki ólík vopn þeim sem notuð hafi verið og séu enn í notkun á Norður írlandi og víðar sem skæruhemaður sé stundaður þótt þar sé einnig um mikið öflugri hluti að ræða. Í þessu sambandi má geta um að víða t.d. í Evrópu liggur mjög ströng refsing við því að bera sprengjur af þeim styrkleika sem hér um ræðir á sér. Getur sú refsing numið frá nokkurra mánaða og allt upp í tveggja ára fangelsi. í framhaldi af upplysingum sem fyrir liggja um vopnabúnað unglinganna síðasta þrettánda- kvöld kemur í hugann hvað sé til ráða. Væri möguleiki að koma upp einhverjum skemmtunum í bænum á þrettándakvöld. í því sambandi mætti hugsa sér eitthvert form af álfabrennu, en slík hátíðarhöld hafa unnið sér fastan sess í sumum bæjarfélög- um. Þetta væri verðugt verkefni fyrir íþróttafélög bæjarins og jafnvel hjálparsveit skáta. Því miður verður þó að segjast eins og er, að þegar þetta var reynt á sínum tíma gaf það ekki nægilega góða raun. Sjálf skemmtiatriðin fóru vel fram en að þeim loknum hópuðust unglingamir í miðbæinn til skrílsláta og skemmdarverka. Af þeim orsökum hefur trúlega verið hætt við að mynda álfabrennuhefð í Hafnarfirði. Það er hræðileg tilhugsun að Hafnfirðingar skuli ekki hafa verið nægilega þroskaðir til að Iáta' slíka skemmtun fara vel fram. Því miður bendir ekkert til þess að þeir hafi öðlast þroska til þess. Skiljanlegt er að það dragi úr áhuga félagasamtaka að reyna þetta á nýjan leik ef fyrir liggur að gera verður slíka hluti í víggirtu umhverfi ef lífshætta á ekki að liggja við.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.